Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Stefndi að því í fimmtán ár að verða goði

Ása­trú­ar­fé­lag­ið hélt þing­blót á Þing­völl­um á Þórs­degi í 10. viku sum­ars. Blót­ið var há­tíð­ar­blót með inn­setn­ingu tveggja nýrra goða í embætti, þeirra Önnu Leif­ar Auð­ar Elídótt­ur og Guð­laug­ar Elísa­bet­ar Ólafs­dótt­ur. Þær tala hér um ása­trúna, sögu sína henni tengda og nátt­úr­una.

Stefndi að því í fimmtán ár að verða goði

Sólin skein þetta sumarkvöld. Þingvellir sjálfir eins og risastór leikmynd, enda sumir ásatrúarmenn klæddir í ævintýralegan klæðnað sem var eins og frá fyrri öldum. Safnast var saman og síðan gekk hópurinn með fánabera í broddi fylkingar. Fánarnir litskrúðugir með myndum af landvættunum. Gengið var í Almannagjá og tendraði einn í hópnum eld við Lögberg. Síðan hófst athöfnin. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði talaði og vígði goðana tvo og svo flutti einn maðurinn í félaginu erindi úr Völuspá. 

Hljóðs bið eg allar 
helgar kindir, 
meiri og minni 
mögu Heimdallar. 
Viltu að eg, Valföður, 
vel fyr telja 
forn spjöll fira, 
þau er fremst um man.

Íslenski fáninn blakti á fánastönginni þar rétt hjá. Og bláminn í fánanum virtist renna saman við blámann á himninum þetta bjarta sumarkvöld. 

„Mér fannst þetta vera svo hátíðlegt. Mér fannst þetta vera sérstaklega hátíðleg stund,“ segir Anna Leif Auðar Elídóttir Leirárgoði, en hún á jörðina Leirá í Borgarfirði …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár