Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hrópað á skipuleggjendur Druslugöngunnar

Druslu­gang­an fer fram í tólfta sinn á laug­ar­dag en skipu­leggj­andi seg­ist skynja bak­slag í sam­fé­lag­inu. Nei­kvæð komm­ent á sam­fé­lags­miðl­um og ógn­andi sam­skipti séu til marks um það.

Hrópað á skipuleggjendur Druslugöngunnar
Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skipuleggjandi Druslugöngunnar segir mikilvægt að halda áfram þegar málstaðurinn er ekki í tísku. Mynd: Anoop A Nair

„Við erum að reyna að höfða til grunngilda Druslugöngunnar því við finnum aðeins meira bakslag en í fyrra og í hitteðfyrra,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein skipuleggjenda Druslugöngunnar.

„Það er meira um neikvæð viðbrögð við því sem við erum að gera. Venjulega hefur þetta verið mjög skemmtilegt og við fundið stuðning úr öllum áttum en við erum búin að finna fyrir aðeins meiri mótstöðu í ár.“

Druslugangan verður haldin í tólfta sinn í Reykjavík á laugardag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á Austurvöll þar sem samstöðufundur með ræðuhöldum og lifandi tónlist fer fram.

Aðspurð um hvernig þetta mótlæti hafi lýst sér segir hún frá nýlegu atviki þar sem teymi Druslugöngunnar kynnti viðburðinn á göngum Kringlunnar. „Maður á þrítugsaldri vatt sér upp að einni í skipulagsteyminu, sem er kona á miðjum aldri, og hreytti framan í hana að hún gæti troðið dreifiblaðinu okkar upp í rassgatið á sér, alveg brjálaður,“ segir Lísa Margrét. „Ég hef aldrei lent í þannig áður. Við höfum smá áhyggjur af bakslagi meðal yngra fólks og erum búin að búa til TikTok reikning til að höfða til þeirra. Þar er búið að vera mikið um neikvæð komment.“

„Við höfum smá áhyggjur af bakslagi meðal yngra fólks“

Hún segir það til marks um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni. „Meira að segja eitt kommentið var „klæðið ykkur sómasamlega, það ber vitni um sjálfsvirðingu“,“ segir hún. „Gangan byrjaði árið 2011 þegar lögreglumaður í Toronto sagði konum að klæða sig ekki eins og druslur svo þeim yrði ekki nauðgað. Og núna 2024 er þetta aftur orðin staðan þrátt fyrir mikla vitundarvakningu á Íslandi undanfarin ár.“

Dagur samstöðu þolenda

Lísa Margrét segir grunngildi göngunnar snúa að því að neita að samþykkja nauðgunarmenningu og háa tíðni kynferðisbrota í samfélaginu sem eðlilegan hluta samfélagsins. „Okkur finnst aldrei mikilvægara að ganga en þegar þetta er minna í tísku eða verið er að hrópa ókvæðisorð að okkur eða senda okkur ljót skilaboð og segja okkur að þegja,“ segir hún. „Þá finnst okkur enn mikilvægara að hafa hærra.“

„Okkur finnst aldrei mikilvægara að ganga en þegar þetta er minna í tísku“

Gangan er vettvangur fyrir þolendur kynferðisofbeldis og þau sem styðja vilji við málstað þeirra til að finna samstöðu, útskýrir Lísa Margrét. „Við tókum könnun eftir gönguna í fyrra um hvað Druslugangan þýddi fyrir fólki og það var yfirþyrmandi þetta svar; að þetta sé eini dagur ársins þar sem fólk veit að því er trúað, það finnst það ekki einmana og getur skilað skömminni.“

Í vikunni verða haldnir ýmsir viðburðir til upphitunar og fjáröflunar fyrir gönguna. Bingókvöld Druslugöngunnar fer fram á Loft kl. 20 í kvöld og á fimmtudag kl. 20 er Peppkvöld á Lemmy í Austurstræti.

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár