Fór í hjartastopp umkringd fimm læknum

Anna Sig­ríð­ur Björns­dótt­ir sjúkra­liði var á vakt á skurð­stof­unni fyr­ir 30 ár­um þeg­ar hún fór í hjarta­stopp. Lækn­ar á skurð­stof­unni komu henni til bjarg­ar og Anna Sig­ríð­ur ótt­ast ekki að sag­an end­ur­taki sig, þó það geti hæg­lega gerst. Hún mál­ar til að hreinsa hug­ann.

Fór í hjartastopp umkringd fimm læknum
Sjúkraliði Anna Sigríður Björnsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Við erum í Smáralindinni. Ég fer nú bara oft hérna, ég bý ekkert langt frá, ég sit hérna oft og fer í búðir og það er oft sem ég hitti einhverjar gamlar skólasystur, yfirleitt. Mér finnst gott félagslega að sitja hérna.  

Ég var sjúkraliði á spítölunum og var svo víðar, í heimahjúkrun síðustu 20 ár. Það var frábært. Þar kynnist maður skjólstæðingum. Svo þegar ég hætti fannst mér það hræðilegt. En hefði ég verið á á skurðstofunni sem ég var á áður í 15 ár hefði það verið allt öðruvísi. Þetta er persónulegra.

Maður kallar ekki allt ömmu sína. Ég var nú fyrst í Hátúninu sem var mjög erfitt félagslega. Það var þvílík reynsla, að sjá hina hliðina á lífinu. En maður kemur betur út úr því þótt það hafi verið erfitt. Það væri hægt að búa til bíómynd um það. 

„Maður kallar ekki allt ömmu sína“
„Ég mála, það bjargar mér alveg, þá hef ég nóg að gera.“

Ég lenti nú einu sinni í hjartastoppi. Ég var á skurðstofunni að vinna. Það sprakk æð og ég var bara svo heppin að vera á réttum stað á réttum tíma. Það voru fimm læknar í kringum mig. Það var leiðinlegt að vakna aftur, áfall. En það er svo skrýtið, þetta eru næstum 30 ár síðan en ég er aldrei hrædd við þetta. Ég er ekki hrædd við að fá þetta aftur, það er það góða við þetta. Þetta var ekki skemmtileg reynsla, þetta var óhuggulegt. En ég hugsa bara jákvætt. Ég mála, það bjargar mér alveg, þá hef ég nóg að gera.“ 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár