Á hverju ári fletta Íslendingar tekjublöðum fjölmiðla og iðulega raðar hópur úr viðskiptalífinu sér á toppinn. Orðræðan í kjölfar útgáfu blaðanna snýst að mestu um skiptingu gæða í samfélaginu, sem er afar mikilvæg lýðræðisleg umræða. Alls kyns skoðanir og ótal raddir dynja á okkur úr öllum áttum, en sem betur fer draga blaðamenn saman upplýsingar og setja hlutina í samhengi fyrir okkur. Þeir koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum, setja fram staðreyndir og kanna sannleiksgildi þess sem sagt er. Þá veita þeir aðhald og sannreyna upplýsingar. Hvar sem við röðumst á tekjulistann eigum við það sameiginlegt að njóta góðs af faglegri blaðamennsku sem greinir kjarna máls með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Öflug blaðamennska er svarið við aukinni pólariseringu, upplýsingaóreiðu og falsfréttum sem plaga íslenskt samfélag, og önnur.
„Blaðamannafélag Íslands skorar hér með á tekjuhæsta hóp landsmanna að sýna samfélagslega ábyrgð“
Frjálsir og óháðir fjölmiðlar eru grundvallarforsenda heilbrigðs lýðræðissamfélags. Um það er …
Athugasemdir (1)