Hátekjulisti Heimildarinnar árið 2023 sýnir hvernig auðæfin sem fylgja kvótakerfinu raungerast þegar sjávarútvegsfyrirtæki eru seld háu verði eða færð nýrri kynslóð kvótaerfingja.
Ólíkt þeim tekjulistum sem aðrir fjölmiðlar birta inniheldur hátekjulisti Heimildarinnar upplýsingar um fjármagnstekjur einstaklinga. Listi án fjármagnstekna getur vissulega verið gagnlegur við að sýna þróun launatekna þeirra efnamestu, sérstaklega innan ákveðinna geira, en er villandi þegar kemur að raunverulegum tekjum ríkustu Íslendinganna.
Þannig var Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, kynntur í vikunni sem tekjuhæsti Íslendingurinn. Þrátt fyrir háar útsvarsskyldar tekjur er hann þó langt því frá sá tekjuhæsti samkvæmt álagningarskrám Skattsins í fyrra og ekki skattakóngur heldur. Þeir rúmu 1,3 milljarðar króna sem Haraldur fékk í launa- og fjármagnstekjur í fyrra duga honum einungis í 10. sæti hátekjulistans og í …
Athugasemdir (1)