Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Líklega engar hvalveiðar hjá Hval í sumar þrátt fyrir leyfi og kvóta

Birna Lofts­dótt­ir, ann­ar stærsti hlut­hafi Hvals hf. og syst­ir Kristjáns Lofts­son­ar, vill ekki svara því hvort henni finn­ist leið­in­legt að Hval­ur hf. muni ekki veiða lang­reyð­ar í sum­ar. Fað­ir þeirra stofn­aði fyr­ir­tæk­ið.

Líklega engar hvalveiðar hjá Hval í sumar þrátt fyrir leyfi og kvóta
Engar veiðar Birna Loftsdóttir, annar stærsti hluthafi Hvals hf., segir að engar hvalveiðar verði hjá Hval hf. í sumar.

Birna Loftsdóttir, annar stærsti hluthafi Hvals hf. og systir Kristjáns Loftssonar forstjóra, segir að líklega verði engar hvalveiðar hjá fyrirtækinu í sumar þrátt fyrir að matvælaráðherra, Bjarkey Gunnarsdóttir, hafi gefið út veiðileyfi til fyrirtækisins sem og kvóta upp á 128 langreyðar. „Að sjálfsögðu ekki,“ segir hún við Heimildina. 

Ákvörðun Bjarkeyjar um leyfisveitingarnar var afar umdeild, bæði hjá fylgismönnum sem og andstæðingum hvalveiða. 

Kristján, bróðir Birnu, sagði í vikunni að líklega verði ekki af hvalveiðum í sumar þrátt fyrir leyfisveitingarnar þar sem ekki sé tími til að skipuleggja veiðarnar af því leyfin komi svo seint. „Ég sé ekki fyr­ir mér að orðið geti af hval­veiðum í sum­ar.“ Þau systkinin eru börn eins stofnenda Hvals hf., Lofts Bjarnasonar, og erfðu þau hlutabréfin í félaginu. 

Birna segist ekki geta bætt miklu við þessi orð Kristjáns. „Ef hann segir að það verði ekki veitt þá verður ekki veitt. Ég hef engu við það að bæta.“ Aðspurð hvaða skoðun hún hafi á því að Hvalur ætli sér ekki að veiða hval í sumar segist hún ekki vilja svara því. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár