Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
Líkur á að eldgos byrji eftir tvo til þrjá daga Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur segir að magnið sem hefur safnast fyrir af kviku sé að nálgast það sem var fyrir síðasta gos. Ef fram haldi sem horfi séu tveir til þrír dagar í að þakið opnist og eldgos byrji. Mynd: Heimildin / Golli

Eftir þrjá daga, eða þann 10. ágúst, verður það magn sem hefur safnast fyrir af kviku orðið jafn mikið og síðast þegar gaus á Reykjanesi. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur segir að nú séu því yfirgnæfandi líkur á að það byrji að gjósa á allra næstu dögum.  

„Magnið sem hefur safnast fyrir af kviku er að nálgast það sem var fyrir síðasta gos. Ef fram heldur sem horfir eru tveir til þrír dagar í að það nái sömu mörkum og í síðasta gosi. Þetta gæti þýtt að það byrji að gjósa 10. ágúst,“ segir Þorvaldur í samtali við Heimildina. 

Komið að þolmörkum

En svo gæti gosið fyrr, segir hann, eins og sérfræðingar á Veðurstofunni hafi bent á. Það er hægt að búast við gosi á hverri stundu, í raun og veru.“  Hins vegar sé það svo að ef það dragist meira á langinn aukist líkur á öflugra gosi. Því þá er búin að byggjast upp meiri þrýstingur í hólfinu en verið hefur áður. Þá er hólfið að stækka líka en hingað til hefur það ekki getað tekið meira en 20 milljón rúmmetra og þegar það er komið á þann stað er það komið að þolmörkum. Þá hefur þakið yfirleitt rofnað og kvikan farið til yfirborðs þannig að ef það fer eitthvað fram yfir þetta má búast við öflugra gosi en við höfum séð, að minnsta kosti í byrjun,“ segir Þorvaldur.

„Að mínu viti eru engar líkur á að gos komi upp og byrji innan Grindavíkur“
Þorvaldur Þórðarson
eldfjallafræðingur

Hann segir að ef ekki byrjar að gjósa fyrr en eftir eina til þrjár vikur gætum við verið að fá eitthvað nýtt, aðra mynd sem gæti orðið erfiðari fyrir okkur.“ Byrjun gossins yrði þá öflugri, hraunflæði myndi vera meira. Þá er erfitt að segja hvað gerist. En ég ítreka að yfirgnæfandi líkur eru á að það gjósi á allra næstu dögum og þá verður þetta endurtekið efni. Þá mun það byrja með látum í einn, tvo eða þrjá tíma og svo dettur það að mestu niður. 

Engar líkur séu á að gos komi upp innan Grindavíkur

Þorvaldur segir það muni að öllum líkindum gjósa á sömu slóðum og undanfarið. Að mínu viti eru engar líkur á að gos komi upp og byrji innan Grindavíkur. Hraun getur auðvitað flætt þangað niður eftir. Hraunkvika getur líka flætt eftir sprungum eða gömlum hraunhellum í áttina að Grindavík og komið upp í grennd við bæinn eða inni í bænum eins og gerðist 14. janúar.

Af hverju ætti það að fara að breyta út af venju?Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur segir að gosin hafi, með einni undantekningu, hagað sér með sama hætti og ekkert bendi til að breyting verði þar á í þetta sinn.

Það gæti endurtekið sig en ég held að það séu engar líkur á því að það komi upp kvika beint undir Grindavík,“ segir hann og bætir við að ef horft sé til framvindu eldgosa á Reykjanesi í þessari hrynu hafi öll gosin byrjað á svipuðum slóðum  að gosinu 14. janúar undanskildu.  Veikleikinn í þakinu á henni virðist vera að austanverðu, það opnast og þá fer kvikan bara beint upp og í gíga sem byrja að gjósa. Síðan opnast þetta eins og blævængur til norðurs og suðurs.

„Það er búið að koma sér í ákveðinn farveg og vill halda sig í honum“
Þorvaldur Þórðarson
eldfjallafræðingur

Eina spurningin sé hversu langt suður og norður hún muni ná. Hún hefur auðveldlega farið að Sundhnúk sjálfum. Í stöku tilfellum hefur hún farið lengra, austan við Hagafellið en hún virðist eiga erfitt með að komast mikið sunnar. Það virðist vera einhver fyrirstaða þarna rétt sunnan við Hagafellið sem veldur því að gossprungur eiga erfitt með að teygja sig mikið lengra en þangað. Ég veit ekki hvað það er en þannig hafa gosin hagað sér og meðan kerfið er að haga sér nákvæmlega eins núna sé ég enga ástæðu til að þetta verði ekki eins og áður. Af hverju ætti það að fara að breyta út af venju? Það er búið að koma sér í ákveðinn farveg og vill halda sig í honum“ segir Þorvaldur.

 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár