Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir það þyngra en tárum taki að maður hafi dáið og kona slasast í íshelli á Breiðamerkurjökli um síðustu helgi.
Hún segir að daginn eftir slysið hafi hún beðið um að fá upplýsingar um líðan konunnar sem slasaðist. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að hún sé barnshafandi og að kærastinn hennar hafi dáið í slysinu. Þau eru bæði frá Bandaríkjunum. „Ég kannaði hver líðan hennar væri og kom þeim skilaboðum á framfæri að við værum boðin og búin til að aðstoða hana eftir fremsta megni. Ég held áfram að fylgjast vel með hvernig staðan er hjá henni.“
Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfisráðherra segist í skriflegu svari til Heimildarinnar hafa fengið reglulegar fréttir af líðan konunnar og hann votti henni og fjölskyldu hennar innilega samúð.
Athugasemdir