„Ekki allir átta sig á því að þú getur í raun heimsótt náttúrulega íshella inni í jöklinum á sumrin á Íslandi. … En teymið okkar hjá Ice Pic Journeys vinnur hart að því að tryggja öruggan aðgang að þeim allan ársins hring þannig að þú getir dáðst að bláa ísnum í kring um þig.“
Þetta kom fram á sérstakri undirsíðu ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys um sumarferðir í jökla á Íslandi; undirsíðunni „Visit að summer ice cave in Iceland“ sem nú hefur verið fjarlægð. Ýmsar aðrar breytingar hafa verið gerðar á vefsíðu fyrirtækisins síðan alvarlegt slys varð í ferð á vegum þess á sunnudag.
Um var að ræða íshellaferð í Breiðamerkurjökli þar sem ís hrundi yfir hóp ferðamanna í gili við jökulinn síðastliðinn sunnudag. Einn ferðamaður lést og annar slasaðist alvarlega. Sá látni var bandarískur ferðamaður og sú sem slasaðist er talin hafa verið kona mannsins sem lést.
Ice …
Athugasemdir