Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Virkjunin sem enginn vill á leið í nýtingarflokk

Skógi­vax­inn dal­ur og ósnort­in víð­erni yrðu fyr­ir áhrif­um áform­aðr­ar Tröllár­virkj­un­ar á Vest­fjörð­um. Verk­efn­is­stjórn legg­ur til að kost­ur­inn fari í nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar en land­eig­end­ur segja nei takk. Virkj­un­ar­að­il­inn er ekk­ert sér­stak­lega spennt­ur held­ur og vill frek­ar horfa til ann­ars dals í ná­grenn­inu.

Virkjunin sem enginn vill á leið í nýtingarflokk
Skógivaxinn dalur Vattardalur í Vattarfirði er vaxinn birki- og reyniskógi. Innst í þessum þrönga dal er áformað að reisa stöðvarhús Tröllárvirkjunar. Mynd: Nanna Jónsdóttir

Þegar Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri hafði samband við fulltrúa Reykhólahrepps í þeim tilgangi að meta samfélagsleg áhrif fyrirhugaðrar Tröllárvirkjunar komu þeir af fjöllum enda enga vitneskju haft um áformin. Nær ekkert samráð hefur verið haft við eigendur lands sem virkjunin myndi standa á og eru þeir reyndar alfarið á móti byggingu hennar. Orkubú Vestfjarða, sem setti virkjunarhugmyndina fram, er svo sjálft ekkert sérstaklega spennt fyrir henni.

En engu að síður hefur hún ratað af teikniborði ríkisfyrirtækisins Orkubús Vestfjarða til umfjöllunar verkefnisstjórnar rammaáætlunar sem nú hefur lagt til að hún fari í nýtingarflokk. Við teljum að Vatnsdalsvirkjun sé mun hagkvæmari kostur en Tröllárvirkun og hafi talsvert minni umhverfisáhrif,“ segir Elías Jónatansson Orkubússtjóri við Heimildina. „Þetta er náttúruparadís,“ segir Nanna Jónsdóttir landeigandi.

Vatnsdalsvirkjun er hins vegar ekki til umfjöllunar rammaáætlunar enda áhrifasvæði hennar innan friðlandsins í Vatnsfirði. Orkubúið óskaði eftir því …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Til hvers á að fórna fögru umhverfi til að framleiða rafmagn? Þegar betur er að gáð fer töluvert meira rafmagn til einkennilegrar starfsemi hér á landi en til allra heimila landsmanna. Þarna er um að ræða sérstaka starfsemi sem fólgin er í því að grafa einhver huglæg verðmæti sem nefnist Bitcoin sem mun vera nokkurn veginn nútíma glópagull.
    Þessi starfsemi byggir upp á blekkingu sem gengur út á að eftirspurn er framkvæmd og meðan framboð er takmarkað þá er unnt að halda verðinu uppi meðan traust og trú ríkir á þessari blekkingu.
    Á Íslandi er framleitt meira rafmagn á hvern íbúa en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Langmest af öllu þessu rafmagni fer í stóriðjuna sem að meira og minna leyti tengist hergagnaframleiðslu. Þannig er t.d. Alkóa á Austurlandi sem er nátengd bandarískri hergagnaframleiðslu. Þessi staðreynd ætti að vera tilefni til alvarlegrar hugsunar hjá okkur öllum. Er verið að gera okkur að fíflum?
    Við viljum sýna öðrum að við séum friðelskandi þjóð og viljum efla heimsfriðinn. En eigum við jafnframt að gefa hergagnaframeliðendum tækifæri að vinna hráefni fyrir vafasama iðju sína?
    Fegurð íslenskrar náttúru á ekki að vera nýtt til að framleiða meira af hergögnum til að efla ófrið í heiminum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Friðlandið í Vatnsfirði

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár