Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Virkjunin sem enginn vill á leið í nýtingarflokk

Skógi­vax­inn dal­ur og ósnort­in víð­erni yrðu fyr­ir áhrif­um áform­aðr­ar Tröllár­virkj­un­ar á Vest­fjörð­um. Verk­efn­is­stjórn legg­ur til að kost­ur­inn fari í nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar en land­eig­end­ur segja nei takk. Virkj­un­ar­að­il­inn er ekk­ert sér­stak­lega spennt­ur held­ur og vill frek­ar horfa til ann­ars dals í ná­grenn­inu.

Virkjunin sem enginn vill á leið í nýtingarflokk
Skógivaxinn dalur Vattardalur í Vattarfirði er vaxinn birki- og reyniskógi. Innst í þessum þrönga dal er áformað að reisa stöðvarhús Tröllárvirkjunar. Mynd: Nanna Jónsdóttir

Þegar Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri hafði samband við fulltrúa Reykhólahrepps í þeim tilgangi að meta samfélagsleg áhrif fyrirhugaðrar Tröllárvirkjunar komu þeir af fjöllum enda enga vitneskju haft um áformin. Nær ekkert samráð hefur verið haft við eigendur lands sem virkjunin myndi standa á og eru þeir reyndar alfarið á móti byggingu hennar. Orkubú Vestfjarða, sem setti virkjunarhugmyndina fram, er svo sjálft ekkert sérstaklega spennt fyrir henni.

En engu að síður hefur hún ratað af teikniborði ríkisfyrirtækisins Orkubús Vestfjarða til umfjöllunar verkefnisstjórnar rammaáætlunar sem nú hefur lagt til að hún fari í nýtingarflokk. Við teljum að Vatnsdalsvirkjun sé mun hagkvæmari kostur en Tröllárvirkun og hafi talsvert minni umhverfisáhrif,“ segir Elías Jónatansson Orkubússtjóri við Heimildina. „Þetta er náttúruparadís,“ segir Nanna Jónsdóttir landeigandi.

Vatnsdalsvirkjun er hins vegar ekki til umfjöllunar rammaáætlunar enda áhrifasvæði hennar innan friðlandsins í Vatnsfirði. Orkubúið óskaði eftir því …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Til hvers á að fórna fögru umhverfi til að framleiða rafmagn? Þegar betur er að gáð fer töluvert meira rafmagn til einkennilegrar starfsemi hér á landi en til allra heimila landsmanna. Þarna er um að ræða sérstaka starfsemi sem fólgin er í því að grafa einhver huglæg verðmæti sem nefnist Bitcoin sem mun vera nokkurn veginn nútíma glópagull.
    Þessi starfsemi byggir upp á blekkingu sem gengur út á að eftirspurn er framkvæmd og meðan framboð er takmarkað þá er unnt að halda verðinu uppi meðan traust og trú ríkir á þessari blekkingu.
    Á Íslandi er framleitt meira rafmagn á hvern íbúa en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Langmest af öllu þessu rafmagni fer í stóriðjuna sem að meira og minna leyti tengist hergagnaframleiðslu. Þannig er t.d. Alkóa á Austurlandi sem er nátengd bandarískri hergagnaframleiðslu. Þessi staðreynd ætti að vera tilefni til alvarlegrar hugsunar hjá okkur öllum. Er verið að gera okkur að fíflum?
    Við viljum sýna öðrum að við séum friðelskandi þjóð og viljum efla heimsfriðinn. En eigum við jafnframt að gefa hergagnaframeliðendum tækifæri að vinna hráefni fyrir vafasama iðju sína?
    Fegurð íslenskrar náttúru á ekki að vera nýtt til að framleiða meira af hergögnum til að efla ófrið í heiminum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Friðlandið í Vatnsfirði

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu