Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hremmingar fjölskyldu Assange

Stella Mor­is, unn­usta Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­leaks, er stödd á land­inu og biðl­ar til Ís­lend­inga að berj­ast fyr­ir frels­un hans. Hún vill að Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi per­sónu­leg af­skipti af mál­inu.

Stella Moris, unnusta Julian Assange, hefur undanfarin tíu ár barist fyrir frelsi hans. Baráttan hefur verið löng og erfið. Andstæðingurinn er ekki lítill, en hann er enginn annar en alríkisstjórn Bandaríkjanna.

Allt frá því að Julian Assange og Wikileaks birtu mikið magn af leynilegum upplýsingum um allt frá spillingu til stríðsglæpa hefur Bandaríkjastjórn hundelt hann um allan heim. Þessar upplýsingar hafa breytt sýn okkar á samtímasöguna og leitt í ljós hversu mikið yfirvöld vestanhafs fela fyrir borgurum sínum. Áhrif þessa eltingarleiks við Assange hefur ekki bara haft áhrif á hann sjálfan, þar sem hann situr í öryggisfangelsi í Bretlandi þessa dagana, heldur einnig börnin hans og unnustu. Synir hans tveir, fjögurra og tveggja ára gamlir, hafa frá fæðingu eingöngu fengið að sjá hann læstan inni í sendiráði eða í öryggisfangelsi.

Í janúar hafnaði breskur dómari því að Assange yrði framseldur til Bandaríkjanna, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár