„Það er mjög gaman að vera hér,“ segir hin átta ára gamla Herdís Kolka Héðinsdóttir þar sem hún stendur inni í lítilli heimasmíðaðri búð sem hún rekur í Djúpavík á Ströndum.
Aðalsöluvörurnar eru steinar sem tíndir eru í fjörunum í grenndinni. Ágóðanum skiptir stúlkan bróðurlega með systur sinni, sem sér um reksturinn með henni. Ljósmyndari Heimildarinnar náði tali af Herdísi Kolku á dögunum og spurði hana út í starfsemina, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Faðir Herdísar, Héðinn Birnir Ásbjörnsson, segir í samtali við Heimildina að búðin hafi fyrst verið starfrækt fyrir 20 árum, þá af systurdóttur hans. Síðan hefur verið hefð fyrir því að börnin í fjölskyldunni sjái um búðina á sumrin. „Mín átta ára ræður þarna öllu núna,“ segir hann.
Þetta er þriðji kofinn sem hýsir búðina, smíðaður í hittiðfyrra. „Það eru gluggar í honum úr hótelinu, óriginal gluggarnir frá 1938. Það er smá saga í þessu,“ …
Athugasemdir