Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Assange frjáls – Hittir loks börnin sem þekkja bara pabba í fangelsi

Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­leaks, var sleppt úr bresku ör­ygg­is­fang­elsi í gær­morg­un, eft­ir um fimm ára vist þar. Nú mun hann loks hitta syni sína tvo ut­an fang­elsis­veggj­anna.

Assange frjáls – Hittir loks börnin sem þekkja bara pabba í fangelsi
Assange Ætlar að snúa aftur til heimalandsins, Ástralíu. Hér sést hann á leið út í flugvél frá Bretlandi í gær. Mál Bandaríkjanna á hendur honum verður tekið fyrir á Norður-Marínaeyjum á morgun. Mynd: Skjáskot/Wikileaks

Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var sleppt úr fangelsi í Bretlandi í gærmorgun eftir að hann náði samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um að játa að hluta á sig brot sem þau hafa ákært hann fyrir.

„Eftir rúm fimm ár í 2x3 metra klefa þar sem hann var einangraður í 23 klukkustundir á dag mun [Julian Assange] bráðum hitta eiginkonu sína Stellu Assange og börnin þeirra, sem hafa kynnst föður sínum í gegnum rimla,“ segir í færslu Wikileaks um málið. 

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sagði í færslu á Facebook í nótt að margra ára barátta væri að skila árangri. „Þakka stuðninginn,“ skrifaði Kristinn.

Stella AssangeEiginkona Julians Assange á mótmælum vegna máls Bandaríkjanna gegn honum. Hægra megin við hana má sjá Kristinn Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks.

Snýr aftur til Ástralíu

Bandarísk yfirvöld hafa haldið því fram að birting Wikileaks á skjölum frá stríði Bandaríkjanna í Írak og Afganistan hafi stofnað mannslífum í hættu. Vegna þessa hefur Assange eytt síðustu fimm árum í bresku öryggisfangelsi og barist gegn framsali til Bandaríkjanna. 

Samkvæmt bandarísku fréttastofunni CBS mun Assange ekki vera settur í bandarískt fangelsi en útlit er fyrir að dómurinn vegna brotanna sem hann er sagður ætla að játa á sig verði jafn langur og sú fangelsisvist sem hann hefur þegar setið af sér í Bretlandi.

Assange yfirgaf Bretland síðdegis í gær og ætlar hann sér að snúa aftur til heimalandsins Ástralíu, samkvæmt færslu Wikileaks.  Talsmaður ríkisstjórnar Ástralíu sagði við AFP í gær að mál Assange hafi dregist of lengi. 

Ákæran sem Assange samþykkti að gangast við verður tekin fyrir hjá dómstólum á Norður-Maríanaeyjum á morgun. Bandaríkin fara með stjórn eyjanna og eru þær mun nær Ástralíu en bandarískir dómstólar á Hawaii eða meginlandi Bandaríkjanna. 

Assange og lögmenn hans hafa lengi haldið því fram að mál Bandaríkjamanna gegn honum sé af pólitískum toga.

Yfirtók líf Stellu

Stella Assange ræddi mál eiginmanns síns við Heimildina árið 2021. Þá biðlaði hún til Íslendinga um að berjast fyrir frelsun hans.

„Þetta hefur í raun og veru yfirtekið líf mitt,“ sagði hún um baráttuna fyrir frelsi Julians.

„Ég gerði mér grein fyrir því frá byrjun að baráttan væri mjög hættuleg. Það voru mjög myrk öfl sem vildu setja hann í fangelsi til að þagga niður í honum og berjast gegn því sem Julian var að berjast fyrir.“

Þá sagði Stella að eiginmaður hennar væri að berjast við valdamikil öfl.

„Julian hefur reitt marga til reiði, ekki bara hernaðaryfirvöld og njósnastofnanir í Bandaríkjunum, heldur einnig bankana, stóru lyfjafyrirtækin og svo framvegis. Svo það eru mjög sterk öfl sem vilja þagga niður í Julian. Við sáum það til dæmis árið 2010, þegar Wikileaks birti gögn frá bandaríska hernum í Afganistan og Írak ásamt diplómataskjölunum, að meira að segja kreditkortafyrirtækin fóru að loka á Wikileaks. Þetta er bara eitt dæmi um hvernig pólitíkin hafði áhrif á einkageirann til að ráðast á Julian úr öllum áttum. Dómstólar á Íslandi komust síðan að þeirri niðurstöðu að þessi aðgerð kreditkortafyrirtækjanna væri ólögmæt.“

Gabriel og MaxSynir Assange hafa eingöngu hitt föður sinn inni í sendiráði og fangelsi.
Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    "Couldn't help but make me feel ashamed to live in a land where justic is a game"
    Bob Dylan Desire '78 Hurricane.
    Þó svo að samviska þessara tveggja vinaþjóða, USA og UK sé ekki upp á marga fiskana þá rankar hún við sér Þegar heilaþveginn almenningur stuggar við buddum þeirra.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Frábærar fréttir!
    En ég kemst ekki hjá því að vellta fyrir mér þeim möguleika að þetta útspil B.N.A. sé tilkomið til að fá ekki á sig óorðsstympil fyrir að dæma Assange saklausan í 100+ ára fangelsi.
    Og síðan þegar rykið er sest þá munu útsendarar CIA myrða Assange.
    Síðan eftir það verður því lýst yfir að sá sem sé helst grunaður um ódæðið.
    Sé einfari og talin frekar tæpur á geði.
    0
  • EHS
    Eiríkur Hans Sigurðsson skrifaði
    Þetta eru góðar fréttir. 🥰
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Dásamlega góðar fréttir
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár