Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Hrópað á skipuleggjendur Druslugöngunnar

Druslu­gang­an fer fram í tólfta sinn á laug­ar­dag en skipu­leggj­andi seg­ist skynja bak­slag í sam­fé­lag­inu. Nei­kvæð komm­ent á sam­fé­lags­miðl­um og ógn­andi sam­skipti séu til marks um það.

Hrópað á skipuleggjendur Druslugöngunnar
Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skipuleggjandi Druslugöngunnar segir mikilvægt að halda áfram þegar málstaðurinn er ekki í tísku. Mynd: Anoop A Nair

„Við erum að reyna að höfða til grunngilda Druslugöngunnar því við finnum aðeins meira bakslag en í fyrra og í hitteðfyrra,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein skipuleggjenda Druslugöngunnar.

„Það er meira um neikvæð viðbrögð við því sem við erum að gera. Venjulega hefur þetta verið mjög skemmtilegt og við fundið stuðning úr öllum áttum en við erum búin að finna fyrir aðeins meiri mótstöðu í ár.“

Druslugangan verður haldin í tólfta sinn í Reykjavík á laugardag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á Austurvöll þar sem samstöðufundur með ræðuhöldum og lifandi tónlist fer fram.

Aðspurð um hvernig þetta mótlæti hafi lýst sér segir hún frá nýlegu atviki þar sem teymi Druslugöngunnar kynnti viðburðinn á göngum Kringlunnar. „Maður á þrítugsaldri vatt sér upp að einni í skipulagsteyminu, sem er kona á miðjum aldri, og hreytti framan í hana að hún gæti troðið dreifiblaðinu okkar upp í rassgatið á sér, alveg brjálaður,“ segir Lísa Margrét. „Ég hef aldrei lent í þannig áður. Við höfum smá áhyggjur af bakslagi meðal yngra fólks og erum búin að búa til TikTok reikning til að höfða til þeirra. Þar er búið að vera mikið um neikvæð komment.“

„Við höfum smá áhyggjur af bakslagi meðal yngra fólks“

Hún segir það til marks um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni. „Meira að segja eitt kommentið var „klæðið ykkur sómasamlega, það ber vitni um sjálfsvirðingu“,“ segir hún. „Gangan byrjaði árið 2011 þegar lögreglumaður í Toronto sagði konum að klæða sig ekki eins og druslur svo þeim yrði ekki nauðgað. Og núna 2024 er þetta aftur orðin staðan þrátt fyrir mikla vitundarvakningu á Íslandi undanfarin ár.“

Dagur samstöðu þolenda

Lísa Margrét segir grunngildi göngunnar snúa að því að neita að samþykkja nauðgunarmenningu og háa tíðni kynferðisbrota í samfélaginu sem eðlilegan hluta samfélagsins. „Okkur finnst aldrei mikilvægara að ganga en þegar þetta er minna í tísku eða verið er að hrópa ókvæðisorð að okkur eða senda okkur ljót skilaboð og segja okkur að þegja,“ segir hún. „Þá finnst okkur enn mikilvægara að hafa hærra.“

„Okkur finnst aldrei mikilvægara að ganga en þegar þetta er minna í tísku“

Gangan er vettvangur fyrir þolendur kynferðisofbeldis og þau sem styðja vilji við málstað þeirra til að finna samstöðu, útskýrir Lísa Margrét. „Við tókum könnun eftir gönguna í fyrra um hvað Druslugangan þýddi fyrir fólki og það var yfirþyrmandi þetta svar; að þetta sé eini dagur ársins þar sem fólk veit að því er trúað, það finnst það ekki einmana og getur skilað skömminni.“

Í vikunni verða haldnir ýmsir viðburðir til upphitunar og fjáröflunar fyrir gönguna. Bingókvöld Druslugöngunnar fer fram á Loft kl. 20 í kvöld og á fimmtudag kl. 20 er Peppkvöld á Lemmy í Austurstræti.

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár