Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Úlfar: „Við getum haft áhyggjur af innviðum“

Úlf­ar Lúð­víks­son, lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesj­um, seg­ir ástæðu til að hafa áhyggj­ur af inn­við­um ná­lægt Grinda­vík – bæn­um sjálf­um og einkum orku­ver­inu í Svartsengi. Ekk­ert er hægt að gera ann­að en að halda fólki frá og fylgj­ast með at­burð­in­um.

Úlfar: „Við getum haft áhyggjur af innviðum“

„Það er gos í gangi og við getum haft áhyggjur af innviðum,“ þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, spurður út í stöðuna á gosinu sem hófst fyrr í dag. Inntur eftir því hvaða innviði hann eigi við sérstaklega nefnir Úlfar orkuverið inni í Svartsengi.

Hvernig metið þið líkurnar á því að virknin færist inn í Svartsengi?

„Krafturinn í þessu gosi er meiri en í undanförnum gosum á Sundhnúkagígaröðinni. Það er meira hraun að koma upp úr jörðinni og það rennur hratt yfir og nálgast okkar helstu innviði. Hraunið hefur runnið yfir Grindavíkurveg fyrir ofan bæinn og hraun skríður fram með ákveðnum hraða. Þannig að við auðvitað höfum áhyggjur af innviðum á svæðinu,“ segir Úlfar.

Hann vildi þó ekki tjá sig um hve langt gæti verið í það að hraunflæðið næði innviðum. 

Ekkert hægt að gera til að stöðva flæðið

Nú fyrir skemmstu var greint frá því að hraunið rynni að stofnlögnum fyrir bæði heitt vatn og rafmagn við Grindavík. Úlfar segist ekki vita stöðuna á því einmitt núna en viðurkenndi að auðvitað væri ekki gott ef slíkar leiðslur færu í sundur.

Spurður út í það hvort hann hefði áhyggjur af því að hraunið rynni til Grindavíkur sagði hann: „Við getum haft áhyggjur af því.“

Er eitthvað sem þið getið gert til að stöðva þetta?

„Ekki í augnablikinu, nei,“ segir Úlfar. Nú væru viðbragðsaðilar að sjá um að halda fólki frá og fylgjast með atburðunum. Búið væri að rýma svæðið.

Á svipuðum slóðum og fyrra gos

Nú þegar hefur eldgosið, sem hófst um hádegisbil í dag, runnið yfir Grindavíkurveg. Gossprungan er samkvæmt vef Veðurstofu Íslands 3,4 kílómetrar á lengd og er útstreymishraði hrauns áætlaður 1500-2000 rúmmetrar á sekúndu. 

Hraun er komið að varnargörðum vestan við Grindavík, en gossprunan er á svipuðum slóðum og sú sem opnaðist í mars. Neyðarstigi var lýst yfir fyrr í dag.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár