Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Alvarlegt feilspor í ballettinum

Ný út­tekt á kennslu­hátt­um og fram­koma kenn­ara við Ball­ett­skóla kon­ung­lega leik­húss­ins í Kaup­manna­höfn gagn­vart nem­end­um er áfell­is­dóm­ur yf­ir stjórn­end­um skól­ans og leik­húss­ins. Út­tekt­in var gerð í kjöl­far um­fjöll­un­ar eins af dönsku dag­blöð­un­um og vakti mikla at­hygli.

Ballettskóli konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn var stofnaður árið 1771, sama ár og Konunglegi ballettinn var formlega stofnaður. Ballettflokkurinn hafði þó starfað frá árinu 1748 en það ár hófst starfsemi Konunglega leikhússins við Kóngsins Nýjatorg. Ballettinn er hátt skrifaður í ballettheiminum og nýtur þar bæði virðingar og álits. Margir þekktir dansarar hafa gegnum árin stigið sín fyrstu spor í Ballettskólanum og síðan fengið fast starf við Konunglega ballettinn, þekktastur í þeim hópi er vafalítið August Bornonville (1805 – 1879).

Skólinn og leikhúsið hafa alla tíð verið nátengd og skólinn hefur alla tíð haft aðsetur í húsakynnum leikhússins við Kóngsins Nýjatorg. Nemendur eru teknir inn í Ballettskólann að undangengnum umfangsmiklum inntökuprófum. Skólinn er með bekkjakerfi, frá 0. – 9. bekkjar ásamt þriggja ára reynslutímabili. Frá og með öðru ári getur nemendum verið vísað úr skólanum standist þeir ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.

Ballettskólinn er jafnframt grunnskóli, sá hluti er kallaður Læseskolen, um langt árabil hefur N. Zahles skólinn í Kaupmannahöfn annast hina hefðbundnu grunnskólakennslu.  Skólinn er rekinn með fjárstyrk frá ríkinu auk skólagjalda nemenda. Danska námseftirlitsstofnunin (Styrelsen for Undervisning og Kvalitet) hefur eftirlit með bóknáminu sem fram fer í skólanum, en ekkert eftirlit er með ballettkennslunni. 

BallettBallettskóli konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn og leikhúsið hafa alla tíð verið nátengd og skólinn hefur alla tíð haft aðsetur í húsakynnum leikhússins við Kóngsins Nýjatorg.

Kusk á glansmyndina

Haustið 2023 birti dagblaðið Politiken langan greinaflokk um Ballettskóla Konunglega leikhússins, sem blaðamenn höfðu unnið að um langt skeið. Í greinaflokknum birtust viðtöl við 30 fyrrverandi nemendur ballettskólans en samtals ræddu blaðamennirnir við 48 einstaklinga, nemendur og foreldra. Rétt er að geta þess að umfjöllunin sneri eingöngu að ballettskólanum en ekki hinu hefðbundna grunnskólanámi í Læseskolen. Greinaflokkur Politiken vakti mikla athygli og um hana var fjallað í nær öllum dönskum fjölmiðlum. Ballettskólinn hefur iðulega verið sveipaður einskonar dýrðarljóma en yfir þessari umfjöllun var enginn dýðarljómi, heldur dökkt ský.

Líkamleg og andleg vanlíðan

Eins og áður sagði byggði umfjöllun Politken á viðtölum við fjölmarga fyrrverandi nemendur sem voru í skólanum á árunum 2010 – 2020 og einnig foreldra og aðstandendur nemenda.

Meðal þeirra sem rætt var við er Klara Maj Stockmarr, hún var í skólanum frá 11 til 14 ára aldurs, hún er 24 ára í dag. Hún lýsti því í viðtalinu að sér og öðrum, nemendum allt niður í 9 ára aldur hefði sífellt verið skipað að léttast, þótt allir í hópnum hafi verið grannir, sumir allt of grannir. „Ég fór að æfa sífellt meira, hljóp, hjólaði og synti, allt til að geta uppfyllt kröfur kennaranna og skólastjórans,“ sagði Klara Maj Stockmarr. 17 þeirra fyrrverandi nemenda, meirhlutinn stúlkur, sem Politiken ræddi við greindu frá því að þeir hefðu, meðan á náminu stóð og allar götur síðan glímt við átröskun, þar á meðal áðurnefnd Klara Maj Stockmarr. Veran í skólanum hefur einnig leitt til þess að margir úr hópnum hafa þurft að leita til geðlækna til að ná tökum á lífi sínu, eins og Klara Maj Stockmarr komst að orði.

Drottning fylgist með ballettdönsurumMargir þekktir dansarar hafa gegnum árin stigið sín fyrstu spor í Ballettskólanum og síðan fengið fast starf við Konunglega ballettinn.

Margar stúlknanna og sumir drengjanna (þeir er ætíð miklu færri í skólanum) lýstu því hvernig þau hefðu nánast svelt sig heilu og hálfu dagana til að uppfylla kröfur kennaranna. Og í mörgum tilvikum dugði það ekki til og þeim neitað um að halda áfram náminu. Ballettmeistarinn, yfirmaður Ballettskóla Konunglega leikhússins fylgist grannt með nemendum á efri stigum skólans og þeim sem skara fram úr er gjarna boðin staða í ballettflokknum að námi loknu.

Kvartanir og ábendingar báru engan árangur

Mörgum foreldrum blöskraði sú breyting sem orðið hafði á börnunum þegar þau komu heim í leyfi. Og sömuleiðis lýsingum þeirra á framkomu kennaranna og stjórnenda skólans. Margir foreldrar höfðu samband, ýmist símleiðis eða með bréfaskrifum, við skólann en fengu ætíð lítil eða engin svör. Margir foreldrar hikuðu einnig við að kvarta. „Ég var viss um að ef ég kvartaði myndi það bitna á dóttur minni,“ sagði móðir sem Politiken ræddi við.

Stjórn Konunglega leikhússins fyrirskipaði rannsókn

Í kjölfar umfjöllunnar Politiken síðastliðið haust, og í kjölfarið fleiri fjölmiðla, beindi Kasper Holten leikhússtjóri Konunglega leikhússins, og æðsti yfirmaður ballettskólans, því til stjórnar leikhússins, að fram færi rannsókn á kennsluháttum ballettskólans og starfsemi hans. Stjórnin fól í framhaldinu lögfræðistofunni Horten að annast rannsóknina og skila skýrslu að rannsókn lokinni. Lögfræðistofan fékk skipun um að vinna hratt og skýrslan barst stjórn leikhússins fyrir skömmu.

Kolsvört skýrsla

Í stuttu máli staðfestir rannsókn lögfræðistofunnar Horten allt sem fram kom í umfjöllun Politiken og er áfellisdómur yfir skólanum og stjórnendum hans. Í skýrslunni eru jafnframt settar fram 40 ábendingar um úrbætur, 8 þeirra eru frá lögfræðistofunni sjálfri en hinar 32 eru frá sálfræðingum og öðrum sérfræðingum. Lagðar eru til gagngerar breytingar á starfsemi skólans. Lars Barfoed stjórnarformaður Konunglega leikhússins (fyrrverandi þingmaður og ráðherra) sagði í viðtali að þessari skýrslu yrði ekki stungið undir stól og nú þegar yrði hafist handa um úrbætur samkvæmt þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunni. Lars Barfoed, sem tók við stjórnarformennskunni haustið 2023, sagði jafnframt að leitað yrði aðstoðar færustu sérfræðinga, eins og hann komst að orði.

Kasper Holten leikhússtjóri Konunglega leikhússins  (síðan 2018) og Nikolaj Hübbe stjórnandi ballettsins (frá árinu 2008) hafa báðir beðið fyrrverandi og núverandi nemendur ballettskólans afsökunar á öllu því sem miður hefur farið. Núverandi ráðningartímabil Nikolaj Hübbe rennur út árið 2026 og fyrir nokkrum mánuðum síðan tilkynnti hann að hann myndi ekki sækjast eftir endurráðningu.

Þeir Kasper Holten og Nikolaj Hübbe hafa báðir fengið áminningu frá stjórn leikhússins.

ÁminningKasper Holten leikhússtjóri Konunglega leikhússins ásamt Morten Kirkskov leikhússtjóra, Nikolaj Hübbe stjórnanda ballettsins og John Fulljames óperustjóra. Kasper og Nikolaj hafa báðir fengið áminningu frá stjórn leikhússins vegna nýrrar úttektar á kennsluháttum og framkomu kennara við Ballettskóla konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn gagnvart nemendum.
Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Í myndatexta er ágæt regla að greina frá nöfnum einstaklinga á myndinni í sömu röð og þeir birtast þar.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár