Það stefnir í að annað árið í röð fari greiðslur vegna skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar til að greiða niður höfuðstól íbúðalána yfir 20 milljarða króna. Það gerðist fyrst í fyrra þegar alls 22,7 milljarðar króna voru greiddir inn á húsnæðislán með þessum hætti, en á fyrstu fimm mánuðum ársins í ár námu greiðslur 10,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hagvísum Seðlabanka Íslands.
Haldi sú þróun áfram út árið munu greiðslurnar í heild verða um 26 milljarðar króna á árinu 2024, sem yrði algjört metár. Það er líka síðasta árið sem þessi húsnæðisstuðningsleið verður í boði, en hún nýtist fyrst og síðast efnameiri hluta þjóðarinnar til að auka við eign sína.
Frá því að opnað var fyrir þessa leið húsnæðisstuðnings í nóvember 2014 hafa alls 163,2 milljarðar króna ratað inn á höfuðstól lána þeirra sem hafa getað nýtt sér hann. Af þeirri upphæð hefur ríkissjóður lagt til um 61,5 milljarða króna …
...➥➥➥ 𝘄𝘄𝘄.𝘇𝗶𝗻𝘁𝗰𝗼𝗶𝗻.𝗰𝗼𝗺
Þess má svo geta að sérstök heimild fyrstu kaupenda til að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán mun að óbreyttu ekki falla úr gildi um næstu áramót, enda er hún varanleg en ekki tímabundin. Alþingi gæti reyndar alveg ákveðið að breyta þeim lögum og fella þá heimild úr gildi, en engin slík breyting hefur verið boðuð.