Sólin skein þetta sumarkvöld. Þingvellir sjálfir eins og risastór leikmynd, enda sumir ásatrúarmenn klæddir í ævintýralegan klæðnað sem var eins og frá fyrri öldum. Safnast var saman og síðan gekk hópurinn með fánabera í broddi fylkingar. Fánarnir litskrúðugir með myndum af landvættunum. Gengið var í Almannagjá og tendraði einn í hópnum eld við Lögberg. Síðan hófst athöfnin. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði talaði og vígði goðana tvo og svo flutti einn maðurinn í félaginu erindi úr Völuspá.
Íslenski fáninn blakti á fánastönginni þar rétt hjá. Og bláminn í fánanum virtist renna saman við blámann á himninum þetta bjarta sumarkvöld.
„Mér fannst þetta vera svo hátíðlegt. Mér fannst þetta vera sérstaklega hátíðleg stund,“ segir Anna Leif Auðar Elídóttir Leirárgoði, en hún á jörðina Leirá í Borgarfirði …
Athugasemdir