„Saman ákváðu þessir tveir klikkuðu Bandaríkjamenn að stofna Ice Pic Journeys“

Setn­ing­in „Toget­her these two crazy Americans decided to start the Ice Pic Jour­neys team“ er með­al þess sem hef­ur ver­ið fjar­lægt af síðu fyr­ir­tæk­is­ins sem sá um jökla­ferð­ina á sunnu­dag þar sem einn lést og ein slas­að­ist al­var­lega. Ann­ar stofn­and­inn hef­ur kennt nám­skeið í jökla­ferð­um þar sem var­að er við ferð­um í ís­hella á sumr­in. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir ár­ið 2023 kem­ur fram að rekstr­ar­tekj­ur fé­lags­ins hafi hækk­að um ná­lega 150 pró­sent á milli ára.

„Saman ákváðu þessir tveir klikkuðu Bandaríkjamenn að stofna Ice Pic Journeys“
Ice Pic Journey gerir út á ævintýralegar ferðir eins og sjá má af þessum skjáskotum af Instagramsíðu fyrirtækisins.

„Ekki allir átta sig á því að þú getur í raun heimsótt náttúrulega íshella inni í jöklinum á sumrin á Íslandi. … En teymið okkar hjá Ice Pic Journeys vinnur hart að því að tryggja öruggan aðgang að þeim allan ársins hring þannig að þú getir dáðst að bláa ísnum í kring um þig.“

Þetta kom fram á sérstakri undirsíðu ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys um sumarferðir í jökla á Íslandi; undirsíðunni „Visit að summer ice cave in Iceland“ sem nú hefur verið fjarlægð. Ýmsar aðrar breytingar hafa verið gerðar á vefsíðu fyrirtækisins síðan alvarlegt slys varð í ferð á vegum þess á sunnudag.

Um var að ræða íshellaferð í Breiðamerkurjökli þar sem ís hrundi yfir hóp ferðamanna í gili við jökulinn síðastliðinn sunnudag.  Einn ferðamaður lést og annar slasaðist alvarlega. Sá látni var bandarískur ferðamaður og sú sem slasaðist er talin hafa verið kona mannsins sem lést.

Ice …

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Banaslys á Breiðamerkurjökli

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
„Sem ráðherra og manneskju þykir mér þetta afskaplega leitt“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Sem ráð­herra og mann­eskju þyk­ir mér þetta af­skap­lega leitt“

Lilja Al­freðs­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, seg­ir að koma hefði mátt í veg fyr­ir slys­ið á Breiða­merk­ur­jökli. „Það var bú­ið að vara við þessu og ekki gert meira með það.“ Hún seg­ist bú­in að kanna líð­an kon­unn­ar sem slas­að­ist og missti unn­usta sinn í slys­inu og koma á fram­færi skila­boð­um um að yf­ir­völd séu boð­in og bú­in að að­stoða hana eft­ir fremsta megni.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
Hræðilegur atburður sem ýtir við okkur
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Hræði­leg­ur at­burð­ur sem ýt­ir við okk­ur

Ferða­mála­stjóri tel­ur tíma­bært að koma aft­ur bönd­um á þann fjölda sem fer upp á Vatna­jök­ul hverju sinni. Álags­stýr­ing tíðk­að­ist fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur en hún var felld úr gildi í far­aldr­in­um. Bana­slys varð á jökl­in­um um síð­ustu helgi en ör­ygg­is­áætl­un fyr­ir­tæk­is­ins sem fór ferð­ina lá ekki fyr­ir hjá Ferða­mála­stofu, enda er inn­lagn­ar slíkr­ar áætl­un­ar ekki kraf­ist við um­sókn um leyfi. Það fyr­ir­komu­lag er nú til end­ur­skoð­un­ar.
„Við vitum að þetta er hættulegt“ – en enginn ber ábyrgðina
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Við vit­um að þetta er hættu­legt“ – en eng­inn ber ábyrgð­ina

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veð­ur­stof­unni og drög­um að áhættumati úr skýrslu Jarð­vís­inda­stofn­un­ar hefðu ís­hella­ferð­ir átt að vera bann­að­ar dag­inn sem bana­slys varð á Breiða­merk­ur­jökli, sök­um hita­stigs. Hug­mynd­ir um bætt ör­yggi ferða­manna hafa strand­að, áhættumat hef­ur ekki ver­ið fram­kvæmt og hver bend­ir á ann­an þeg­ar kem­ur að end­an­legri ábyrgð. Enda er eng­in stök stjórn­sýslu­stofn­un sem ber ábyrgð á ör­yggi ferða­manna hér á landi.
„Hugur okkar er hjá aðstandendum þess sem lést og öllum þeim sem lentu í slysinu“
FréttirBanaslys á Breiðamerkurjökli

„Hug­ur okk­ar er hjá að­stand­end­um þess sem lést og öll­um þeim sem lentu í slys­inu“

Stofn­end­ur Ice Pic Jour­neys hafa sent frá sér til­kynn­ingu þar sem þeir harma bana­slys­ið sem varð í ferð á þeirra veg­um um helg­ina á Breiða­merk­ur­jökli. „Við lít­um mál­ið al­var­leg­um aug­um og mun­um halda áfram að vinna ná­ið með lög­reglu og yf­ir­völd­um til að tryggja að mál­ið verði rann­sak­að af fyllstu kost­gæfni,“ seg­ir þar.

Mest lesið

Illugi Jökulsson
3
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september
9
Fréttir

Geta varla vís­að Yaz­an úr landi eft­ir 21. sept­em­ber

Þann 22. sept­em­ber næst­kom­andi bera ís­lensk stjórn­völd ábyrgð á hæl­is­um­sókn hins 11 ára gamla Yaz­ans Tamim­is. Laga­lega séð mega ís­lensk stjórn­völd þá ekki leng­ur vísa hon­um og for­eldr­um hans til Spán­ar og ólík­legt verð­ur að telj­ast að þeim verði vís­að til Palestínu, það­an sem þau eru upp­runa­lega. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ist þó bera lít­ið traust til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eft­ir at­burði næt­ur­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár