Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Smásölurisi hagnast um tæpan milljarð á ársfjórðungi

Festi, fé­lag­ið sem rek­ur Krón­una, N1 og El­ko, spá­ir 800 millj­ón króna hærri af­komu á ár­inu eft­ir kaup á Lyfju fyr­ir 7,1 millj­arð króna.

Smásölurisi hagnast um tæpan milljarð á ársfjórðungi
Krónan Verslunin, sem Festi rekur, er með 38 prósenta markaðshlutdeild samkvæmt Gallup. Mynd: Davíð Þór

Festi, móðurfélag Krónunnar, N1, Elko og Lyfju, hagnaðist um 953 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Jókst hagnaðurinn um 215 milljónir miðað við sama ársfjórðung í fyrra.

Þetta kom fram í uppgjörstilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í gær. Rekstrarhagnaður Festi fyrir afskriftir (EBITDA) á ársfjórðungnum nam 2,9 milljörðum króna og jókst um 13,8 prósent á milli ára. Þá er EBITDA-afkomuspá félagsins hækkuð um 800 milljónir á árinu vegna kaupa félagsins á Lyfju.

Félagið gekk frá kaupunum í júlí með rúmlega 5 milljarða króna greiðslu auk hlutafjár. Alls nam kaupverðið um 7,1 milljarða króna. Býst félagið við að sameiningin muni skila 2-400 milljónum króna vegna samlegðaráhrifa í rekstri.

Krónan aldrei stærri á matvörumarkaði

Krónan hefur aldrei haft stærri markaðshlutdeild, að því fram kemur í tilkynningunni, og mælist hún nú 38 prósent samkvæmt Gallup. Jókst hagnaður Krónunnar á öðrum ársfjórðungi um þriðjung á milli ára og nam alls 553 milljónum króna.

Innlend kortavelta hjá Festi jókst um 8 prósent á milli ára en erlend kortavelta dróst saman um 3,3 prósent. Þróun ferðaþjónustunnar er einn af þeim óvissuþáttum sem nefndur er í tilkynningunni.

Fjöldi bensínlítra sem olíufélag Festi, N1, seldi hefur einnig aukist um 2,7 prósent á milli ára. N1 hagnaðist um 220 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi, sem nemur 141 prósent hækkun frá sama ársfjórðungi árið 2023. Ýmir Örn Finnbogason lét nýverið af störfum sem forstjóri N1 og segir í tilkynningunni að auglýst verði eftir nýjum forstjóra til að taka við í haust.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VEK
    Védís Elsa Kristjánsdóttir skrifaði
    Ekki skrítið að vöruverðið hækki!
    1
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Það er ekkert verið að slá af álagningunni! Hagnaður aukist um 13.8% milli ára. Öllu velt út í verðlagið og vel það.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár