Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Átta ára og rekur búð í Djúpavík

Hin átta ára gamla Her­dís Kolka Héð­ins­dótt­ir starf­ræk­ir Djúpa­vík­ur­búð­ina í litl­um kofa í þorp­inu á Strönd­um. Hefð hef­ur ver­ið fyr­ir búð­inni í 20 ár, en þar eru seld­ir stein­ar.

Fyrirtæki Faðir Herdísar segir hana mikla viðskiptakonu.

„Það er mjög gaman að vera hér,“ segir hin átta ára gamla Herdís Kolka Héðinsdóttir þar sem hún stendur inni í lítilli heimasmíðaðri búð sem hún rekur í Djúpavík á Ströndum.

Aðalsöluvörurnar eru steinar sem tíndir eru í fjörunum í grenndinni. Ágóðanum skiptir stúlkan bróðurlega með systur sinni, sem sér um reksturinn með henni. Ljósmyndari Heimildarinnar náði tali af Herdísi Kolku á dögunum og spurði hana út í starfsemina, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Faðir Herdísar, Héðinn Birnir Ásbjörnsson, segir í samtali við Heimildina að búðin hafi fyrst verið starfrækt fyrir 20 árum, þá af systurdóttur hans. Síðan hefur verið hefð fyrir því að börnin í fjölskyldunni sjái um búðina á sumrin. „Mín átta ára ræður þarna öllu núna,“ segir hann.

Þetta er þriðji kofinn sem hýsir búðina, smíðaður í hittiðfyrra. „Það eru gluggar í honum úr hótelinu, óriginal gluggarnir frá 1938. Það er smá saga í þessu,“ …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár