Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ræddi fyrirtæki föður síns í ríkisstjórn

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ráð­herra ræddi netárás á Morg­un­blað­ið á rík­is­stjórn­ar­fundi og hvort netör­ygg­is­sveit rík­is­ins ætti að koma að ör­ygg­is­mál­um fjöl­mið­ils­ins. Fað­ir henn­ar er stjórn­ar­formað­ur út­gáfu­fyr­ir­tæk­is Morg­un­blaðs­ins.

Ræddi fyrirtæki föður síns í ríkisstjórn
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra tengist Morgunblaðinu en ræddi fyrirtækið sérstaklega á ríkisstjórnarfundi. Mynd: Golli

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fór yfir stöðu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, á ríkisstjórnarfundi á þriðjudagsmorgun og lagði til stuðning ríkisins þrátt fyrir fjölskyldutengsl sín við fjölmiðilinn. Morgunblaðið varð fyrir netárás á sunnudag og voru gögn fjölmiðilsins tekin í gíslingu.

Sagði ráðherra að skoða þyrfti hvort CERT-IS, netör­ygg­is­sveit rík­is­ins, myndi hafa beina aðkomu að netör­ygg­is­mál­um fjöl­miðla, að því fram kemur í frétt mbl.is, og hvort skrá ætti fjölmiðla sem mikilvæga innviði. „Það er eitt­hvað sem ég tel mik­il­vægt að skoða, hvort fjöl­miðlar ættu að heyra und­ir slíka þjón­ustu,“ er haft eftir henni.

„[A]ð ráðherra skuli [...] beita sér fyrir málefnum einstakra fyrirtækja sem eru svo nátengd henni og útgáfufélag Morgunblaðsins er“
Björn Valur Gíslason

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, sagði í færslu á Facebook að framganga Áslaugar Örnu í málinu orkaði tvímælis. „Annars vegar sú hugmynd að ríkið eigi að koma að netöryggismálum einkafyrirtækja sem teljast tæplega til þjóðhagslegra mikilvægra innviða og hitt að ráðherra skuli á ríkisstjórnarfundi ræða um og beita sér fyrir málefnum einstakra fyrirtækja sem eru svo nátengd henni og útgáfufélag Morgunblaðsins er,“ skrifaði Björn Valur.

Tengsl fjölskyldu og samstarfsmanna við Morgunblaðið

Faðir Áslaugar Örnu, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs og fer fyrir fyrirtækinu Legalis sf. sem á 15 prósenta hlut í Morgunblaðinu. Sjálf vann Áslaug Arna sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu árin 2011 til 2013.

Þá skipaði hún stjórnarmann Árvakurs, Ásdísi Höllu Bragadóttur, sem ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu árið 2022. Sat Ásdís Halla í stjórn Árvakurs í fjölda mánaða eftir að hún tók við sem ráðuneytisstjóri þrátt fyrir að ráðuneytisstjórum sé óheimilt samkvæmt lögum að gegna aukastörfum samhliða störfum í Stjórnarráði Íslands. 

Umboðsmaður Alþingis komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu að Áslaugu Örnu hefði verið óheimilt að setja Ásdísi Höllu sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar áður en hún var skipuð í embættið. Bæði Ásdís Halla og Sigurbjörn hafa verið samverkamenn Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu og eins stærsta eiganda Morgunblaðsins, í fyrirtækjum sem starfa að heimaþjónustu og sjávarútvegi.

Grafalvarleg staða

Netárásin á Morgunblaðið átti sér stað á sunnudag og lá vefur blaðsins, mbl.is, niðri í um þrjár klukkustundir. Þá var ekki hægt að vinna í ritstjórnarkerfi blaðsins og útsendingar útvarpsstöðvarinnar K100 lágu niðri, að því mbl.is greindi frá.

Úlfar Ragn­ars­son, for­stöðumaður upp­lýs­inga­tækni­sviðs Árvak­urs, sagði að rússneskur hópur sem kallar sig Akira hefði staðið að baki árásinni og að gríðarlegt magn gagna hefði verið tekið í gíslingu. „Staðan er grafal­var­leg og eig­in­lega eins slæm og hún get­ur orðið,“ sagði Úlfar.

Samstarf í netöryggismálum

„Við erum að vinna að því að koma af stað sam­starfs­vett­vangi op­in­berra aðila og at­vinnu­lífs­ins um netör­yggi nú í haust,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Morgunblaðið. „Þetta er liður af þeim aðgerðum sem við höf­um boðað til að stór­efla netör­yggi á Íslandi. Part­ur af því er að bera sam­an stjórn­skip­an netör­ygg­is­mála á Íslandi við Norður­lönd­in.“

Hún sagði mikilvægt að efla sam­starf og sam­hæf­ingu stofn­anna og at­vinnu­lífs í mála­flokkn­um. „Ég held að þessi sam­starfs­vett­vang­ur muni ná ut­an­um marg­ar af þeim áskor­un­um sem verið er að lýsa gagn­vart upp­lýs­inga­skipt­um, vit­und­ar­vakn­ingu og áhættumati.“

Kjósa
98
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Hun a að segja af ser tafarlaust og tikast til að biðja þjoðina afsökunar.
    0
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Enn einn gjörspilltur ungi peningavaldsinns á Íslandi.
    0
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Óheimilar aðgerðir eru bara óheppilegar og engin viðurlög. Alveg magnað.
    1
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Talað var um þessa netáras á mbl eins og að þetta væri árás á lýðræðið.
    En það er ekki talað um árás á lýðræðið þegar mbl er kostaður áróðurspési af stórútgerðinni sem vellur yfir landsmenn alla daga ársins.
    15
  • Anna Á. skrifaði
    Eins og svo mörg önnur dæmi, þá sýnir þetta enn og aftur að sjálfstæðismenn telja sig vera réttborin aðal Íslands og telja sig geta valsað hér um allt eins og þeir eigi þetta allt saman.
    21
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Í nágrannalöndunum teldist ráðherrann vanhæf til að fjalla um þetta mál vegna ættartengsla.

    Ísland er YNDISLEGT land :-) :-) :-)
    23
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár