Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Einveran er orðin svo þjakandi eitthvað“

Gunn­björn Guð­munds­son er átt­ræð­ur og yngst­ur átta systkina. Hann kann illa við ein­ver­una sem þjak­ar hann í ell­inni og sakn­ar systkina sinna sem eru fall­in frá. „Það er mjög erfitt þeg­ar mað­ur er orð­inn svona gam­all að vera einn.“

„Einveran er orðin svo þjakandi eitthvað“
Gunnbjörn Guðmundsson er yngstur átta systkina. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

„Ég missti móður mína þegar ég var tíu ára. Það var mikið áfall. Pabba minn þegar ég var 14, 15 ára. Það var líka mikið áfall – að vera orðinn foreldralaus ungur,“ segir Gunnbjörn Guðmundsson, prentari á eftirlaunum. „Ég hef alla tíð starfað við það. Bæði erlendis, í Noregi, og hérna heima á Íslandi,“ útskýrir hann.

Gunnbjörn segir blaðamanni að hann sé áttræður og yngstur átta systkina. „Nú eru bara þrjú eftir, tvær systur og ég. Þær hafa reynst mér mjög vel – þær voru eldri en ég og gátu komið í staðinn fyrir foreldramissinn.“ Hann segir það hafa bjargað sér í gegnum unglingsárin að hafa átt systkini sín að. Spurður hvort hann sakni ekki þeirra sem fallin eru frá svarar hann því játandi. „Mjög mikið.“

Einkum var Gunnbjörn náinn einum bróður sínum, en sá var tíu árum eldri. „Við vorum miklir vinir og töluðumst alltaf við daglega. Þegar maður horfir til baka – ég er orðinn svo gamall – þá sakna ég margra systkina minna en þó mest hans. Við vorum svo góðir vinir, þótt hann væri tíu árum eldri en ég. Stórgáfaður strákur.“

Gunnbjörn er ekkill en hann á tvö börn sem eru honum bæði nákomin og kær. „Þau hugsa vel um gamla manninn, það gefur lífinu gildi. Annars er ég voða mikið einn og mér líkar ekki að vera einn. Það held ég að engum líki við. Það er mjög erfitt þegar maður er orðinn svona gamall að vera einn. Bæði er tíminn lengi að líða og áhugamálin fá. Einveran er orðin svo þjakandi eitthvað. En þegar maður er orðinn svona gamall þá hefur maður ekki mikið val.“

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár