Jöklar á Íslandi hafa rýrnað um 20 prósent frá lokum 19. aldar og svo getur farið að rýrnunin nái yfir 50 prósent ef ekki verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hættan á náttúruhamförum eins og eldgosum, skriðuföllum, flóðum og jökulhlaupum eykst eftir því sem jöklarnir rýrna.
Sem dæmi tapaði Vatnajökull 13 prósent af flatarmáli sínu á tímabilinu 1890 til 2022, aðrir stórir jöklar frá 20 til 50 prósent en minni jöklar allt að 80 prósent.
Hins vegar hefur hægst á rýrnuninni undanfarinn áratug og sú þróun gæti haldið áfram næstu áratugi. „Blái bletturinn“ sunnan af Íslandi, kalda hafsvæðið sem kólnað gæti jafnvel enn frekar ef dregur úr styrk hafstrauma í Norður-Atlantshafi, gæti valdið því að Ísland kólni frekar en hitni næstu áratugi. Sýna loftslagslíkön að rýrnun jökla minnki fram á miðja öld en hefjist svo jafnvel aftur upp …
Athugasemdir