Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“ eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
Eiga strangt bataferli fyrir höndum Móðir 19 ára manns sem varð fyrir líkamsárás á Þjóðhátíð segir að sonur hennar og hinn ungi maðurinn sem ráðist var á á hátíðinni eigi strangt bataferli fyrir höndum. Þeir séu undir miklu álagi og foreldrarnir reyni eftir bestu getu að vernda þá.

Ofbeldismaður sonar míns gekk laus í tæpa tvo sólarhringa eftir árásina og gengur enn laus. Lögregla keyrði son minn í sjúkratjaldið eftir árásina en virðist ekki hafa skráð atvikið, sagðist ekkert geta gert. Ég hringdi í 1 1 2 að kvöldi sunnudags, tæpum sólarhring eftir árásina og var gefið samband við fjarskiptamiðstöð. Þar er mér sagt að hringja á  þriðjudagsmorgunn. Ég spyr þá hvort ofbeldismaðurinn eigi að fá að ganga laus í Herjólfsdal en það var fátt um svör.

Þetta segir faðir ungs manns sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás  aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Sonur hans er 21 árs. Hann er nefbrotinn og ennisbrotinn eftir árásina. Faðirinn segir að ókunnugur maður hafi ráðist á hann og skallaði hann í andlitið. Síðan hafi hann gripið um háls sonar síns og kýlt hann margsinnis í andlitið. 

Hinn ungi maðurinn er 19 ára og var að sögn móður hans laminn með glerflösku í andlitið laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Hann skarst mjög illa eins og sjá má á myndum sem þau hafa sent Heimildinni og móðir hans segir að sauma hafi þurft 38 spor í andlitið á honum. Hún segir að lögfræðingar sem fjölskyldan hefur ráðfært sig við síðustu daga segi að um stórfellda líkamsárás að ræða, glæp sem varði allt að sextán ára fangelsi.

Þung höfuðhögg

Ungu mennirnir þekkjast ekki en þeir og fjölskyldur þeirra hafa hist eftir árásirnar til að styðja við hvert annað og ráða ráðum sínum um framhaldið. Þau eru mjög ósátt við það sem þau kalla aðgerðaleysi lögreglu og annarra sem hafi átt að bregðast við og gæta öryggis gesta hátíðarinnar. Faðir 21 árs mannsins segir son sinn hafa fengið þung höfuðhögg og móðir 19 ára mannsins segir hann hafa rotast í árásinni og að læknir í sjúkratjaldinu hafi talið að hann væri með heilahristing. Þrátt fyrir þetta hafi þeim verið vísað út úr sjúkratjaldinu eftir að gert hafi verið að sárum þeirra. Þeir hafi ekki fengið frekari aðhlynningu. Þá virðist sem atvikin hafi ekki verið skráð í dagbók lögreglu.

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir að kannað verði hvort einhverjir lögreglumenn hafi fengi vitneskju um þetta og hverslags vitneskju.“ 

Hann segir einnig að þessi atvik kalli á að farið verði betur yfir feril slíkra mála með heilbrigðisstarfsfólkinu sem var að vinna í dalnum til að öruggt sé að allar upplýsingar um alvarlegar líkamsárásir berist til réttra aðila. 

„Hvernig má það vera að svona alvarleg árás sé hvergi skráð, að enginn tilkynni hana. Er verið að þagga hlutina niður? “
Móðir 19 ára manns sem varð fyrir líkamsárás á Þjóðhátíð

Móðir yngri mannsins hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra vegna málsins. Hvorki foreldrarnir né ungu mennirnir, synir þeirra, vilja koma fram undir nafni enn sem komið er.  Við þurfum að vernda strákana, þeir eru undir miklu álagi og eiga strangt bataferli fyrir höndum,“ segir hún. 

Gert að bera ábyrgð á stórslösuðum litla bróður sínum“

Móðir yngri mannsins sem ráðist var á lýsir atvikinu svona:

„Til allrar hamingju kom í ljós að ekki hafði blætt inn á heilann“ Móðir 19 ára mannsins sem laminn var með glerflösku segir að sú hugsun hafi stöðugt leitað á hana síðustu daga. Nógu slæmt hafi verið að hann hefði verið sendur út úr sjúkratjaldinu með heilahristing, illa áttaður og mikið slasaður.

 Sonur minn var að labba gegnum mannmergðina í átt til vina sinna nálægt sviðinu í dalnum þegar einhver réðst skyndilega að honum og lamdi hann með glerflösku í höfuðið. Hann rotaðist, fékk heilahristing og það þurfti að sauma 38 spor í andlitið hans. Lögregla á staðnum sagði að ef hann vildi gefa skýrslu eða kæra þyrfti hann að koma á lögreglustöð og ef hann væri ekki í ástandi til þess þyrfti hann að gera það þegar heim væri komið. Læknir sem gerði að sárum hans sá ekki ástæðu til að senda hann á sjúkrahús né tilkynna atvikið til lögreglu. Það tók tvær klukkustundir að sauma saman skurðina í andliti drengsins míns og að því loknu var honum vísað út úr sjúkratjaldinu.

Eldri bróður hans sem er 22 ára hafi verið falin ábyrgð á yngri bróður sínum. Honum var gert að bera ábyrgð á stórslösuðum litla bróður sínum. Sem betur fer fengu þeir athvarf hjá konu í einu af hvítu tjöldunum í dalnum. Hann hringdi í okkur foreldrana og sagði okkur frá því sem hafði gerst og síðan vakti hann yfir bróður sínum og passaði að hann sofnaði ekki. Enda var hann með heilahristing.

Það sama hafi gerst með hinn unga manninn segir konan, fagfólk á staðnum setti ungu mennina, sem voru með mikla áverka og höfðu fengið þung höfuðhögg, á guð og gaddinn“.

Ekki náðist í forstjóra HSU við vinnslu fréttarinnar. 

Starfsfólki bráðamóttöku hafi verið brugðið 

Klukkan sex að morgni mánudagsins 5. ágúst, segir konan að sonur hennar sem ráðist var á hafi lagt af stað heim á leið með Herjólfi. 

„Eldri sonur minn spurði bæði lögreglu og fólk sem starfaði þarna við öryggisgæslu hvort einhver gæti keyrt þá niður á höfn en það var ekki hægt. Þeim var sagt að hringja á leigubíl. Eftir margar árangurslausar tilraunir til að fá leigubíl löbbuðu þeir niður á höfn,“ segir mamma þeirra.

Þegar sonur hennar sem ráðist var á kom til Reykjavíkur leitaði hann á bráðamóttöku. Þar var hann í rannsóknum í fimm klukkustundir. Læknum og hjúkrunarfólki þar var brugðið þegar ég sagði þeim að hann hefði verið saumaður saman í sjúkratjaldinu, síðan vísað þaðan án frekari eftirfylgni og að bróðir hans hefði setið yfir honum þar til hann komst um borð í Herjólf.“   

Daginn eftir fór sonur hennar til augnlæknis. Til allrar hamingju kom í ljós að ekki hafði blætt inn á heilann og hann er óbrotinn. Hann er hins vegar með blæðingu í auga sem verður skoðuð betur á næstu dögum,“ segir móðir hans og bætir við að sú hugsun hvað hefði gerst ef blætt hefði inn á heila hafi leitað stöðugt á hana síðustu daga.   

Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Nógu slæmt hafi verið að hann hefði verið sendur út úr sjúkratjaldinu með heilahristing, illa áttaður og mikið slasaður.

Ráðlagt að fara í  dauðagáminn“  og hvíla sig þar eftir árásina

Faðir hins mannsins sem varð fyrir líkamsárás hefur svipaða sögu að segja. Sonur hans hafi nef- og ennisbrotnað þegar maður réðst á hann þegar hann var á leið á salerni inni í dal. Faðirinn segir árásina hafa verið skyndilega og algerlega óvænta. Hann átti sér einskis ills von þegar ókunnugur maður réðst á hann og skallaði hann í andlitið. Sonur minn vankast við það og þá tekur maðurinn um hálsinn á honum og kýlir hann margoft í andlitið.“ 

Ósáttur við að sonur hans hafi ekki verið sendur á sjúkrahúsið um nóttinaUngi maðurinn fór sjálfur á spítalann í Eyjum daginn eftir og síðar þann dag komu niðurstöður úr myndgreiningu. Honum var sagt að þetta væri alvarlegt og að hann ætti að fara beint á bráðamóttöku í Reykjavík.

Hann segir að eftir að fólk sem varð vitni að árásinni hafði náð að stöðva árásarmanninn hafi sonurinn og kærastan hans gengið í átt að lögreglubíl sem hafi verið lagt skammt frá. Kærastan hafi sagt lögreglumönnunum hvað hefði gerst. Lögregla skutlar þeim þá í sjúkratjaldið. Þar var önnur augabrúnin saumuð saman og honum síðan sagt að hann mætti fara.“ 

Þegar sonur hans hafi verið kominn út úr sjúkratjaldinu hafi hann lagst í grasið, enda hafi hann enn verið vankaður. Þá hafi einhver sem var að vinna í sjúkratjaldinu bent þeim að að fara með hann í svokallaðan dauðagám, þar gæti hann legið á dýnu og þar væri skjól og líklegt að einhver gæti fylgst með honum.“ 

Faðirinn er mjög ósáttur við að sonur hans hafi ekki verið sendur á sjúkrahúsið til nánari skoðunar. Þangað hafi hann hins vegar farið sjálfur daginn eftir því kærustunni hafi litist illa á ástand hans. Frænka hans sem var á bíl keyrði hann þangað.  Þar var hann settur í myndatöku. Síðdegis fara þau í ferjuna. Þegar þau voru komin upp á fastalandið, eru rétt við Hvolsvöll fengu þau símtal frá spítalanum í Eyjum og þeim sagt að fara beint á bráðamóttöku í Reykjavík því þetta væri alvarlegt. Hann væri brotinn í enninu á milli augnanna.“ 

„Ég spyr þá hvort ofbeldismaðurinn eigi að fá að ganga laus í Herjólfsdal en það var fátt um svör“
Faðir ungs manns sem varð fyrir líkamsárás á Þjóðhátíð

Hann hafi síðan farið í frekari rannsóknir. „Þá kom í ljós að brot í samgangi í augntóftaveggi, brot í ennisholu og nefbrot.“ 

Báðir ungu mennirnir fóru því á bráðamóttöku Landspítalans. Heimildin hafði samband við lækni þar. Hann vildi ekki tjá sig um hvort þar hefði verið tekið á móti þolendum líkamsárása sem áttu sér stað á Þjóðhátíð. Við sinntum nokkrum einstaklingum sem voru á Þjóðhátíð en megum ekki tjá okkur frekar um þau mál.

Árásirnar hafi ekki verið skráðar í dagbók lögreglu 

Móðirin og faðirinn segja að lögregla í dalnum hafi verið upplýst um báðar árásirnar. Þrátt fyrir það virðist málin ekki hafa verið skráð í dagbók lögreglu. Sonur minn og kærasta hans fengu far með lögreglunni í sjúkratjaldið eftir árásina. Þar var þeim sagt að lögreglan gæti ekkert gert. Vinur sonar míns ræddi við lögreglumann í Eyjum fyrir hádegi á mánudeginum. Hann skrifaði niður upplýsingar en engin formleg skráning virðist hafa verið gerð,“ segir faðir mannsins.  

Móðir hins unga mannsins segir að lögregla hafi ekki verið kölluð til, hún hafi ekki skráð árásina í dagbók þó að eldri bróðir hans hafi leitað til lögreglu og spurt hvort það ætti ekki að taka af honum skýrslu. Læknir í sjúkratjaldi hafi ekki heldur tilkynnt árásina til lögreglu.

„Finnst fólki í lagi að þarna sé ungur maður sundurskorinn í andliti og það þurfi ekki að skrá neitt?“
Móðir ungs manns sem varð fyrir líkamsárás á Þjóðhátíð


Hún segir fjölskylduna alla og vini sonar sína í áfalli. En að þau séu líka reið vegna þess sem hún kallar aðgerðarleysi þeirra sem áttu að bregðast við.  Hvernig má það  má það vera að svona alvarleg árás sé hvergi skráð , að enginn tilkynni hana. Er verið að þagga hlutina niður? Finnst fólki í lagi að þarna sé ungur maður sundurskorinn í andliti og það þurfi ekki að skrá neitt?“ spyr móðirin. 

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum:  Ég var engu að leyna“ 

Sem fyrr segir átti fyrri árásin sér stað á aðfaranótt sunnudags og hin síðari laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudagsins. Þann dag þegar flestir gestir Þjóðhátíðar voru á heimleið sagði Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í fjölmiðlum að hátíðin hefði gengið vel og ekkert mjög alvarlegt komið upp á.

Tekið til rannsóknar án tafar ef maður verður „sannarlega fyrir árás“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum

Líkamsárásir einhverjar en ekki mjög alvarlegar sem við höfum heyrt af,“  sagði lögreglustjórinn í viðtali sem birt var á vef  RÚV um klukkan 10:30 á mánudagsmorgninum. Rétt fyrir hádegi var birt frétt á mbl þar sem haft var eftir Karli Gauta að hann hafi enn sem komið var ekkert stórt mál í höndunum eftir Þjóðhátíð. Engin alvarleg mál hafi komið á borð lögreglu síðasta kvöldið, ekki frekar en hin fyrri. Hátíðin hafi verið með rólegasta móti.  En auðvitað eins og ég hef alltaf sagt þá er alltaf ein­hver ágrein­ing­ur og pústr­ar og ein­hver fíkni­efni smá­veg­is en ekk­ert stórt,“ sagði Karl við mbl. 

Móðirin er mjög ósátt við þessar fullyrðingar lögreglustjórans og sakar hann um að draga upp glansmynd af hátíðinni.“  

Karl Gauti segir í samtali við Heimildina að líklega hafi hann ekki vitað af þessum árásum þegar hann svaraði fjölmiðlum þennan dag. 

Ég heyrði af líkamsárásum seinni partinn mánudaginn 5. ágúst, að það væru aðilar í Reykjavík slasaðir eftir árásir í Vestmannaeyjum. Ég var engu að leyna. Það hringdi aðstandandi á stöðina á mánudaginn en hvort ég var búin að fara í viðtal áður en ég vissi af þessu, man ég ekki. En ég var engu að leyna. Það er öruggt mál, enda erum við allir af vilja gerðir að finna árásaraðila í svona alvarlegum málum. Við erum að vona að það sé myndefni til af þessu, við erum að bíða eftir upptökum úr dalnum.“  

Það var móðir yngri mannsins sem hringdi á lögreglustöðina í Eyjum þennan mánudagsmorgunn. Hún segir að það hafi verið rétt eftir klukkan 9.  Frétt RÚV er birt einum og hálfum tíma síðar, frétt mbl tæpum þremur tímum síðar og rétt fyrir klukkan tvö birtist frétt á Vísi þar sem Karl Gauti sagði að það hafi verið einhver ölvunartengd mál, engar líkamsárásir hafi verið kærðar en að öðru leyti hafi Þjóðhátíð farið prýðilega fram. Vinur sonar mannsins hafði rætt við lögreglu um hádegi þennan dag og móðir yngri mannsins hafði sem fyrr segir hringt á lögreglustöðina klukkan níu um morguninn. 

Ég var að óska eftir upplýsingum um atvikið en fékk þau svör að engin líkamsárás hefði verið tilkynnt. Lögregla á staðnum sem eldri sonur minn talaði við til að fá upplýsingar um hvernig þeir ættu að snúa sér í málinu hafði ekki skráð atvikið. Það er því ekki nema von að lögreglustjórinn segi í fjölmiðlum að hátíðin hafi gengið glimrandi vel, ef ekkert er skráð eða tilkynnt þá lítur allt svakalega vel út í fjölmiðlum,“ segir móðirin.

Menn hafi haldið að hann hafi dottið

Spurður hvers vegna árásirnar hafi ekki verið skráðar í dagbók lögreglu segir Karl Gauti, lögreglustjóri í Eyjum, að það þurfi að kanna það betur. Kanna hvort einhverjir lögreglumenn hafi fengi vitneskju um þetta og hverslags vitneskju. Verklagið er auðvitað það að ef einhver maður verður sannarlega fyrir árás og er til dæmis skorinn eins og þessi maður þá er það tekið til rannsóknar án tafar. En hvort hann hafi talað nógu skýrt eða það hafi legið fyrir að hann hafi orðið fyrir árás, það er annað mál.

Hann segir að sér skiljist að þegar ungi maðurinn sem er með fjölda opinna skurða í andliti komi í sjúkratjaldið hafi 
menn haldið að hann hafi dottið eða að gleri hafi verið kastað í hann en hann var með skurði út um allt andlit. 

Áverkarnir séu án vafa eftir árásMóðir 19 ára mannsins segir að læknar á bráðamóttöku Landspítala hafi sagt að sjá mætti á áverkunum að þeir væru án nokkurs vafa eftir árás.

Ég er búinn að sjá myndir og þetta er ekki fallegt.  Okkur þykir þetta afskaplega leitt. Við viðurkennum það að okkur fannst mjög leitt að heyra þetta og við viljum grípa ofbeldismennina.“ 

Blk: En ef menn eru illa áttaðir og eiga erfitt með að greina frá því sem gerðist? Foreldrarnir segja að þeir hafi báðir fengið þung höfuðhögg og að sögn móður drengsins sem skarst illa í andliti sögðu læknar á bráðamóttöku að sjá mætti á áverkunum að þeir væru án nokkurs vafa eftir árás.  

Karl Gauti: Já þá á að taka niður allavega nöfn og kennitölu og tala við vitni sem eru nálægt. 

Blk: En af hverju var það ekki gert?

Karl Gauti: Ég ætla ekki að láta neitt hafa eftir mér um það. Við skulum fyrst fá vitneskju um það hvað gerðist nákvæmlega. 

Blk: Ber lækni skylda til að tilkynna lögreglu ef grunur leikur á að sjúklingur hafi orðið fyrir líkamsárás? 

Karl Gauti: Nei ég held að það sé ekki augljóst. Fer eftir því hvernig áverkar koma. En við erum að rannsaka þetta mál og ég get ekki tjáð mig meira um það. Við fengum hins vegar sannarlega að vita af því seinna hjá yfirstjórninni en mér skilst að aðilinn hafi ekki tjáð sig um þetta og að það hafi verið talið að hann hafi dottið eða hafi verið kastað í hann flösku úr skaranum.

Blk: En það þurfti að sauma 40 spor í andlitið á honum. 

Karl Gauti: Já við vitum af þessu og erum að kanna þetta og erum að vinna fyrir þetta fólk. Við erum búin að bjóða þessu fólki að koma til Eyja í kæruskýrslu, að minnsta kosti öðrum aðilanum en við erum að reyna að gera okkar besta að hafa upp á myndefni til að finna árásaraðilann og vitnum.

Blk: Telurðu að það hafi verið næg gæsla og að heilbrigðisþjónustan hafi verið nægilega vel mönnuð á svæðinu? 

Karl Gauti: Það var alltaf einn læknir og tveir hjúkrunarfræðingar í sjúkratjaldinu og svo var sjúkrahúsið með viðbragð. En í tilefni af þessum tveimur atvikum þurfum við að fara yfir feril slíkra mála með heilbrigðisstarfsfólki í dalnum þannig að öll vitneskja um alvarlegar líkamsárásir berist til réttra aðila.

 Á ofbeldismaður að ganga laus í dalnum í tvo sólarhringa?“  

Foreldrar ungu mannanna segja að það hafi þurft að ganga eftir því dögum saman að flýta kærumóttöku.

Faðirinn segir að á meðan sonur hans og kærastan hans hafi verið á bráðamóttökunni í Reykjavík á sunnudagskvöldinu hafi þau reynt að hringja í lögregluna í Vestmannaeyjum en að á heimasíðu hennar hafi komið fram að þar yrði opnað á mánudagsmorgninum klukkan átta. Rétt fyrir miðnætti á sunnudeginum segist faðirinn hafa farið beint af bráðamóttökunni á lögreglustöðina Hverfisgötu til að athuga hvort hægt væri að leggja fram kæru. Hann hafi komist þar inn í anddyri í vesturenda stöðvarinnar en allt hafi verið læst. Ég hringi þar dyrabjöllu en enginn svarar.“ Þá hafi hann hringt í 1 1 2 og verið gefið samband við fjarskiptastöð. „Þar er mér sagt að það sé bara hægt að hringja í 444-1000 á þriðjudagsmorgninum klukkan átta og biðja um viðtalstíma. „Á ofbeldismaðurinn að ganga laus í dalnum í tvo sólarhringa?“ spurði ég þá.“  

Hann segist hafa fengið sama svar, að hringja á þriðjudag. Þá hafi vinur sonar hans farið á lögreglustöðina í Eyjum í hádeginu á mánudeginum til að tilkynna árásina en að svo virðist sem hún hafi ekki verið skráð heldur þá. Maður spyr sig hvort lögreglan á Heimaey hefði ekki átt að sýna þessu aðeins meiri áhuga. Þó væri ekki nema skýrslutaka næsta morgun. Vitandi að það sé laus ofbeldismaður á svæðinu.“ 

Faðirinn er mjög ósáttur við þessi vinnubrögð, segist alltaf hafa borið virðingu fyrir störfum lögreglu þar starfi upp til hópa gott fólk sem sinni erfiðum verkefnum en hann sé mjög hugsi yfir því hve erfitt hafi verið að leggja fram kæru.

„Í tilefni af þessum tveimur atvikum þurfum við að fara yfir feril slíkra mála“
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum
segir að farið verði yfir feril mála með heilbrigðisstarfsfólki í dalnum þannig að öll vitneskja um alvarlegar líkamsárásir berist til réttra aðila

Sem fyrr segir sagði Karl Gauti lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í frétt á Vísi sem birt var rétt fyrir klukkan tvö mánudaginn 5. september að engar líkamsárásir hafi verið kærðar. Faðir mannsins sem var ráðist á segir að það sé ekki að furða að engar líkamsárásir voru kærðar þegar ekki er boðið upp á að kæra.“ 

Skýrslutaka hafi fyrst átt að fara fram mánuði eftir árásirnar 

Það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir að Þjóðhátíð lauk sem ungu mennirnir fengu tíma í kærumóttöku, segja foreldrarnir.  

Þeir fengu tíma í kærumóttöku 4. og 5. september, einum mánuði eftir að árásirnar voru framdar. Vitni verða óáreiðanlegri eftir því sem líður lengra frá atburði og slík málsmeðferð hefði skaðað rannsóknarhagsmuni málanna,“ segir móðir yngri mannsins.

Spurður um þetta segir Karl Gauti að hann tjái sig ekki um verklag annarra embætta.   

En ég er búin að gefa fyrirmæli hér um að bjóða báðum aðilum til Eyja og þá getum við tekið við kæru strax. Við erum allir af vilja gerðir að taka á móti kæru og upplýsingum um þetta þannig að rannsóknin geti verið eins árangursrík og unnt er. Það er alltaf leiðinlegt þegar fólk slasast svona illa. Við reynum okkar besta til að stemma stigu við ofbeldi á hátíðinni.

Lögregla hafi nú áttað sig á alvarleika árásarinnar

Foreldrarnir staðfesta við Heimildina að síðastliðinn þriðjudag, rúmri viku eftir Þjóðhátíð lauk hafi þeim með tölvupósti frá lögregluembættinu í Eyjum verið boðið að koma þangað í skýrslutöku. 

Móðirin segir að skriður hafi ekki komist á málin fyrr en eftir mikla eftirfylgni hennar og þegar lögreglumenn hafi áttað sig á alvarleika árásarinnar. Þegar lögregla var búin að fá atvikalýsingu var hún sammála um að hraða þyrfti málsmeðferðinni og skýrslutökum var þá flýtt,“  segir hún og bætir við að nú sé mál sonar hennar loks komið í eðlilegt ferli, honum hafi meðal annars verið tilnefndur réttargæslumaður. 

Hún segir mikilvægt að velta við öllum steinum. Verkferla vegna Þjóðhátíðar verði greinilega að bæta þannig að gestir hátíðarinnar geti í framtíðinni treyst því að gæsla sé vel mönnuð sem og sjúkratjaldið og að lögregla bregðist strax við og skrái alvarleg atvik. Hún hefur sent dómsmálaráðherra bréf og óskað eftir því að fá að hitta hana til að ræða þessi mál. Hún segist ekki enn vera búin að fá svar en að hún vonist eftir góðu samtali við ráðherrra sem og aðra sem komi að umgjörð Þjóðhátíðar.

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Samkvæmt greininni vissi lögreglan af þessum atvikum. Þađ var einusinni til brandari sem lýsti ráđningu hjá lögreglu, sem sagt, kveikt er á kerti sem sett er á hægri öxl þess sem á ađ ráđa, þá er blásiđ í vinstra eyrađ, ef slöknar á kertinu er viđkomandi ráđinn. Hver blés í vinstra eyra KGH ?
    1
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Banna þessa helvítis brennivínshátíð ef þeir geta ekki tryggt öryggi fólks þarna
    3
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er greinilega þegjandi samkomulag milli svokallaðra viðbragðsaðila að gera ekkert sem gæti styggt gæsina sem verpir gulleggjunum. Sjálfur lögregustjórinn kom í fjölmiðla og sagði að ekkert markvert hefði skeð.
    4
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Og enn einu sinni fáum við í andlitið sígildan frasa dómsmálaráðherra, "Við tjáum okkur ekki um einstök mál".
    3
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Nýjustu fréttir af þessu máli að ,,opinbera " kerfið á Suðurlandi segir ekkert skrítið við neitt ?
    3
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Það á ekki að kalla þetta ,, líkamsárás" þar sem lögreggluembættum ber að skrá árásir á höfuð og eða nýrnasvæði sem ,, tilraun til manndráps". Hef persónulega reynslu af svona máli,. Vildi bara benda á þetta þar sem kerfið virkar mun hraðar ef atvikið er rétt skráð í lögreggluskyrslu.
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þvílík ómenning! Þessar útihátíðar eru peningaplokk ekkert annað, ungmennin eru í stórhættu! Svo er reynt að þagga niður í þeim sem eru sárir til að skemma ekki "stemninguna".
    8
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvenær ætlar lögreglan í Vestmannaeyjum að viðurkenna að þeir nenna ekki að sinna gestum á þjóðhátíð ?

    ,,Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir að kannað verði „hvort einhverjir lögreglumenn hafi fengi vitneskju um þetta og hverslags vitneskju.“

    Fólk er stórslaslað og þarf í aðgerð á andliti og lögregla veit ekkert ?
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ragnhildur Helgadóttir
2
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
5
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Ragnhildur Helgadóttir
7
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
8
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár