Ræddi fyrirtæki föður síns í ríkisstjórn

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ráð­herra ræddi netárás á Morg­un­blað­ið á rík­is­stjórn­ar­fundi og hvort netör­ygg­is­sveit rík­is­ins ætti að koma að ör­ygg­is­mál­um fjöl­mið­ils­ins. Fað­ir henn­ar er stjórn­ar­formað­ur út­gáfu­fyr­ir­tæk­is Morg­un­blaðs­ins.

Ræddi fyrirtæki föður síns í ríkisstjórn
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra tengist Morgunblaðinu en ræddi fyrirtækið sérstaklega á ríkisstjórnarfundi. Mynd: Golli

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fór yfir stöðu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, á ríkisstjórnarfundi á þriðjudagsmorgun og lagði til stuðning ríkisins þrátt fyrir fjölskyldutengsl sín við fjölmiðilinn. Morgunblaðið varð fyrir netárás á sunnudag og voru gögn fjölmiðilsins tekin í gíslingu.

Sagði ráðherra að skoða þyrfti hvort CERT-IS, netör­ygg­is­sveit rík­is­ins, myndi hafa beina aðkomu að netör­ygg­is­mál­um fjöl­miðla, að því fram kemur í frétt mbl.is, og hvort skrá ætti fjölmiðla sem mikilvæga innviði. „Það er eitt­hvað sem ég tel mik­il­vægt að skoða, hvort fjöl­miðlar ættu að heyra und­ir slíka þjón­ustu,“ er haft eftir henni.

„[A]ð ráðherra skuli [...] beita sér fyrir málefnum einstakra fyrirtækja sem eru svo nátengd henni og útgáfufélag Morgunblaðsins er“
Björn Valur Gíslason

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, sagði í færslu á Facebook að framganga Áslaugar Örnu í málinu orkaði tvímælis. „Annars vegar sú hugmynd að ríkið eigi að koma að netöryggismálum einkafyrirtækja sem teljast tæplega til þjóðhagslegra mikilvægra innviða og hitt að ráðherra skuli á ríkisstjórnarfundi ræða um og beita sér fyrir málefnum einstakra fyrirtækja sem eru svo nátengd henni og útgáfufélag Morgunblaðsins er,“ skrifaði Björn Valur.

Tengsl fjölskyldu og samstarfsmanna við Morgunblaðið

Faðir Áslaugar Örnu, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs og fer fyrir fyrirtækinu Legalis sf. sem á 15 prósenta hlut í Morgunblaðinu. Sjálf vann Áslaug Arna sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu árin 2011 til 2013.

Þá skipaði hún stjórnarmann Árvakurs, Ásdísi Höllu Bragadóttur, sem ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu árið 2022. Sat Ásdís Halla í stjórn Árvakurs í fjölda mánaða eftir að hún tók við sem ráðuneytisstjóri þrátt fyrir að ráðuneytisstjórum sé óheimilt samkvæmt lögum að gegna aukastörfum samhliða störfum í Stjórnarráði Íslands. 

Umboðsmaður Alþingis komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu að Áslaugu Örnu hefði verið óheimilt að setja Ásdísi Höllu sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar áður en hún var skipuð í embættið. Bæði Ásdís Halla og Sigurbjörn hafa verið samverkamenn Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu og eins stærsta eiganda Morgunblaðsins, í fyrirtækjum sem starfa að heimaþjónustu og sjávarútvegi.

Grafalvarleg staða

Netárásin á Morgunblaðið átti sér stað á sunnudag og lá vefur blaðsins, mbl.is, niðri í um þrjár klukkustundir. Þá var ekki hægt að vinna í ritstjórnarkerfi blaðsins og útsendingar útvarpsstöðvarinnar K100 lágu niðri, að því mbl.is greindi frá.

Úlfar Ragn­ars­son, for­stöðumaður upp­lýs­inga­tækni­sviðs Árvak­urs, sagði að rússneskur hópur sem kallar sig Akira hefði staðið að baki árásinni og að gríðarlegt magn gagna hefði verið tekið í gíslingu. „Staðan er grafal­var­leg og eig­in­lega eins slæm og hún get­ur orðið,“ sagði Úlfar.

Samstarf í netöryggismálum

„Við erum að vinna að því að koma af stað sam­starfs­vett­vangi op­in­berra aðila og at­vinnu­lífs­ins um netör­yggi nú í haust,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Morgunblaðið. „Þetta er liður af þeim aðgerðum sem við höf­um boðað til að stór­efla netör­yggi á Íslandi. Part­ur af því er að bera sam­an stjórn­skip­an netör­ygg­is­mála á Íslandi við Norður­lönd­in.“

Hún sagði mikilvægt að efla sam­starf og sam­hæf­ingu stofn­anna og at­vinnu­lífs í mála­flokkn­um. „Ég held að þessi sam­starfs­vett­vang­ur muni ná ut­an­um marg­ar af þeim áskor­un­um sem verið er að lýsa gagn­vart upp­lýs­inga­skipt­um, vit­und­ar­vakn­ingu og áhættumati.“

Kjósa
90
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Talað var um þessa netáras á mbl eins og að þetta væri árás á lýðræðið.
    En það er ekki talað um árás á lýðræðið þegar mbl er kostaður áróðurspési af stórútgerðinni sem vellur yfir landsmenn alla daga ársins.
    11
  • Anna Á. skrifaði
    Eins og svo mörg önnur dæmi, þá sýnir þetta enn og aftur að sjálfstæðismenn telja sig vera réttborin aðal Íslands og telja sig geta valsað hér um allt eins og þeir eigi þetta allt saman.
    17
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Í nágrannalöndunum teldist ráðherrann vanhæf til að fjalla um þetta mál vegna ættartengsla.

    Ísland er YNDISLEGT land :-) :-) :-)
    19
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara niðurlægð“
1
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Skugginn af frelsi Julians er glæpavæðing blaðamennsku
8
Fréttir

Skugg­inn af frelsi Ju­li­ans er glæpa­væð­ing blaða­mennsku

Sátt banda­rískra stjórn­valda við Ju­li­an Assange fel­ur í sér að þau telji hann hafa brot­ið lög með blaða­mennsku en ekki njósn­um eða tölvuglæp­um.. Þetta seg­ir Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, sem leyf­ir sér nú að fagna frels­un Ju­li­ans. Mála­lok­in feli hins veg­ar í sér sögu­lega en óhugn­an­lega nið­ur­stöðu fyr­ir blaða­menn um all­an heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
4
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
6
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
8
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
7
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár