Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Assange frjáls – Hittir loks börnin sem þekkja bara pabba í fangelsi

Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­leaks, var sleppt úr bresku ör­ygg­is­fang­elsi í gær­morg­un, eft­ir um fimm ára vist þar. Nú mun hann loks hitta syni sína tvo ut­an fang­elsis­veggj­anna.

Assange frjáls – Hittir loks börnin sem þekkja bara pabba í fangelsi
Assange Ætlar að snúa aftur til heimalandsins, Ástralíu. Hér sést hann á leið út í flugvél frá Bretlandi í gær. Mál Bandaríkjanna á hendur honum verður tekið fyrir á Norður-Marínaeyjum á morgun. Mynd: Skjáskot/Wikileaks

Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var sleppt úr fangelsi í Bretlandi í gærmorgun eftir að hann náði samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um að játa að hluta á sig brot sem þau hafa ákært hann fyrir.

„Eftir rúm fimm ár í 2x3 metra klefa þar sem hann var einangraður í 23 klukkustundir á dag mun [Julian Assange] bráðum hitta eiginkonu sína Stellu Assange og börnin þeirra, sem hafa kynnst föður sínum í gegnum rimla,“ segir í færslu Wikileaks um málið. 

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sagði í færslu á Facebook í nótt að margra ára barátta væri að skila árangri. „Þakka stuðninginn,“ skrifaði Kristinn.

Stella AssangeEiginkona Julians Assange á mótmælum vegna máls Bandaríkjanna gegn honum. Hægra megin við hana má sjá Kristinn Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks.

Snýr aftur til Ástralíu

Bandarísk yfirvöld hafa haldið því fram að birting Wikileaks á skjölum frá stríði Bandaríkjanna í Írak og Afganistan hafi stofnað mannslífum í hættu. Vegna þessa hefur Assange eytt síðustu fimm árum í bresku öryggisfangelsi og barist gegn framsali til Bandaríkjanna. 

Samkvæmt bandarísku fréttastofunni CBS mun Assange ekki vera settur í bandarískt fangelsi en útlit er fyrir að dómurinn vegna brotanna sem hann er sagður ætla að játa á sig verði jafn langur og sú fangelsisvist sem hann hefur þegar setið af sér í Bretlandi.

Assange yfirgaf Bretland síðdegis í gær og ætlar hann sér að snúa aftur til heimalandsins Ástralíu, samkvæmt færslu Wikileaks.  Talsmaður ríkisstjórnar Ástralíu sagði við AFP í gær að mál Assange hafi dregist of lengi. 

Ákæran sem Assange samþykkti að gangast við verður tekin fyrir hjá dómstólum á Norður-Maríanaeyjum á morgun. Bandaríkin fara með stjórn eyjanna og eru þær mun nær Ástralíu en bandarískir dómstólar á Hawaii eða meginlandi Bandaríkjanna. 

Assange og lögmenn hans hafa lengi haldið því fram að mál Bandaríkjamanna gegn honum sé af pólitískum toga.

Yfirtók líf Stellu

Stella Assange ræddi mál eiginmanns síns við Heimildina árið 2021. Þá biðlaði hún til Íslendinga um að berjast fyrir frelsun hans.

„Þetta hefur í raun og veru yfirtekið líf mitt,“ sagði hún um baráttuna fyrir frelsi Julians.

„Ég gerði mér grein fyrir því frá byrjun að baráttan væri mjög hættuleg. Það voru mjög myrk öfl sem vildu setja hann í fangelsi til að þagga niður í honum og berjast gegn því sem Julian var að berjast fyrir.“

Þá sagði Stella að eiginmaður hennar væri að berjast við valdamikil öfl.

„Julian hefur reitt marga til reiði, ekki bara hernaðaryfirvöld og njósnastofnanir í Bandaríkjunum, heldur einnig bankana, stóru lyfjafyrirtækin og svo framvegis. Svo það eru mjög sterk öfl sem vilja þagga niður í Julian. Við sáum það til dæmis árið 2010, þegar Wikileaks birti gögn frá bandaríska hernum í Afganistan og Írak ásamt diplómataskjölunum, að meira að segja kreditkortafyrirtækin fóru að loka á Wikileaks. Þetta er bara eitt dæmi um hvernig pólitíkin hafði áhrif á einkageirann til að ráðast á Julian úr öllum áttum. Dómstólar á Íslandi komust síðan að þeirri niðurstöðu að þessi aðgerð kreditkortafyrirtækjanna væri ólögmæt.“

Gabriel og MaxSynir Assange hafa eingöngu hitt föður sinn inni í sendiráði og fangelsi.
Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    "Couldn't help but make me feel ashamed to live in a land where justic is a game"
    Bob Dylan Desire '78 Hurricane.
    Þó svo að samviska þessara tveggja vinaþjóða, USA og UK sé ekki upp á marga fiskana þá rankar hún við sér Þegar heilaþveginn almenningur stuggar við buddum þeirra.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Frábærar fréttir!
    En ég kemst ekki hjá því að vellta fyrir mér þeim möguleika að þetta útspil B.N.A. sé tilkomið til að fá ekki á sig óorðsstympil fyrir að dæma Assange saklausan í 100+ ára fangelsi.
    Og síðan þegar rykið er sest þá munu útsendarar CIA myrða Assange.
    Síðan eftir það verður því lýst yfir að sá sem sé helst grunaður um ódæðið.
    Sé einfari og talin frekar tæpur á geði.
    0
  • EHS
    Eiríkur Hans Sigurðsson skrifaði
    Þetta eru góðar fréttir. 🥰
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Dásamlega góðar fréttir
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
7
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirhluta framkvæmdastjórn lögð fram á sáttarfundum
8
Fréttir

Til­laga um auk­inn meir­hluta fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sáttar­fund­um

Á sáttar­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmd­ar­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjalla um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár