Smásölurisi hagnast um tæpan milljarð á ársfjórðungi

Festi, fé­lag­ið sem rek­ur Krón­una, N1 og El­ko, spá­ir 800 millj­ón króna hærri af­komu á ár­inu eft­ir kaup á Lyfju fyr­ir 7,1 millj­arð króna.

Smásölurisi hagnast um tæpan milljarð á ársfjórðungi
Krónan Verslunin, sem Festi rekur, er með 38 prósenta markaðshlutdeild samkvæmt Gallup. Mynd: Davíð Þór

Festi, móðurfélag Krónunnar, N1, Elko og Lyfju, hagnaðist um 953 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Jókst hagnaðurinn um 215 milljónir miðað við sama ársfjórðung í fyrra.

Þetta kom fram í uppgjörstilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í gær. Rekstrarhagnaður Festi fyrir afskriftir (EBITDA) á ársfjórðungnum nam 2,9 milljörðum króna og jókst um 13,8 prósent á milli ára. Þá er EBITDA-afkomuspá félagsins hækkuð um 800 milljónir á árinu vegna kaupa félagsins á Lyfju.

Félagið gekk frá kaupunum í júlí með rúmlega 5 milljarða króna greiðslu auk hlutafjár. Alls nam kaupverðið um 7,1 milljarða króna. Býst félagið við að sameiningin muni skila 2-400 milljónum króna vegna samlegðaráhrifa í rekstri.

Krónan aldrei stærri á matvörumarkaði

Krónan hefur aldrei haft stærri markaðshlutdeild, að því fram kemur í tilkynningunni, og mælist hún nú 38 prósent samkvæmt Gallup. Jókst hagnaður Krónunnar á öðrum ársfjórðungi um þriðjung á milli ára og nam alls 553 milljónum króna.

Innlend kortavelta hjá Festi jókst um 8 prósent á milli ára en erlend kortavelta dróst saman um 3,3 prósent. Þróun ferðaþjónustunnar er einn af þeim óvissuþáttum sem nefndur er í tilkynningunni.

Fjöldi bensínlítra sem olíufélag Festi, N1, seldi hefur einnig aukist um 2,7 prósent á milli ára. N1 hagnaðist um 220 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi, sem nemur 141 prósent hækkun frá sama ársfjórðungi árið 2023. Ýmir Örn Finnbogason lét nýverið af störfum sem forstjóri N1 og segir í tilkynningunni að auglýst verði eftir nýjum forstjóra til að taka við í haust.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VEK
    Védís Elsa Kristjánsdóttir skrifaði
    Ekki skrítið að vöruverðið hækki!
    1
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Það er ekkert verið að slá af álagningunni! Hagnaður aukist um 13.8% milli ára. Öllu velt út í verðlagið og vel það.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár