Vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra var felld á Alþingi í hádeginu. Flutningsmenn tillögunnar voru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Ástæða tillögunnar var framganga Bjarkeyjar í tengslum við hvalveiðar. Miðflokkurinn gagnrýndi matvælaráðherra fyrir að hafa tekið sér óvenju langan tíma til veitingar hvalveiðileyfis með þeim afleiðingum að ekkert yrði af vertíð Hvals hf. í sumar. Bjarkey gaf út veiðileyfi þann 11. júní síðastliðinn til veiða á 128 langreyðum.
Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna höfðu gefið það út að þeir myndu allir verja Bjarkeyju vantrausti. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að tillagan, sem hún kallaði pólitískt leikrit, yrði felld.
Tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 23. Einn greiddi ekki atkvæði en fjórir voru fjarstaddir.
Jón Gunnarsson sat hjá
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að greiða ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni. Hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni í ræðustól og sakaði þingflokk …
Athugasemdir