Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Ræddi fyrirtæki föður síns í ríkisstjórn

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ráð­herra ræddi netárás á Morg­un­blað­ið á rík­is­stjórn­ar­fundi og hvort netör­ygg­is­sveit rík­is­ins ætti að koma að ör­ygg­is­mál­um fjöl­mið­ils­ins. Fað­ir henn­ar er stjórn­ar­formað­ur út­gáfu­fyr­ir­tæk­is Morg­un­blaðs­ins.

Ræddi fyrirtæki föður síns í ríkisstjórn
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra tengist Morgunblaðinu en ræddi fyrirtækið sérstaklega á ríkisstjórnarfundi. Mynd: Golli

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fór yfir stöðu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, á ríkisstjórnarfundi á þriðjudagsmorgun og lagði til stuðning ríkisins þrátt fyrir fjölskyldutengsl sín við fjölmiðilinn. Morgunblaðið varð fyrir netárás á sunnudag og voru gögn fjölmiðilsins tekin í gíslingu.

Sagði ráðherra að skoða þyrfti hvort CERT-IS, netör­ygg­is­sveit rík­is­ins, myndi hafa beina aðkomu að netör­ygg­is­mál­um fjöl­miðla, að því fram kemur í frétt mbl.is, og hvort skrá ætti fjölmiðla sem mikilvæga innviði. „Það er eitt­hvað sem ég tel mik­il­vægt að skoða, hvort fjöl­miðlar ættu að heyra und­ir slíka þjón­ustu,“ er haft eftir henni.

„[A]ð ráðherra skuli [...] beita sér fyrir málefnum einstakra fyrirtækja sem eru svo nátengd henni og útgáfufélag Morgunblaðsins er“
Björn Valur Gíslason

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, sagði í færslu á Facebook að framganga Áslaugar Örnu í málinu orkaði tvímælis. „Annars vegar sú hugmynd að ríkið eigi að koma að netöryggismálum einkafyrirtækja sem teljast tæplega til þjóðhagslegra mikilvægra innviða og hitt að ráðherra skuli á ríkisstjórnarfundi ræða um og beita sér fyrir málefnum einstakra fyrirtækja sem eru svo nátengd henni og útgáfufélag Morgunblaðsins er,“ skrifaði Björn Valur.

Tengsl fjölskyldu og samstarfsmanna við Morgunblaðið

Faðir Áslaugar Örnu, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs og fer fyrir fyrirtækinu Legalis sf. sem á 15 prósenta hlut í Morgunblaðinu. Sjálf vann Áslaug Arna sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu árin 2011 til 2013.

Þá skipaði hún stjórnarmann Árvakurs, Ásdísi Höllu Bragadóttur, sem ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu árið 2022. Sat Ásdís Halla í stjórn Árvakurs í fjölda mánaða eftir að hún tók við sem ráðuneytisstjóri þrátt fyrir að ráðuneytisstjórum sé óheimilt samkvæmt lögum að gegna aukastörfum samhliða störfum í Stjórnarráði Íslands. 

Umboðsmaður Alþingis komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu að Áslaugu Örnu hefði verið óheimilt að setja Ásdísi Höllu sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar áður en hún var skipuð í embættið. Bæði Ásdís Halla og Sigurbjörn hafa verið samverkamenn Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu og eins stærsta eiganda Morgunblaðsins, í fyrirtækjum sem starfa að heimaþjónustu og sjávarútvegi.

Grafalvarleg staða

Netárásin á Morgunblaðið átti sér stað á sunnudag og lá vefur blaðsins, mbl.is, niðri í um þrjár klukkustundir. Þá var ekki hægt að vinna í ritstjórnarkerfi blaðsins og útsendingar útvarpsstöðvarinnar K100 lágu niðri, að því mbl.is greindi frá.

Úlfar Ragn­ars­son, for­stöðumaður upp­lýs­inga­tækni­sviðs Árvak­urs, sagði að rússneskur hópur sem kallar sig Akira hefði staðið að baki árásinni og að gríðarlegt magn gagna hefði verið tekið í gíslingu. „Staðan er grafal­var­leg og eig­in­lega eins slæm og hún get­ur orðið,“ sagði Úlfar.

Samstarf í netöryggismálum

„Við erum að vinna að því að koma af stað sam­starfs­vett­vangi op­in­berra aðila og at­vinnu­lífs­ins um netör­yggi nú í haust,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Morgunblaðið. „Þetta er liður af þeim aðgerðum sem við höf­um boðað til að stór­efla netör­yggi á Íslandi. Part­ur af því er að bera sam­an stjórn­skip­an netör­ygg­is­mála á Íslandi við Norður­lönd­in.“

Hún sagði mikilvægt að efla sam­starf og sam­hæf­ingu stofn­anna og at­vinnu­lífs í mála­flokkn­um. „Ég held að þessi sam­starfs­vett­vang­ur muni ná ut­an­um marg­ar af þeim áskor­un­um sem verið er að lýsa gagn­vart upp­lýs­inga­skipt­um, vit­und­ar­vakn­ingu og áhættumati.“

Kjósa
98
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Hun a að segja af ser tafarlaust og tikast til að biðja þjoðina afsökunar.
    0
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Enn einn gjörspilltur ungi peningavaldsinns á Íslandi.
    0
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Óheimilar aðgerðir eru bara óheppilegar og engin viðurlög. Alveg magnað.
    1
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Talað var um þessa netáras á mbl eins og að þetta væri árás á lýðræðið.
    En það er ekki talað um árás á lýðræðið þegar mbl er kostaður áróðurspési af stórútgerðinni sem vellur yfir landsmenn alla daga ársins.
    15
  • Anna Á. skrifaði
    Eins og svo mörg önnur dæmi, þá sýnir þetta enn og aftur að sjálfstæðismenn telja sig vera réttborin aðal Íslands og telja sig geta valsað hér um allt eins og þeir eigi þetta allt saman.
    21
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Í nágrannalöndunum teldist ráðherrann vanhæf til að fjalla um þetta mál vegna ættartengsla.

    Ísland er YNDISLEGT land :-) :-) :-)
    23
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár