Magnús Pálsson og Kári Páll Guðjónsson
Hver eru þín mestu auðæfi í lífinu?
„Ég held að það sé heilsan sem ég hef haldið í 75 ár, ég get ímyndað mér að það sé með því skárra. Ég er ánægður með það.“
Er lífsgæðakapphlaup á Íslandi?
„Já, það er urrandi lífsgæðakapphlaup. Það eru nokkrar stéttir í þessu landi. Mikið lífsgæðakapphlaup.“
Finnur þú fyrir ójöfnuði í samfélaginu?
„Já, maður sér það bara. Maður finnur ekkert mikið fyrir því, ég er ekki með verki út af því. Það er bara.“
Þorvarður Guðlaugsson
Hver eru þín mestu auðæfi í lífinu?
„Það er heilsan held ég og fjölskyldan.“
Er hægt að kaupa hamingju með peningum?
„Nei, yfirleitt ekki, en það er kannski hægt að gera hluti sem hjálpa manni, klárlega.“
Er lífsgæðakapphlaup á Íslandi?
„Já, frekar. Fólk keppist um að eiga sem stærstu og dýrustu húsin og flottustu bílana, ferðalög og svo framvegis.“
Finnur þú fyrir ójöfnuði í samfélaginu?
„Já, það er það klárlega. Það eru sumir sem hafa það verulega slæmt og ekki í sig og á. Öryrkjar, eldra fólk og fullt af fjölskyldum.“
Hjalti Freyr Óskarsson
Hver eru þín mestu auðæfi í lífinu?
„Fjölskyldan, alveg bókað. Krakkarnir mínir, kærastan mín og fjölskyldan.“
Er hægt að kaupa hamingju með peningum?
„Nei, en þú getur keypt gleði að einhverju leyti.“
Er lífsgæðakapphlaup á Íslandi?
„Já, alveg klárlega, ég held það. Það er allt þetta samfélagsmiðlarugl sem er í gangi og annað. Ég held að Íslendingar séu sér á báti þegar kemur að þessum hlutum, við erum alltaf svo ýkt í öllu.“
Finnur þú fyrir ójöfnuði í samfélaginu?
„Ekki ég persónulega, en ég held að það sé alveg.“
Athugasemdir