„Bryndís Klara er dóttir mín. Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran sem hefur stigið á þessari jörð,“ segir Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar Klöru sem er látin eftir árás á menningarnótt. Hann skrifar þetta færslu í Stjórnmálaspjallinu sem hann gaf Heimildinni leyfi til að vitna í. Bryndís Klara var 17 ára gömul.
„Hún var of góð, trúði engu slæmu upp á aðra og var ljósberi fyrir alla sem henni kynntust. Slíkar manneskjur eru í mestri hættu þegar ólíkir heimar skarast,“ skrifar Birgir Karl.
Í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í dag segir að fjölskylda Bryndísar Klöru vill koma á framfæri þakklæti til allra sem reyndu eftir fremsta megni að bjarga lífi hennar, sérstaklega starfsfólki Landspítalans og þeim sem komu að fyrstu hjálp á vettvangi."
Birgir Karl skrifar einnig: „Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipulegum og úthugsuðum hætti, að þessi …
Hins vegar eru fyrirbærin ofbeldi, vopnaburður og hatursglæpir samfélagsleg mál sem þarf að ræða með þeirri viðleitni að gera samfélagið öruggara fyrir alla.