Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Búið að drepa samkeppni“

Ný lög rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­ans leiða til þess að Kaup­fé­lag Skag­firð­inga tek­ur yf­ir slát­ur­mark­að­inn á Norð­ur­landi án þess að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið megi koma að mál­inu með íhlut­un. For­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins seg­ir þing­menn ann­að hvort ekki hafa vit­að hvað þeir voru að gera eða sagt ósatt.

„Búið að drepa samkeppni“
Páll Gunnar Pálsson Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnuna hafa fengið hálfan dag til þess að segja álit á breyttum búvörulögum, sem afnema í reynd aðkomu þess að kjötafurðastöðvum. Mynd: Heida Helgadottir

Samkeppniseftliritið, sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna neytenda og smærri fyrirtækja gegn þeim stærri, fékk aðeins hálfan dag til þess að bregðast við afdrifaríkri lagasetningu sem nú hefur leitt til þess að Kaupfélag Skagfirðinga kaupir upp kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska án nokkurra skilyrða. Með þessu er búið að „drepa samkeppni“, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis, sem er í formennsku þingmanns sem fékk óbeint kauptilboð frá Kaupfélagi Skagfirðinga í viðskiptunum, naut meðal annars ráðgjafar lögmanns KS við lagasetninguna en aðrir sem áttu hagsmuni höfðu lítið tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en Alþingi samþykkti lögin. Með lögunum, sem voru samþykkt 21. mars, er kjötafurðastöðvum heimilað að stunda samráð og eiga samruna án aðkomu Samkeppniseftirlitins. Þannig fá stóru fyrirtækin rýmri heimild en bændur sjálfir, öfugt við það sem viðgengst í nágrannalöndum okkar, að sögn Páls Gunnars.

Fengu hálfan dag til að bregðast við

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitins, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að vinnubrögð Alþingis hefðu leitt til þess að eftirlitið gæti ekki tekið yfirtöku Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska til „gaumgæfilegrar athugunar“, eins og Páll Gunnar segir að hefði gerst án nýju laganna.

„Það er hægt að gefa sér það nokkurn veginn að með þessum samruna og síðan heimild þeirra fyrirtækja sem eftir standa til að hafa með sér samráð, þá er í raun og veru búið að drepa samkeppni á þessum mörkuðum og engar varnir reistar í staðinn,“ segir Páll Gunnar.

Lagasetningin hefur verið til skoðunar á síðustu árum, en matvælaráðherra ákveðið að leggja ekki fram frumvarp þessa efnis. „Einfaldlega vegna þess að niðurstaðan var sú að það væri óverjandi,“ segir Páll Gunnar. „Þess vegna kom það okkur gríðarlega á óvart þegar við áttuðum okkur á því, nánast af tilviljun, að það var komið inn á netið hjá Alþingi, algerlega breytt frumvarp matvælaráðherra. Það nánast stóð ekki einn stafur í frumvarpinu eftir umsagnarferlið. Þannig að við höfðum bara hálfan dag til þess að bregðast við því, vegna þess að daginn eftir þá var búið að samþykkja lögin. Þannig fengu hagsmunaaðilar enga möguleika til þess að tjá sig um þetta, aðrir heldur en þeir sem eru núna að nýta sér undanþáguna.“

Alþingi ákvað að ólögmætt samráð yrði lögmætt

Páll Gunnar segir að tekið sé úr sambandi bann við ólögmætu samráði, „sem er grafalvarlegt brot sem getur haft víðtæka þýðingu“. Slíkar breytingar hafi, að sögn Páls Gunnars, eingöngu verið innleiddar í Evrópusambandinu og Noregi þegar kemur að fyrirtækjum sem eru í eigu bænda. Þannig sé bændum heimilað að taka sig saman til styrkja samningsstöðu sína og gæta hagsmuna gegn stórfyrirtækjum eins og kjötafurðastöðvum. Hér á landi eru afurðastöðvar að mestu leyti komnar úr eigu bænda, ólíkt því sem áður var. Bændur eru, samkvæmt könnunum Samkeppniseftirlitsins, mjög óánægðir með samningsstöðu sína gagnvart fyrirtækjunum. „Að þessu leytinu gerir þessi breyting það þveröfuga við það sem gerist í kringum okkur. Í kringum okkur er verið að veita undanþágur fyrir bændur sjálfa, hér er verið að veita undanþágur fyrir viðsemjendur bænda. En það eru engar undanþágur gerðar fyrir bændurna sjálfa, þannig að ef þeir myndum vilja taka sig saman og efla samningsstöðu sína gagnvart þessum kjötafurðastöðvum, þá er þeim það óheimilt. Þannig að þetta er í raun og veru það þveröfuga við það sem er gert í kringum okkur. Síðan er hvergi í kringum okkur tekið úr sambandi samrunaeftirlitið, heimild samkeppnisyfirvalda til þess að rannsaka samruna og beita íhlutun, annað hvort ógilda eða setja skilyrði.“ 

Hann segir lagabreytingu Alþingis „óverjandi“. „Hvergi hafa menn gert það, einfaldlega vegna þess að það er óverjandi, af því að það er óafturkræft í mörgum tilvikum. Samfélagslegir hagsmunir af því að það sé einhver samkeppni á svona markaði eru gríðarlega miklir, bæði fyrir bændur og neytendur, og önnur fyrirtæki sem eru að starfa nálægt þessu. Þannig að það þekkist hvergi í kringum okkur, bæði í Noregi, Danmörku, Írlandi; Þú getur litið hvert sem er. Þar er verið að beita þessu samrunaeftirliti til þess að koma í veg fyrir eða beita íhlutun í samruna á þessum marköðum, til þess að verja hagsmuni bænda og neytenda. Hér er þetta umhugsunarlaust, nánast, tekið úr sambandi,“ segir Páll Gunnar.

Formaður nefndarinnar hluti af viðskiptunum

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður Atvinnuveganefndar Alþingis. Lagabreytingin var lögð fram af meirihluta nefndarinnar, sem telur einnig Ásmund Friðriksson og Birgi Þórarinsson í Sjálfstæðisflokki og Evu Dögg Davíðsdóttur í Vinstri grænum.

Þórarinn Ingi Pétusson, þingmaður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem komu að lagagerðinni. Hann átti lítinn hlut í félaginu Búsæld ehf, sem á 43% hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Þannig verður Þórarinn aðili að viðskiptunum sem komu til beint í kjölfar lagasetningar hans, þegar Kaupfélag Skagfirðinga greiðir Búsæld, sem Þórarinn á 0,8% hlut í, fyrir hlut þess. Formaður Bændasamtakanna, Trausti Hjálmarsson, vildi þó bera í bætifláka fyrir tengsl hans. „Maðurinn er bóndi og á að refsa honum fyrir það?“ spurði hann í viðtali við RÚV í gær. Búsæld er í eigu 500 bænda, en með sölunni færist aðkoma þeirra yfir til KS.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra tekur í sama streng og telur tengsl Þórarins ekki hafa áhrif á störf hans, enda séu hagsmunir hans skráðir opinberlega og hún hafi ekki orðið vör við að lítill eignarhlutur hans hafi „haft nokkur áhrif á hans ákvörðun“. 

„Bændum og neytendum til hagsbóta“

Þórarinn Ingi hefur lýst því í viðtölum eftir lagasetninguna að óhagræði sé við lýði í kjötframleiðslu á Íslandi, meðal annars með of mörgum sláturhúsum. Þannig myndu bændur hagnast á meiri hagræðingu kjötvinnslu. „Megninu til er það þannig að afurðastöðvarnar eru í meirihluta eigu bænda,“ sagði hann í viðtali á Bylgjunni í mars. Í umræðum á þingi við samþykkt laganna lýsti hann ánægju sinni, en tók sjálfur á sig mistök við að fleiri fengju ekki færi á að veita umsögn í lagasetningarferlinu. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það í huga að við þurfum að bregðast við á þann hátt að við getum hagrætt, bændum og neytendum til hagsbóta.“

„Hérna er fyrsta skiptið sem ég þekki til í síðari tíma sögu að treysta alfarið fyrirtækjum á markaði fyrir því.“
Páll Gunnar Pálsson
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um undanþágu afurðastöðva frá samkeppnislögum

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vísar hins vegar til þess að með nýjum lögum og afnámi samkeppnislaga varðandi kjötfurðastöðvarnar sé verið að treysta fyrirtækjum. „Hérna er fyrsta skiptið sem ég þekki til í síðari tíma sögu að treysta alfarið fyrirtækjum á markaði fyrir því. Öll ríki í kringum okkur setja sér leikreglur og hafa lært það af reynslunni að það er ekki  hægt að treysta fyrirtækjum einum, jafnvel þó að þau hafi góðan ásetning. Þess vegna erum við með svona samkeppnisreglur. Forsvarsmenn breytinga segja bara, við þurfum ekki að reisa neinar varnir. Við treystum bara þessum fyrirtækjum. Það er alveg fáheyrt. Það er leið sem hefur hvergi verið farin og þess vegna er ekki rétt það sem forsvarsmenn þessara breytinga, og þar á meðal kjörnir fulltrúar, eru að halda fram að hér sé farin svipuð leið og í kringum okkur.“

Þingmenn viti ekki betur eða segi ósatt

Páll Gunnar segir að þingmenn, sem vísi til erlendra fyrirmynda löggjafarinnar, séu annað hvort að segja ósatt eða viti ekki hvað þeir séu að tala um. „Við þekkjum hliðstæðar undanþágur í mjólkuriðnaði. Þar er það þó þannig að mjólkursamsalan er í eigu bænda og það eru síðan reistar aðrar varnir meðfram. Það er opinber verðlagning, sem gerir það að verkum að Mjólkursamsalan getur ekki gert hvað sem er. En hér tók atvinnuveganefnd og síðan í framhaldinu Alþingi ákvörðun um að hafa engar slíkar varnir, sem á sér ekki neinar slíkar hliðstæður. Þegar kjörnir fulltrúar halda því fram núna að þeir hafi verið að gera eitthvað sem sé alþekkt í kringum okkur, þá verður maður að segja alveg skýrt, að annað hvort vita þessir kjörnu fulltrúar ekki hvað þeir voru að gera, eða þá að þeir eru vísvitandi ekki að segja rétt frá. Hvorugt tveggja er auðvitað alvarlegt.“

Tvö ár eru frá því að Kjarnafæði Norðlenska varð til við samruna tveggja félaga, sem Samkeppniseftirlitið setti skilyrði fyrir. Eins og Heimildin fjallaði um í gær fela kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska í sér að sameinað félag mun fara með slátrun yfir 60% alls sauðfjár og nautgripa á Íslandi.

Kjósa
77
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þessi Grein er goð Hann kann að skrifa hann Jón Trausti Reynisson. Þetta er sorgardagur fyrir Neytendur og Glæpsamlegt athæfi hja Alþingi, Matar verð hækka og Okur aukast mikið. Kaupfelag Skagfirðinga er Glæpa Samkvunta það er Storveldi i Utgerð og öðrum viðskiptum. Þeir eiga nu Felög a Höfuð borgar svæðinu Maiones Verksmiðju og Hamgorgarastaði og otalmargt sem gefur pening i aðra hönd. Heimilin munu Blæða fyrir svona Hakalla sem eru Ovinir Neitands Okur Hundar, nefna ma Ali sem a Svinabu og kjötvinslu Lifland sem a Hænsnabu a Vatnleysuströnd með 100.000 hænur rekið a SNYKJUSTIRA BOTUM og annað i Arnessyslu Þessir firar Aka um a Luxux Kerrum og Neytandinn heldur þessum Vesalingum Gangandi. SS sem er Mafiufelag og Mjolkursamsalan öll þessi felög þarf að Brjota upp. Ferðamönum a eftir að snarfækka næstu 5 arin. Island er Stimplað inn sem Land með dyrasta mat i heimi. Þessi Glæpafelög eiga TOLLKOTA og flitja in Kjötvörur i Massavis þa Þorolfur a Sauðarkroki. Rikistjornin er Baneitruð og þarf að Hætta Strax
    Þeir hafa leikið þjodina Gratt. Kvernig er Husnæðis Verðið. Það eina sem getur Bjarkað Þjoðini er AÐILD AÐ EVROPU BANDALAGININU OG FRJALS INFLUTNINGUR MATVÆLA.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Þetta er gulltækifæri fyrir BEINT frá BÝLI bændum, tel víst að almenningur mun snúa sér í miklu meira mæli til BEINT frá BÝLI, það getum við gert saman ekki satt ?
    2
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þessi Grein er goð. Þetta er sorgardagur fyrir Neytendur og Glæpsamlegt athæfi hja Alþingi, Matar verð mun hækka og Okur aukast mikið. Kaupfelag Skagfirðinga er Glæpa Samkvunta það er Storveldi i Utgerð og öðrum viðskiptum. Þeir eiga nu Felög a Höfuð borgar svæðinu Maiones Verksmiðju og Hamgorgarastaði og otalmargt sem gefur pening i aðra hönd. Heimilin munu Blæða fyrir svona Hakalla sem eru Ovinir Neitands Okur Hundar, nefna ma Ali sem a Svinabu og kjötvinslu Lifland sem a Hænsnabu a Vatnleysuströnd með 100.000 hænur rekið a SNYKJUSTIRA BOTUM og annað i Arnessyslu Þessir firar Aka um a Luxux Kerrum og Neytandinn heldur þessum Vesalingum Gangandi. SS sem er Mafiufelag og Mjolkursamsalan öll þessi felög þarf að Brjota upp. Ferðamönum a eftir að snarfækka næstu 5 arin. Island er Stimplað inn sem Land með dyrasta mat i heimi. Þessi Glæpafelög eiga TOLLKOTA og flitja in Kjötvörur i Massavis þa Þorolfur a Sauðarkroki. Rikistjornin er Baneitruð og þarf að Hætta Strax
    Þeir hafa leikið þjodina Gratt. Kvernig er Husnæðis Verðið. Það eina sem getur Bjarkað Þjoðini er AÐILD AÐ EVROÐUNANDALAGI EVRA OG FRJALS INFLUTNINGUR MATVÆLA.
    2
  • ÓBB
    Ólafur Bjarni Bjarnason skrifaði
    Haukur Arnþórsson beti í vor á að þessi lög værðu ólögleg útfrá þingsköpum Alþingis: https://www.visir.is/g/20242548050d/telur-morgunljost-ad-nyju-buvorulogin-seu-o-log-leg
    5
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Þetta er sorglegt að upplifa en kemur ekki á óvart. Þingmenn hafa endurtekið sýnt með afstöðu sinni og flokkshollustu að almannahag er almennt ekki gætt hjá þeirri stofnun.
    9
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Alvarlegast er að þessi lög, eins og mörg önnur, eru á forsendum sérhagsmuna en ekki almennings. Lögmaður Kaupfélags Skagfirðinga breytti þeim á síðustu stundu til að þjóna hagsmunum KS og Þórólfs en ekki almennings og bænda.
    8
  • Sigurdur Bogason skrifaði
    Verður mögulegt að kaupa uppruna vottað kjöt í áskrift beint frá býli og að almenningur hætti þar með viðskiptum við þessi einokunarfyrirtæki. Slíkt gæti orðið beggja hagur ef vel tækist til og KS þar með Kjaft-Stopp?
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár