Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Gögnin um Running Tide: Frá tölvupósti til trjákurls

Um­fjöll­un Heim­ild­ar­inn­ar um fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide bygg­ir m.a. á miklu magni gagna sem afl­að var hjá ráðu­neyt­um og stofn­un­um sem komu við sögu á ferða­lagi fyr­ir­tæk­is­ins um ís­lenska stjórn­sýslu. Fæst þess­ara gagna hafa ver­ið birt op­in­ber­lega. Hér er hluti þeirra birt­ur í fyrsta sinn.

Gögnin um Running Tide: Frá tölvupósti til trjákurls
Hráefnið Kanadískt trjákurl var flutt til landsins í tugþúsunda tonna vís til verkefna Running Tide. Til stóð að nota það í flothylki, baujur, sem baðaðar yrðu þaragró. Þeim yrði svo fleytt í hafið og á þeim vaxa stórþörungur. Það var ekki gert heldur kurlinu kastað í sjóinn án þaragróa og því komu engir stórþörungar, sem gleypa áttu CO2 úr andrúmsloftinu, við sögu í aðgerðum fyrirtækisins. Fremst á myndinni, sem tekin er á athafnasvæði fyrirtækisins á Grundartanga, eru miklir haugar af kalksteinsbrotum sem flutt voru inn frá Svíþjóð og Bretlandi. Mynd: Golli

Rannsókn Heimildarinnar á starfsemi fyrirtækisins Running Tide hér á landi byggði m.a. á miklu magni gagna sem aflað var frá þremur ráðuneytum og jafnmörgum stofnunum sem áttu með einum eða öðrum hætti aðkomu að málefnum fyrirtækisins er það sótti um leyfi til rannsókna og lagði síðar fram stjórnsýslukæru.

Aflað var gagna frá utanríkisráðuneytinu, sem gaf fyrirtækinu leyfi til vísindarannsókna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, sem átti frumkvæði að stuðningsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við verkefnið, og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, en settur ráðherra þess, Bjarni Benediktsson, úrskurðaði að áform fyrirtækisins væru ekki varp í hafið samkvæmt lögum, líkt og Umhverfisstofnun hafði komist að.

Þá var gagna einnig aflað frá Umhverfisstofnun, Landhelgisgæslunni og Hafrannsóknarstofnun.

Fæst þessara gagna hafa verið birt opinberlega. Hér að neðan er hluti þeirra birtur í fyrsta sinn, m.a. rannsóknarleyfið sjálft og stuðingsyfirlýsing fjögurra ráðherra.

Vörður á ferðalagi Running Tide um íslenska stjórnsýslu

21. febrúar 2022

Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri Transition Labs, sendir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra nýsköpunar, tölvupóst með drögum að stuðningsbréfi til handa Running Tide. „Running Tide er eitt nokkurra blákolefnis (e. „blue carbon“) eða sjávarkolefnisförgunar fyrirtækja (e. „Ocean CDR“) sem eru að skoða uppbyggingu á Íslandi í samstarfi við Transition Labs,“ stendur m.a. í bréfi Kjartans. „Sá iðnaður snýst um að nýta gæði hafsins á sjálfbæran og öruggan hátt til að fanga og farga kolefni. Running Tide nýtir í sinni tækni stórþörunga sem eru ræktaðir á rúmsjó og síðan sökkt ofan í dýpri lög sjávar til að binda kolefnið til frambúðar.“

7. mars 2022

Fjórir ráðherrar skrifa undir „Letter of support“, viljayfirlýsingu, þar sem lýst er yfir stuðningi við áform Running Tide. Yfirlýsingin byggði á drögum Kjartans og engra frekari gagna var aflað við gerð hennar. „Ríkisstjórn Íslands styður nýsköpunarverkefni Running Tide og hlakkar til að fylgjast með framvindu þess og kanna frekari tækifæri fyrir Ísland sem þetta kann að skapa,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.

UppeldisstöðinÁ Akranesi rak Running Tide líftæknisetur. Á rannsóknarstofu voru gerðar tilraunir með ræktun þara og hvernig fá mætti tvær tegundir hans til að varpa frá sér gró sem svo mætti baða flothylki upp úr og senda út á rúmsjó. Tilraunir með slíkt voru gerðar úti á sjó í stórum járnbaujum. Um var að ræða tilraunir á litlum skala. Engin þaragró kom við sögu í aðgerðum Running Tide síðasta sumar.

10. mars 2022

Umsókn Running Tide til utanríkisráðuneytisins um leyfi til vísindarannsókna í landhelgi Íslands. „Rannsóknirnar snúast í aðalatriðum um að skilja hvernig rækt á stórþörungum á rúmsjó getur fangað CO2 úr andrúmsloftinu til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum.“ Sótt er um leyfi til tvenns konar rannsókna:

Ræktun á stórþörungum innan landhelgi Íslands á föstum staðsetningum

og

Rannsóknir með flotbaujum sem fljóta út úr landhelgi Íslands.

„Þessi hluti rannsóknarinnar felst í því að rækta nokkrar mismunandi tegundir stórþörunga á litlum flothylkjum úr vikurhúðuðu trjákurli úti á rúmsjó.“

22. mars 2022

Umsögn Landhelgisgæslunnar um umsókn Running Tide um leyfi til vísindarannsókna. „Eins og umsókn Running Tide Iceland er sett fram í bréfi/umsókn til utanríkisráðuneytisins þá hefur Landhelgisgæslan engar forsendur til að veita umsögn aðra en þá að mun ítarlegri upplýsingar þurfa að koma fram um hvar áætlað er að starfsemin fari fram,“ segir í umsögn Gæslunnar. „Jafnframt minnir Landhelgisgæslan á það að fyrir opnu hafi og jafnvel opnari strandsvæðum umhverfis Ísland eru ein verstu sjólög sem þekkjast í heimshöfunum og þá sérstaklega undan Suð-Vesturlandi“.

13. apríl 2022

Umsögn Umhverfisstofnunar um leyfisumsóknina. „Í umsókninni segir að hluti rannsóknarinnar er að rækta stórþörunga á litlum flothylkjum úr vikurhúðuðu trjákurli úti á rúmsjó. Eftir 3 - 9 mánuði leysast flothylkin upp og sökkva til botns. Umhverfisstofnun bendir á að þetta gæti fallið undir 9. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda en skv. greininni er varp náttúrulegra, óvirkra efna, þ.e. fastra jarðefna sem ekki hafa verið unnin efnafræðilega og samsett eru úr efnum sem ólíklegt er að losni út í hafsvæðið, háð leyfi stofnunarinnar.“

12. maí 2022

Umsögn Hafrannsóknarstofnunar vegna rannsóknarleyfis Running Tide. Í henni er m.a. vísað til fundar stofnunarinnar með forsvarsmönum fyrirtækisins þar sem fram hafi komið að stefnt væri að því að losa flothylki/kúlur utan lögsögu Íslands. „Til staðar eru reglur um það hvað má og hvað má ekki lofsa í hafið,“ benti Hafró m.a. á.

BaujurPrófanir voru gerðar á nokkrum tegundum bauja. Þessi hér var hönnuð í samstarfi við BM Vallá og innihélt 18 prósent sement sem bindiefni.

3. júní 2022

Umsögn umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um rannsóknarleyfi til handa Running Tide. Ráðuneytið styður veitingu leyfisins „sem miðar að því að skoða hvort hægt sé að binda kolefni á hafi úti í stórþörungum án þess að valda súrnun hafsins eða valda neikvæðum áhrifum á annan hátt á lífríki sjávar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn að stórfelldar aðgerðir í lífrænni kolefnisförgun á hafi séu ekki tímabærar og að skoða þurfi vel alþjóðlegar samþykktir, lagaleg álitamál og vísindalega þekkingu áður en lagt er af stað í slíka vegferð“.

8. júlí 2022

Tölvupóstsamskipti lögfræðings utanríkisráðuneytisins og Kristins framkvæmdastjóra RT Iceland um orðalag í rannsóknarleyfi.

Síðar sama dag:

Utanríkisráðuneytið gefur Running Tide „leyfi til vísindalegrar rannsóknar“. Leyfið gildir í fjögur ár og „er takmarkað við fleytingu 50.000 tonna af flothylkjum“ með ákveðnum skilyrðum.

Í leyfinu segir m.a.: „Um er að ræða umfangsmikið kolefnisförgunarverkefni þar sem langtíma markmiðið er að farga allt að 500.000 tonnum af kolefni á svæði utan lögsögu Íslands“. Er sérstaklega tekið fram að til standi að nota þara til að taka upp kolefni við ljóstillífun. „Rækta á stórþörunga á kúlum/flothylkjum sem unnið er að því að hanna en áætlað er að verði á stærð við körfubolta og búin til úr m.a. viðarmassa, kalki og bindiefnum“.

FrumkvöðullKristinn Árni Lár Hróbjartsson, framkvæmdastjóri Running Tide Iceland var í miklum samskiptum við stofnanir og ráðuneyti á margra mánaða tímabili.

20. júlí 2022

Fyrirspurn Running Tides til Umhverfisstofnunar um leyfisskyldu samkvæmt skilyrðum sem sett voru fram af utanríkisráðuneytinu í rannsóknarleyfi. „Tæknin sem Running Tide hannar til kolefnisförgunar felst í því að fleyta kolefnisríkum flothylkjum sem innihalda kalkefni og eru undirlag fyrir ræktun á stórþörungum á rúmsjó.“

21. október 2022

Umsögn Landhelgisgæslunnar um „fyrsta áfanga“ rannsókna Running Tide sem þá var kominn fram. Hann átti, samkvæmt gögnum fyrirtækisins til Umhverfisstofnunar, að felast í að að setja í hafið 10 þúsund tonn af einingum sem væru 1-3 sm að stærð og samsettar eru úr timbri, kalki og kalsíumoxíði, þ.e. viðarkurl húðað efnum úr kalksteini.

26. október 2022

Umsögn Hafrannsóknastofnunar um fyrsta áfanga rannsókna Running Tide. „Hafrannsóknastofnun telur að veruleg óvissa ríki um framkvæmdina, hvort hún virki á þann hátt sem ætlast er til og hver umhverfisáhrif hennar séu. Ljóst er að umtalsverðu magni af efnum verðum varpað í hafið og illmögulegt að meta hvort hún standist á við markmið laga um vendun hafs og stranda.“

27. október 2022

Andmæli Kristins Árna Lárs Hróbjartssonar framkvæmdastjóra Running Tide við umsögn Hafrannsóknastofnunar. „Félagið vill koma því á framfæri að ekki er um neina efnislega breytingu að ræða á rannsókninni frá því leyfið var gefið út“.

15. nóvember 2022

Áform um niðurstöðu Umhverfisstofnunar um það hvort áætlanir Running Tide, og þá ekki síst áætlanir um fyrsta áfanga rannsóknanna um að varpa þúsundum tonna af trjákurli í hafið, sé leyfisskyld.

22. desember 2022

Úrskurður Umhverfisstofnunar um áform Running Tide. „Með hliðsjón af framangreindu telur Umhverfisstofnun að ekki hafi annað komið fram en að rannsóknir Running Tide, sem óskað hefur verið eftir afstöðu til, feli í sér varp í hafið samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sbr. 27. tl. 1. mgr. 3. gr. l. nr. 33/2004. Varp efna í hafið er bannað samkvæmt ákvæðinu og er því leyfisskylt en heimildir til leyfisveitingar eiga eingöngu við um þau efni sem talin eru upp í ákvæðinu.“ 

Á haf útDráttarbátur dregur norska prammann á haf út. Á þessari mynd, sem tekin er rétt við Viðey, er pramminn ekki fulllestaður.

18. janúar 2023

Stjórnsýslukæra Running Tide til umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar. „Við meðferð málsins hefur stofnunin ítrekað lagt rangar forsendur til grundvallar umfjöllun sinni sem byggjast einkum á að verkefnið hafi breyst frá því að rannsóknarleyfið var gefið út. Þær fullyrðingar eru hvorki í samræmi við gögn málsins né afstöðu utanríkisráðuneytisins.“

25. apríl 2023

Úrskurður Bjarna Benediktsson, setts umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um stjórnsýslukæru RT. „Hin kærða ákvörðun Umhverfisstofnunar, frá 22. desember 2022, þess efnis að rannsóknir félagsins feli í sér varp í hafið samkvæmt 1. mgr. 9. gr., sbr. 27. töluliðar 1. mgr. 3. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda, er felld úr gildi.“

30. maí 2023

Bréf Umhverfisstofnunar til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis: „Umhverfisstofnun telur, í ljósi úrskurðar ráðuneytisins, að ekki sé til staðar lagagrundvöllur fyrir stofnunina til frekara samráðs um rannsóknina eða eftirlit með þeim efnum og hlutum sem sökkva í hafið við framkvæmd hennar né heimildir til að grípa inn í ef um verður að ræða neikvæð umhverfisáhrif af framkvæmdinni.“

Júní 2023

Running Tide hefur aðgerðir og flytur næstu vikur 19 þúsund tonn af trjákurli, í fimmtán leiðöngrum, á pramma út að endimörkum íslenskrar landhelgi.

Í kjölfarið fullyrti Running Tide að með því að setja kurlið í hafið hefði tekist að binda varanlega yfir 25 þúsund tonn af CO2.

Kjósa
64
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Meiri vitleisan algjört rugl og örugglega eitt að mörgu slíku í landi tækifæranna svindl money tækifæri
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Running Tide

Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
5
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
„Sjálfsagt verða báðir jafn óánægðir með niðurstöðuna“
6
Fréttir

„Sjálfsagt verða báð­ir jafn óánægð­ir með nið­ur­stöð­una“

Eini stjórn­ar­mað­ur­inn í stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem lagð­ist gegn opn­un Von­ar­skarðs fyr­ir vél­knúna um­ferð seg­ir mál­ið hafa ver­ið keyrt í gegn nú rétt fyr­ir kosn­ing­ar af for­manni og vara­for­manni sem skip­að­ir voru af um­hverf­is­ráð­herra sem stend­ur í kosn­inga­bar­áttu. Formað­ur stjórn­ar­inn­ar hafn­ar þessu al­far­ið og seg­ir að eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur hafi ver­ið til stað­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár