Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Smásölurisi hagnast um tæpan milljarð á ársfjórðungi

Festi, fé­lag­ið sem rek­ur Krón­una, N1 og El­ko, spá­ir 800 millj­ón króna hærri af­komu á ár­inu eft­ir kaup á Lyfju fyr­ir 7,1 millj­arð króna.

Smásölurisi hagnast um tæpan milljarð á ársfjórðungi
Krónan Verslunin, sem Festi rekur, er með 38 prósenta markaðshlutdeild samkvæmt Gallup. Mynd: Davíð Þór

Festi, móðurfélag Krónunnar, N1, Elko og Lyfju, hagnaðist um 953 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Jókst hagnaðurinn um 215 milljónir miðað við sama ársfjórðung í fyrra.

Þetta kom fram í uppgjörstilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í gær. Rekstrarhagnaður Festi fyrir afskriftir (EBITDA) á ársfjórðungnum nam 2,9 milljörðum króna og jókst um 13,8 prósent á milli ára. Þá er EBITDA-afkomuspá félagsins hækkuð um 800 milljónir á árinu vegna kaupa félagsins á Lyfju.

Félagið gekk frá kaupunum í júlí með rúmlega 5 milljarða króna greiðslu auk hlutafjár. Alls nam kaupverðið um 7,1 milljarða króna. Býst félagið við að sameiningin muni skila 2-400 milljónum króna vegna samlegðaráhrifa í rekstri.

Krónan aldrei stærri á matvörumarkaði

Krónan hefur aldrei haft stærri markaðshlutdeild, að því fram kemur í tilkynningunni, og mælist hún nú 38 prósent samkvæmt Gallup. Jókst hagnaður Krónunnar á öðrum ársfjórðungi um þriðjung á milli ára og nam alls 553 milljónum króna.

Innlend kortavelta hjá Festi jókst um 8 prósent á milli ára en erlend kortavelta dróst saman um 3,3 prósent. Þróun ferðaþjónustunnar er einn af þeim óvissuþáttum sem nefndur er í tilkynningunni.

Fjöldi bensínlítra sem olíufélag Festi, N1, seldi hefur einnig aukist um 2,7 prósent á milli ára. N1 hagnaðist um 220 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi, sem nemur 141 prósent hækkun frá sama ársfjórðungi árið 2023. Ýmir Örn Finnbogason lét nýverið af störfum sem forstjóri N1 og segir í tilkynningunni að auglýst verði eftir nýjum forstjóra til að taka við í haust.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VEK
    Védís Elsa Kristjánsdóttir skrifaði
    Ekki skrítið að vöruverðið hækki!
    1
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Það er ekkert verið að slá af álagningunni! Hagnaður aukist um 13.8% milli ára. Öllu velt út í verðlagið og vel það.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár