Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Stefnir í að skattfrjáls nýting á séreignarsparnaði verði 26 milljarðar í ár

Skatt­frjáls nýt­ing á sér­eign­ar­sparn­aði til að greiða nið­ur íbúðalán á að renna út í lok árs. Hús­næð­isstuðn­ing­ur­inn, sem hef­ur kostað rík­is­sjóð á sjö­unda tug millj­arða króna af farm­tíð­ar­tekj­um, nýt­ist að­al­lega efstu tekju­hóp­um sam­fé­lags­ins.

Stefnir í að skattfrjáls nýting á séreignarsparnaði verði 26 milljarðar í ár
Ræður ríkissjóði Sigurður Ingi Jóhannsson var innviðaráðherra árum saman og fór þá með húsnæðismál í ríkisstjórninni. Hann tók við fjármála- og efnahagsráðuneytinu í vor og ber nú ábyrgð á tekjum og gjöldum ríkissjóðs. Mynd: Golli

Það stefnir í að annað árið í röð fari greiðslur vegna skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar til að greiða niður höfuðstól íbúðalána yfir 20 milljarða króna. Það gerðist fyrst í fyrra þegar alls 22,7 milljarðar króna voru greiddir inn á húsnæðislán með þessum hætti, en á fyrstu fimm mánuðum ársins í ár námu greiðslur 10,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hagvísum Seðlabanka Íslands.

Haldi sú þróun áfram út árið munu greiðslurnar í heild verða um 26 milljarðar króna á árinu 2024, sem yrði algjört metár. Það er líka síðasta árið sem þessi húsnæðisstuðningsleið verður í boði, en hún nýtist fyrst og síðast efnameiri hluta þjóðarinnar til að auka við eign sína. 

Frá því að opnað var fyrir þessa leið húsnæðisstuðnings í nóvember 2014 hafa alls 163,2 milljarðar króna ratað inn á höfuðstól lána þeirra sem hafa getað nýtt sér hann. Af þeirri upphæð hefur ríkissjóður lagt til um 61,5 milljarða króna …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Er það ekki mismunun á skattgreiðendum, skattfrír séreignasparnaður meðan eldra fólk og feira er skattpínt?
    -1
  • Christi Shoemaker skrifaði
    Byrjaðu núna að vinna þér inn laun á netinu meira en 15 þúsund evrur í hverjum mánuði. Ég hef fengið annan launaseðil minn í síðasta mánuði upp á 16.859 €. Þetta eru tekjur mínar upp á aðeins einn mánuð með því að vinna auðvelda vinnu á netinu. Égg er mjög ánægður með að hafa þetta starf núna og er fær um að búa til þúsundir í hverjum mánuði á netinu. Allir geta fengið þetta starf núna og aflað meiri tekjur á netinu með því að afrita og líma þessa vefsíðu í vafra og fylgja síðan upplýsingum til að byrja ...

    ...➥➥➥ 𝘄𝘄𝘄.𝘇𝗶𝗻𝘁𝗰𝗼𝗶𝗻.𝗰𝗼𝗺
    -1
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Hvernig er hægt að fullyrða að árið 2024 verði síðasta árið sem þessi húsnæðisstuðningsleið verður í boði? Það er ekki búið að semja fjárlög fyrir næsta ár og vel getur verið að það verði haldið áfram með þetta. Vonandi.
    -1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Samkvæmt núgildandi lögum mun gildistíma hinnar almennu heimildar til að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán ljúka um næstu áramót, að óbreyttu. Hægt er að fullyrða það því það stendur í lögunum og síðast þegar þau voru framlengd var fullyrt að það yrði í síðasta skipti. Hitt er svo annað mál að Alþingi gæti alveg skipt um skoðun og ákveðið næsta haust að framlengja þá heimild einu sinni enn, líkt og hefur áður verið gert fjórum sinnum. Það á bara alveg eftir að koma í ljós.

      Þess má svo geta að sérstök heimild fyrstu kaupenda til að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán mun að óbreyttu ekki falla úr gildi um næstu áramót, enda er hún varanleg en ekki tímabundin. Alþingi gæti reyndar alveg ákveðið að breyta þeim lögum og fella þá heimild úr gildi, en engin slík breyting hefur verið boðuð.
      2
    • SV
      Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
      Takk fyrir þetta Mummi. Það er einmitt það sem ég er að vona, þ.e. að þetta verði framlengt einu sinni enn.
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár