Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Peningar eru eins og fíkniefni

Að eiga of mik­ið af pen­ing­um lík­ir Bubbi Mort­hens við fyrsta skipt­ið sem hann tók kókaín. Til­finn­ing­in var ólýs­an­leg en kom aldrei aft­ur. „Þetta er sú til­finn­ing sem fólk verð­ur fyr­ir þeg­ar það eign­ast fyrstu 100 millj­ón­irn­ar og svo er aldrei nóg.“ Pen­ing­ar sem slík­ir hafa kennt hon­um að það er enga ham­ingju að finna í of mik­ið af pen­ing­um.

Peningar eru eins og fíkniefni
Heilsan og börnin mesti auðurinn Börnin eru mestu auðæfi Bubba Morthens. „Það væri hrikalegt ef fólk svaraði einhverju öðru, peningar eða brennivín, en það er alveg hellingur af svoleiðis fólki til. Svo get ég þess vegna sagt dugnaðurinn minn, gjöfin sem ég fékk og fæddist með, að búa til tónlist og hvað ég er mikill do-er. En kjarninn er bara þetta: Minn stærsti auður er börnin mín. Og heilsan.“ Mynd: Golli

Æ, djöfull,“ segir Bubbi Morthens þegar blaðamaður tjáir honum að hann er ekki á meðal tekjuhæstu 1% Íslendinganna sem hátekjulisti Heimildarinnar 2024 nær yfir. En hann er bara að grínast, hann hefur engan áhuga á að vera á þessum lista.

„Þetta var kaldhæðni. Peningar eru alveg eins og fíkniefni. Þegar þú ert kominn á þann stað að peningar skipta öllu máli, þá bara verði þér að góðu, þá ertu staddur í einhvers konar helvíti þó að þú haldir að þú sért staddur í einhverju öðru. Mér sýnist að þeir sem eiga mestu peningana í landinu glími við hluti sem ég er rosa feginn að þurfa ekki að glíma við og ég held að allir landsmenn ættu að vera það líka.“

„Að því sögðu þá held ég að virði hlutanna sé bara þetta: Að börnin þín séu heilbrigð, að þú sért elskaður og elskar, að þú sért laus við veikindi og sjúkdóma og þú sért hamingjusamur í vinnunni þinni. Þetta er það eina sem skiptir máli.“

„Þeir sem eiga mestu peningana í landinu glíma við hluti sem ég er rosa feginn að þurfa ekki að glíma við.“

En Bubbi gerir sér grein fyrir að peningar eru óhjákvæmilegir til að komast af í samfélaginu. „En þeir geta líka verið böl. Við þurfum öll pening til að borga skuldir og borga mat og til að  geta klætt börnin okkar og jafnvel haft það mikið milli handanna að við erum ekki svefnvana út af því að við eigum ekki fyrir mat eða skuldum. Það er það sem í rauninni allir ættu að vera, á þeim stað að það væri þannig að þau væru með góð laun. Þannig ætti þetta að vera.“

Varð aldrei var við fátæktina sem barn 

Bubbi er staðráðinn í að peningar hafi ekki kennt honum neitt. Við nánari umhugsun hefur hann þó dregið einn lærdóm. „Eina sem peningar gera er að þeir geta hjálpað þér við að losna úr einhverri skuld. En peningar sem slíkir hafa kennt mér það að það er enga hamingju að finna í of mikið af peningum.“

Á lífsleiðinni hefur Bubbi bæði upplifað fátækt og auðlegð. Það er lærdómsríkt. „Þegar ég á peninga er ég ekki með afkomukvíða yfir heimilinu, ég er ekki með afkomukvíða í sambandi við börnin mín, að ég geti ekki klætt þau og leyft þeim að stunda tómstundir og eiga mat og föt. Þar liggur munurinn, en hann liggur ekki í þessum gildum. Ég ólst upp við gríðarlega fátækt og alkóhólisma en inni í þessu mengi var alltaf hamingja og ákveðin frelsistilfinning sem við fengum í uppeldinu, bræðurnir, frá móður okkar. Við urðum aldrei varir við, ég held að börn aðlagi sig að öllu, ég varð aldrei var við að ég væri að alast upp við fátækt. Ég upplifði alltaf að við ættum allt, en svo var sannarlega ekki.“

Hamingjan felst ekki í peningumPeningar hafa aðeins kennt Bubba Morthens eitt: Það er enga hamingju að finna í of mikið af peningum.

„Þetta er bara fíkn“

Bubbi líkir peningum við fíkniefni. Það er auðvelt að verða háður peningum rétt eins og fíkniefnum. Það þekkir hann af eigin raun. „Þetta er snúið. Ég man þegar ég tók kókaín í fyrsta skipti, hún var rosaleg sú upplifun. Alveg rosaleg. Hún var ólýsanleg. Hún kom aldrei aftur en ég var alltaf að leita að þessari tilfinningu. Því meira sem ég mokaði í nefið á mér, því neðar fór ég. Því meira skaðaði ég mig.“ Þessari upplifun má vel líkja við það að verða háður peningum. „Þetta er það sem fólk sem er háð peningum upplifir, þetta er sú tilfinning sem það verður fyrir þegar það eignast fyrstu 100 milljónirnar og svo er aldrei nóg. Og verður aldrei nóg. Það mun aldrei verða nóg ef þetta er fókusinn.“

„Því meira sem ég mokaði í nefið á mér, því neðar fór ég. Því meira skaðaði ég mig.“

Peningar eru fíkn. „Þú ert háður, eins og fíkill, þetta er bara fíkn. Það sem gerist líka við þessar aðstæður er að fólk tapar siðferði. Í rauninni verður framheilinn fyrir skaða, eins og kókaínið skaðar framheilann, þetta hef ég lesið, að þeir sem eru komnir í þessa stöðu og eru að græða, þetta herjar á sömu stöðvar heilans og kókaín og veldur sömu tilfinningu. Ég get lofað þér því að ef þú kemur að kókaínfíkli sem er með eitthvert efni og þú segir: „Gefðu mér helminginn.“ Hann myndi frekar skjóta þig í hausinn heldur en að láta þig fá það.“

Bubbi greiðir glaður sína skatta. Öll eigum við að greiða skatta í hlutfalli við tekjur. En tekjuhæsta eitt prósent Íslendinga mætti vel greiða hærri skatta. „Er eitthvað að því að segja: „Heyrðu, við viljum að þið borgið 70 prósent og þið ættuð glöð að gera það,“ segir Bubbi og nefnir erlend fordæmi í Bandaríkjunum á borð við Bill Gates og Jeff Bezos. „Vá, hvað það væri stórkostlegt,“ svarar Bubbi, aðspurður hvort skattakóngar og -drottningar Íslands ættu að gera slíkt hið sama. „Það væri algjörlega geggjað.“

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " En tekjuhæsta eitt prósent Íslendinga mætti vel greiða hærri skatta"
    Tekjuhæsta prósentið er yfirleitt í þeirri stöðu að það getur valið um að greiða sér laun sem fjármagnstekjur og borga af þeim 22% skatt eða sem atvinnutekjur sem bera 46.25% skatt.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Það sem ég hef lært

Mér rennur blóðið til skyldunnar
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Ekki hlusta á allt sem heilinn segir þér
Júlía Margrét Alexandersdóttir
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu