Heimild til þess að greiða séreignasparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán mun að óbreyttu renna út þann 31. desember 2024. Margir hafa nýtt sér úrræðið frá því að opnað var á það í nóvember 2014. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra voru 21,3 milljarðar króna greiddir inn á íbúðalán einstaklinga með því að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána þeirra.
Flestir þeirra sem hafa nýtt sér þennan húsnæðisstuðning tiheyra þremur efstu tekjutíundunum. Hins vegar greiddu aðeins um 7,7 prósent af þeim tekjulægstu niður húsnæðislán sín með séreignarsparnaði sínum.
Vilja framlengja úrræðið
Í nýlegri grein sem birt var í Vísbendingu fjalla Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, og Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um notagildi séreignarsparnaðar sem hagstjórnartæki.
Í greininni færa höfundar rök fyrir því að framlengja heimildir til þess að beita úrræðinu og breyta …
Athugasemdir (1)