Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

5,5 milljarðar í tekjur „alveg hræðilegt“

Skattakóng­ur síð­asta árs var með rúma 5,5 millj­arða í heild­ar­tekj­ur. Heim­ild­in fékk fólk á förn­um vegi til að giska á upp­hæð­ina og voru svör­in allt frá nokkr­um millj­ón­um upp í „ein­hverja millj­arða“. All­ur gang­ur er á því hvort fólk vilji vera hluti af tekju­hæsta pró­senti lands­ins.

TekjurGuðrún Hafberg hefur enga þörf fyrir að tilheyra tekjuhæsta eina prósenti landsins.

Guðrún Hafberg 

Hversu háar heldur þú að hæstu heildartekjur ársins 2023 hafi verið? 

„Ég hef ekki hugmynd um það. Maður er búinn að heyra einhverjar gígantískar tölur og ég legg þær ekki á minnið því mér er nákvæmlega sama. Ég á ekki þessa peninga og ég veit að spillingin er það mikil að við getum ekki breytt þessu.“  

Hæstu heildartekjur síðasta árs voru rúmar 5,5 milljarðar. Hvað finnst þér um það? 

„Það er svo margt á bak við þetta.“

Hvað ert þú með í tekjur? 

„Það er mjög lítið, ég er ellilífeyrisþegi.“  

Værir þú til í að vera hluti af tekjuhæsta prósenti landsmanna? 

„Ég hef ekki þörf fyrir það.“

Hver væru þín draumamánaðarlaun? 

„Sko fyrir svona venjulegan Jón þá er voða gott að vera með 5–600 þúsund.“

Hefur það fíntDorothea Margrét Högnadóttir væri til í að geta farið þrisvar sinnum til útlanda á ári, annars hefur hún það fínt.

Dorothea Margrét Högnadóttir

Hversu háar heldur þú að hæstu heildartekjur ársins 2023 hafi verið? 

„100 milljónir?“

Ef ég segi þér að það eru 5,5 milljarðar, hvað finnst þér um það? 

„Mér finnst það alveg bara hræðilegt.“

Hvað ert þú með í tekjur? 

„Í heildina yfir árið? Ætli ég sé ekki með svona sex, sjö milljónir.“ 

Værir þú til í að vera hluti af tekjuhæsta prósenti landsmanna? 

„Nei, það myndi ég ekki vilja.“

Hver væru þín draumamánaðarlaun? 

„Ja, ætli það væri ekki þau að ég gæti farið svona þrisvar til útlanda á ári, eitthvað svoleiðis, annars hef ég það fínt.“

Til í hátekjulistannLilja Hrund Stefánsdóttir og Þórey Lilja Finnbjörnsdóttir væru til í að vera á hátekjulistanum. „Klárlega.“

Lilja Hrund Stefánsdóttir og Þórey Lilja Finnbjörnsdóttir

Hversu háar haldið þið að hæstu heildartekjur ársins 2023 hafi verið? 

Þórey: „Ég var að skoða þetta eitthvað í gær, ég man ekki hver talan var.“

Lilja: „Svona … milljarður?“

Þórey: „Nei, ég myndi segja alveg nokkrar milljónir, alveg örugglega svona 50 milljónir eða eitthvað.“

Hæstu heildartekjur einstaklings voru 5,5 milljarðar. Hvað finnst ykkur um það? 

Lilja: „Mér finnst það bara rosalegt. Galið.“

Þórey: „Mjög mikið.“

Hvað eruð þið með í tekjur?

Lilja: „Ég vinn nú bara á sumrin, ég myndi segja 200–300 þúsund.“

Þórey: „500 þúsund, eitthvað svoleiðis.“

Væruð þið til í að vera hluti af tekjuhæsta prósenti landsmanna? 

Lilja: „Já.“

Þórey: „Já, klárlega.“

Hver væru ykkar draumamánaðarlaun? 

Lilja: „Svona í kringum milljón, kannski aðeins meira.“

Þórey: „Ég myndi segja svona tvær milljónir á mánuði, eitthvað svoleiðis.“

Hálf milljónIngunn Eva Helgadóttir væri til í að vera með hálfa milljón á mánuði.

Ingunn Eva Helgadóttir

Hversu háar heldur þú að hæstu heildartekjur ársins 2023 hafi verið? 

„Ég veit það ekki, ég er rosalega lítið inn í svona. Einhverjir milljarðar?“

5,5 milljarðar. Hvað finnst þér um það? 

„Það er svolítið mikið.“

Hvað ert þú með í tekjur? 

„Það fer rosalega eftir ... ég er bara í hlutastarfi eins og er. Á þessu ári, sirka ein og hálf.“

Værir þú til í að vera hluti af tekjuhæsta prósenti landsmanna? 

„Það væri mjög fínt, að hafa nóg fyrir öllu.“

Hver væru þín draumamánaðarlaun? 

„Ég bara er ekki alveg viss, eins og er væri geggjað að fá hálfa milljón á mánuði.“

Hér er hægt að skoða hátekjulista Heimildarinnar 2024 í heild sinni þar sem finna má upplýsingar um 3.445 tekjuhæstu Íslendingana.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár