Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Viðarkurl í hafið bindur „núll“ koltvíoxíð

Jón Ólafs­son haffræð­ing­ur, sem rann­sak­að hef­ur kol­efnis­kerfi hafs­ins í ára­tugi, varð „öld­ung­is gátt­að­ur“ þeg­ar hann sá mynd­ir af risa­stór­um pramma Runn­ing Tide, kjaft­full­um af við­ark­urli, sem ver­ið var að draga út á haf, með Við­ey í bak­sýn.

Viðarkurl í hafið bindur „núll“ koltvíoxíð
Sérfræðingur Jón Ólafsson haffræðingur vann nær allan sinn starfsferl hjá Hafrannsóknastofnun og Háskóla Íslands, einkum við rannsóknir á efnafræði sjávar. Mynd: Golli

Kolefnisförgun í hafi er alls ekki einfalt mál og umræðan um það sem fyrirtækið Running Tide hefur verið að gera er mjög misvísandi,“ segir Jón Ólafsson haffræðingur og prófessor emerítus. Eftir að hafa rannsakað kolefniskerfi hafsins í áratugi fóru að renna á hann tvær grímur er hann í upphafi árs heyrði af og las um umfangsmikil áform Running Tide við Ísland.  

Jón er í hópi þeirra vísindamanna sem Heimildin tók viðtöl við vegna rannsóknar sinnar á starfsemi fyrirtækisins Running Tide á Íslandi. Viðtalið sem hér birtist var tekið í maí og því áður en  starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og í Bandaríkjunum var hætt.

Í umfjöllun Heimildarinnar, sem birtist um miðjan júní, kom m.a. fram að Running Tide fékk sumarið 2022 leyfi hjá utanríkisráðuneytinu til vísindarannsókna í landhelgi Íslands. Sagði ráðuneytið að um væri að ræða „umfangsmikið kolefnisförgunarverkefni“. Leyfið var til fjögurra ára og takmarkað við „fleytingu 50.000 tonna af flothylkjum“ sem þari átti að vaxa á og binda CO2. Flothylkin áttu að vera úr viðarmassa, kalki og bindiefnum enm engin slíkum var hins vegar fleytt þegar aðgerðir hófust fyrir ári heldur var 19 þúsund tonnum af kanadísku trjákurli skolað út í hafið. Með þeim hætti fullyrðir Running Tide að bundin hafi verið 25 þúsund tonn af CO2.

Virkar þetta?

„Hlutir fóru að gerast í janúar sem hreyfðu við mér,“ segir Jón um fyrstu kynni sín af starfsemi Running Tide. Þá kom út vefrit American Geophysical Union, EOS Buzz, þar sem fjallað var um fyrirtæki er ætla sér að binda koltvíoxíð með því að rækta stórþörunga og láta þá svo sökkva niður á mikið dýpi í hafinu.

Í þessari grein var lýst aðferðum fyrirtækisins Running Tide, og vitnað til stjórnanda hjá þeim sem var sjálfur í vafa um að þetta gæti virkað, rifjar Jón upp. „Og sömuleiðis var sagt frá því að Running Tide hygðist binda koltvíoxíð með því að varpa baujum í hafið við Ísland sem á myndu vaxa stórþörungar. Og það engu smáræði. Talað var um milljónir bauja á næstu árum. Þannig að ég fór að hugsa með mér, hafa þeir aðgang að íslenskum hafsvæðum? Íslenskri lögsögu? Og ótal spurningar til viðbótar vöknuðu. Ekki síst grundvallarspurningin: Virkar þetta?“

Úr viðtali Heimildarinnar við Jón ÓlafssonHeimildin / Davíð Þór

Kolefnishringrásin

Jón þekkir kolefnisferla hafsins vel eftir að hafa stundað umfangsmiklar hafrannsóknir hjá Hafrannsóknastofnun í áratugi. Um fjórðungur þess koltvíoxíðs sem berst út í andrúmsloftið, aðallega með bruna jarðefnaeldsneytis, binst í sjónum. Um fjórðungur til viðbótar í skógum og öðrum gróðri meginlandanna. En um helmingur bætist hins vegar við magnið í andrúmsloftinu. „Þannig bætist sífellt að við koltvíoxíð í andrúmsloftinu,“ segir Jón.

„Það sem gerðist í fyrra var að í staðinn fyrir baujur á stærð við körfubolta, var komin ný hönnun af baujum. Og það er viðarkurl“

Í kjölfar Parísarsamkomulagsins 2015, um að halda hlýnun Jarðar undir 2°C, benti Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) á að það væri nauðsynlegt að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Ekki væri nóg að minnka losunina vegna bruna jarðefnaeldsneytis heldur yrði líka að fjarlægja beinlínis koltvíoxíð úr andrúmsloftinu með einhverjum lausnum –  með því að örva bindinguna á meginlöndum og í höfunum. Þetta er einu nafni nefnt Carbon Dioxide Removal (CDR).

Úr andrúmsloftinu

IPCC skilgreindi einnig árið 2018 hvað átt væri við með kolefnisbindingu. Hún yrði að gerast þannig að koltvíoxíð væri fjarlægt úr andrúmsloftinu og færi við það í sjó eða þurrlendi.

„Í framhaldi af þessum yfirlýsingum fóru margir að velta fyrir sér hvernig hægt væri að uppfylla þetta,“ segir Jón. Ný fyrirtæki spruttu upp sem vildu vinna að verkefnum á þessu sviði. Mörg þeirra litu til lands og kortlögðu holt og hæðir til skógræktar. Önnur til holrýma undir fótum okkar til niðurdælingar. Sum horfðu svo dreymin til hafs og vildu kanna leiðir til að magna upp náttúrulega ferla þess svo það geti bundið meira koltvíoxíð í botnseti, gróðri og öðrum lífverum en það gerir nú þegar.

 Alþjóðlega vísindasamfélagið brást einnig við og hópar vísindamanna hafa á síðustu misserum bent á hvernig standa ætti að þessum málum – að nauðsynlegt væri að rannsóknir kæmu fyrst, áður en kæmi til iðnaðaraðgerða.

„Það hefur engin aðferð enn komið fram sem menn geta sagt að sé leiðin sem skuli fara,“ segir Jón um þær aðferðir sem horft er til er kemur að hafinu. Ekki hafi enn verið sýnt fram á leið sem virki og valdi ekki of miklum umhverfisáhrifum. „Allt svona inngrip í hafið veldur umhverfisáhrifum,“ segir hann, „og það þyrfti óhemju mikið magn, að fara í risastórar aðgerðir, ef þær eiga að hafa einhver gagnleg áhrif á andrúmsloftið.“

Frá hátæknibaujum til kurls

Þær aðferðir sem Running Tide sagðist ætla að nota til að binda, fanga og farga kolefni í hafinu hafa verið margar og síbreytilegar. Í fyrstu var talað um baujur á stærð við körfubolta, sem settar yrðu á rek og á þeim áttu að vaxa stórþörungar. Svo myndi allt heila klabbið sökkva að einhverjum tíma liðnum þar sem dýpi væri meira en 1.000 metrar, og kolefnið bindast í hafdjúpunum. „Mér þótti þetta nú skrítin rannsókn,“ segir Jón.

„Allt svona inngrip í hafið veldur umhverfisáhrifum“

En þó ekki jafn skrítin og sú sem að lokum var framkvæmd. „Það sem gerðist í fyrra var að í staðinn fyrir baujur á stærð við körfubolta, var komin ný hönnun af baujum. Og það er viðarkurl. Viðarkurl húðað með virkum alkalínskum efnum til þess að hafa áhrif á sýrustig sjávar. Ég var öldungis gáttaður þegar ég sá fyrst myndirnar af risastórum pramma, kjaftfullum af viðarkurli, sem var verið að draga út á haf, með Viðey í baksýn.“

En hvað var eiginlega á seyði?

Hann rifjar upp kolefnishringrásina og skilgreiningu IPCC um að kolefnisbinding í hafi yrði að felast í því að CO2 flæddi úr andrúmsloftinu til hafsins. „Viðarkurl gerir ekki neitt til þess,“ segir Jón með áherslu. „Það hefur engin áhrif á flæði CO2 milli lofts og sjávar. Þannig að bindingin af því að varpa 25 þúsund tonnum af viðarkurli í hafið er núll.“ Koltvíoxíðið er þegar bundið í viðnum. 

KoltvísýringurinnHvernig Running Tide fjarlægði 25.416,25 tonn af CO2 árið 2023, segir í fyrirsögn á grein á vef Running Tide. Engir óháðir aðilar hafa staðfest að bindingin hafi átt sér stað.

Húðun viðarkurlsins með virkum efnum virðist honum að auki vera „vafasöm útfærsla á aðferðum sem auka eiga basavirkni sjávar, svokölluð alkalinity enhancement“. Til þess að hafa áhrif á efnafræði yfirborðssjávar verða  alkalísku efnin að leysast upp áður en þau sökkva. Þó það gerist og aukin basavirkni náist jafngildir það ekki bindingu. „Við þekkjum það úr rannsóknum, að svo háttar hins vegar til í hafinu suður af Íslandi að það dregur í sig koldíoxíð úr lofti á sumrin en skilar því til baka á veturna. Þannig að áhrifin af þessu á bindingu koltvíoxíðs úr andrúmsloftinu eru líklega núll.“

 Hafið gæti orðið hluti af lausninni

Jón er ekki fráhverfur þeirri hugmynd að hægt verði að nota hafið til kolefnisbindingar upp að einhverju marki í framtíðinni, finnist til þess leiðir sem valdi ekki of miklum umhverfisáhrifum. „En það er engin leið, og fáránlegt að hugsa sem svo, að losun í hafið geti komið í staðinn fyrir að draga úr losun vegna jarðefnaeldsneytis.“

Það eigi að vera algjört forgangsmál – alls staðar.

„Er einhver búinn að gleyma því að við erum sjávarútvegsþjóð sem leggur mikla áherslu á að afla sjávarfangs á sjálfbæran hátt í lítt menguðu hafi?“ spyr Jón. „Er einhver búinn að gleyma því að það felast miklir hagsmunir í því að þessi ímynd haldist? Til hvers stóðum við í landhelgisdeilum og erum nú með 200 mílna lögsögu?“

Hann bendir að á ráðstefnum erlendis sé þegar farið að taka Running Tide sem dæmi um hvernig eigi ekki að standa að kolefnisbindingu í sjó. „Þannig að orðsporið er þegar í hættu. Running Tide hefur lýst því yfir að þeir ætli að stórauka þessa starfsemi – eins og það sé komið greið leið til að losa í hafið við Ísland. Hver hefur gefið þeim leyfi til þess?“

Skömmu eftir að viðtalið var tekið við Jón var öllu starfsfólki Running Tide á Íslandi sagt upp. Hið sama gerðist nokkrum dögum síðar hjá móðurfélaginu í Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá framkvæmdastjóranum á Íslandi sagði að verið væri að „vinda ofan af“ starfseminni hér á landi og að hún væri að „leggjast í dvala“.

Kjósa
100
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Það er augljóst eftir umfjöllun Heimildarinnar að Running Tide voru lukkuriddarar að selja snákaolíu. Það sem aðallega situr eftir er háðuleg framistaða stjórnvalda. Hverslags hálvitar og mannleysur sitja í ráðuneytum við að aðstoða ráðherragreyin við ákvarðanatökur?
    6
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Menn eru að missa sig út af þessum tugum tonna af kalkhúðuðu viðarkurli sem varpað var í hafið. Eins og Jón Ólafsson segir, þá er þetta gagnlaust og skaðlaus, "0" áhrif!
    Hins vegar ættum við að hafa áhyggjur af öllu því örplasti, mest frá bíldekkjum, sem við vörpum í hafið ár hvert og er væntanlegra skaðlegra og mun meira.
    "Hjólbarðar innihalda plast sem verður að örplasti við slit og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru hjólbarðar langstærsta uppspretta örplasts hér landi eða um 75 prósent. Áætlað er að frá þeim berist árlega 160-230 tonn til sjávar. "
    https://www.visir.is/g/2019938936d/hjolbardar-uppspretta-75-orplasts-a-islandi
    0
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Hvernig stendur á því að íslensk stjórnvöld gefa leyfi fyrir svona fáránlegu rugli????
    Höfðu þau ekki neitt samráð við menn með kunnáttu um svona hluti eða ákváðu þau að þau hefðu sjálf meira vit og kunnáttu en sérfræðingarnir? Það er ekki von að vel gangi að stjórna landinu með þvílíka menn og konur við stýrið. Hvað er til ráða til að fá almennilega stjórn og almennilega alþingismenn ????
    12
    • ÁJ
      Ástþór Jóhannsson skrifaði
      Þar fer saman óskhyggja og ráðleysi þeirra gráðugu. Nú rórilla þeir um að virkja þurfi alla "grænu orkuna" og ekkert megi standa í vegi fyrir þeirri löngun og svo er það vindurinn... Að draga úr losun jarðefnaeldsneytis með öllum ráðum, það er forgangsmálið.
      1
  • Sigurdur Bogason skrifaði
    Takk Jón, greinilegt að Running Tide var grænþvottarvél og ekki fótur fyrir leyfisveitningum til þeirra og rannsóknar- firringin slík hjá ráðherranum að eftirlitið varð ekkert.
    14
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Running Tide

Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár