Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Þær ljósmyndir sem birtust með greininni sýndu því miður ekki slíkar aðstæður“

„Ráð­herra tel­ur af­ar mik­il­vægt að fólk búi við við­un­andi hús­næð­is­að­stæð­ur. Þær ljós­mynd­ir sem birt­ust með grein­inni sýndu því mið­ur ekki slík­ar að­stæð­ur,“ seg­ir í svari frá fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu þar sem ósk­að var eft­ir við­brögð­um ráð­herra við hvernig að­bún­að­ur fólks sem bjó á áfanga­heim­il­um Betra lífs hef­ur ver­ið, í kjöl­far um­fjöll­un­ar Heim­ild­ar­inn­ar. Vinna stend­ur yf­ir í ráðu­neyt­inu við að kort­leggja hvaða vel­ferð­ar- og fé­lags­leg þjón­usta ætti að vera háð rekstr­ar­leyfi og eft­ir­liti.

„Þær ljósmyndir sem birtust með greininni sýndu því miður ekki slíkar aðstæður“
Betra líf Herbergi eins íbúans á áfangaheimili Betra lífs á Kópavogsbraut 69. Íbúar greiddu á bilinu 140-160 þúsund krónur fyrir herbergið, í reiðufé til forstöðumannsins. Mynd: Golli

 „Ráðherra þykir mikilvægt að setja reglur um rekstur og eftirlit með áfangaheimilum.“ Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar í tengslum við umfjöllun um áfangaheimili Betra lífs. Í gildandi lagaumhverfi er ekki kveðið á um leyfisskyldu eða eftirlit með rekstri og umsjón áfangaheimila. Þá er ekki heldur skýr skilgreining á því í lögum hvað áfangaheimili sé. 

Heimildin greindi frá því að nokkrir einstaklingar greiddu 140-160 þúsund krónur hver í reiðufé fyrir herbergi á áfangaheimili Betra lífs á Kópavogsbraut 69. Húsið var í niðurníðslu og engar brunavarnir til staðar. Þrátt fyrir að vera með leigusamning fengu íbúar, sem áttu ekki í önnur hús að venda, fimm daga til að flytja út þegar húsið var rifið. Sylwia Burzykowska neyddist til að flytja af Kópavogsbrautinni í tjald og þeir Baldur Sigurðarson og Sigfús Bergmann Svavarsson fluttu …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brostnar vonir á Betra lífi

Brugðust ekki við ábendingum um „ógeðslegar“ aðstæður
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Brugð­ust ekki við ábend­ing­um um „ógeðs­leg­ar“ að­stæð­ur

Árni Dav­íðs­son, deild­ar­stjóri holl­ustu­eft­ir­lits hjá sam­eig­in­legu Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, seg­ir kall­að verði eft­ir breyt­ingu á lög­um til að bæta áfanga­heim­il­um á lista yf­ir eft­ir­lits-og starfs­leyf­is­skylda starf­semi. Auk þess mun eft­ir­lit­ið kalla eft­ir skýr­ari leið­bein­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un er varð­ar að­komu eft­ir­lits­ins að íbúð­ar­hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár