Gamla keisaranum hafði alltaf leiðst bróðursonur sinn og arftaki. Dauðleiðst hann, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hann sá enn ákaflega eftir Rudolf, einkasyni sínum, sem hafði svipt sig lífi ásamt ástkonu sinni fyrir aldarfjórðungi, en sá hörmulegi atburður hafði orðið til þess að hinn þreytandi bróðursonur var skipaður ríkisarfi og á einhvern hátt hafði gamli keisarinn enn ekki fyrirgefið honum – þótt vitaskuld hefði Franz Ferdinand ekki átt nokkra minnstu sök á harmleiknum í Mayerling 1889.
En gamli keisarinn var reyndar ekki sá eini sem lét Franz Ferdinand fara í taugarnar á sér. Hann þótti í senn stífur og hvatvís, drumbslegur og helstil treggáfaður, svo jafnvel vakti athygli í fjölskyldu eins og Habsborgaraættinni í Vín þar sem gáfur og skarpskyggni höfðu ekki sést ... lengi.
Varla bólað á slíku öldum saman.
Tvennt var það einkum sem gamli keisarinn amaðist við í fari frænda síns.
Stjórnmálaleg réttindi
Í …
Athugasemdir (2)