Drónamyndband af stórri sprungu í grennd við Sýlingarfell á Reykjanesi sýndi reyk rjúka upp úr sprungunni af nokkrum krafti, tveimur dögum áður en gosinu var svo lokið.
Gosinu líklegast lokið en möguleiki á frekara hraunrennsli
Eldgosið á svæðinu hófst 29. maí síðastliðinn og varði í 24 daga en Veðurstofan lýsti því yfir að gosinu virtist vera lokið á laugardag. Þá sagði Veðurstofan að engin virkni hafi verið sjáanleg þegar Almannavarnir flugu dróna til athugunar. Órói á nálægum jarðskjálftamælum hafði dottið niður og væri sambærilegur því sem mældist áður en gos hófst.
„Enn má þó búast við í einhvern tíma að eldra hraun haldi áfram að streyma hægt meðfram Sýlingarfelli norðanverðu og við varnargarð L1 þar sem spýjur hafa runnið yfir.“
Athugasemdir