Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Fór í hjartastopp umkringd fimm læknum

Anna Sig­ríð­ur Björns­dótt­ir sjúkra­liði var á vakt á skurð­stof­unni fyr­ir 30 ár­um þeg­ar hún fór í hjarta­stopp. Lækn­ar á skurð­stof­unni komu henni til bjarg­ar og Anna Sig­ríð­ur ótt­ast ekki að sag­an end­ur­taki sig, þó það geti hæg­lega gerst. Hún mál­ar til að hreinsa hug­ann.

Fór í hjartastopp umkringd fimm læknum
Sjúkraliði Anna Sigríður Björnsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Við erum í Smáralindinni. Ég fer nú bara oft hérna, ég bý ekkert langt frá, ég sit hérna oft og fer í búðir og það er oft sem ég hitti einhverjar gamlar skólasystur, yfirleitt. Mér finnst gott félagslega að sitja hérna.  

Ég var sjúkraliði á spítölunum og var svo víðar, í heimahjúkrun síðustu 20 ár. Það var frábært. Þar kynnist maður skjólstæðingum. Svo þegar ég hætti fannst mér það hræðilegt. En hefði ég verið á á skurðstofunni sem ég var á áður í 15 ár hefði það verið allt öðruvísi. Þetta er persónulegra.

Maður kallar ekki allt ömmu sína. Ég var nú fyrst í Hátúninu sem var mjög erfitt félagslega. Það var þvílík reynsla, að sjá hina hliðina á lífinu. En maður kemur betur út úr því þótt það hafi verið erfitt. Það væri hægt að búa til bíómynd um það. 

„Maður kallar ekki allt ömmu sína“
„Ég mála, það bjargar mér alveg, þá hef ég nóg að gera.“

Ég lenti nú einu sinni í hjartastoppi. Ég var á skurðstofunni að vinna. Það sprakk æð og ég var bara svo heppin að vera á réttum stað á réttum tíma. Það voru fimm læknar í kringum mig. Það var leiðinlegt að vakna aftur, áfall. En það er svo skrýtið, þetta eru næstum 30 ár síðan en ég er aldrei hrædd við þetta. Ég er ekki hrædd við að fá þetta aftur, það er það góða við þetta. Þetta var ekki skemmtileg reynsla, þetta var óhuggulegt. En ég hugsa bara jákvætt. Ég mála, það bjargar mér alveg, þá hef ég nóg að gera.“ 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár