Þegar Steinunn Sigurðardóttir skrifaði Ein á forsetavakt var bókin, sem gaf innsýn í störf Vigdísar Finnbogadóttur, auglýst í sjónvarpi. Þá var setið með kóladrykkinn Tab og horft á auglýsingu þar sem Steinunn situr og skrifar en hættir því sem snöggvast og þefar undir handarkrikann, eins og til að athuga hvort hún lykti af svita.
Í takt við tímann þá, finnst manni. Finnst að árið áttatíu og átta hafi samfélagið verið aðeins ópjattaðra. Fólk gat flissað að auglýsingu með einni helstu skáldkonu landsins að þefa eftir búklykt um leið og hún skrifaði bók um konuna sem þá hafði verið forseti í átta ár. Um leið tengdi það við stemninguna. Eitthvað heimilislega notalegt bjó í auglýsingunni. Eitthvað sameinaði fólk í því manneskjulega og um leið í konunni sem sameinað hafði þjóðina á ferskum forsendum. Kannski var það bara andi hennar.
Konunnar sem var fyrst kvenna til að vera lýðræðislega kjörin í embætti þjóðarleiðtoga. Ógift og einstæð móðir. En nógu sigld til að vera kunnug menningu annarra landa. Læs á aðra siði.
Afsveinaði forsetaembættið
Kannski hefði Vigdís ekki orðið svo sterk táknmynd ef hún hefði átt maka. Og kannski hafði hún einmitt vit á því að vera ein. Á sinn hátt má segja að hún hafi verið brúður samfélagsins. Þegar hún afsveinaði forsetaembættið.
Í framboði fannst einhverjum fífldirfska að hún ætlaði að búa ein á Bessastöðum. Þá voru einhverjir hugsi yfir að annað brjóst hennar hefði verið fjarlægt vegna krabbameins.
„Kannski hefði Vigdís ekki orðið svo sterk táknmynd ef hún hefði átt maka.“
Vigdís var á þeim tíma á ská við djúpgróna hugmynd um dæmigerða tilveru konu. Sennilega framandi í augum margra. En sjálfstæð. Enginn átti Vigdísi nema hún sjálf.
Hún var ekki upp á neinn komin. Ekkert skrúð, aðeins þokki. Ráðsnilld en engin herkænska. Kona með hæfileika til að sjá það sem mörgum er hulið og þora að hafa orð á því. Styrkurinn hvíldi í látleysi þess sem þarf aðeins á sjálfum sér að halda. Þess sem er læs á blæbrigði, í ljóðinu eins og húmornum.
Frægt er þegar hún var á framboðsfundi spurð hvort ekki myndi há henni sem forseta að hafa bara eitt brjóst. Hún svaraði: Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti.
Orðið var hennar. Sem sýndi heiminum að Ísland væri merkilegt og um leið Íslendingum að þeir væru það.
„Við viljum ekki missa af Vigdísi, hvort sem Vigdís er hann eða hún.“
Að skynja hjartslátt almennings
Um daginn hitti ég konu sem sagði mér frá því að foreldrar sínir hefðu aldrei fyrirgefið sér að hafa ekki kosið Vigdísi. Þau sáu sig skyldug til að kjósa vin föður annars þeirra – til að halda fjölskyldunni góðri. Þau sviptu sig tækifærinu til að vera þátttakendur í ævintýrinu: Fyrsta þjóðin til að kjósa konu leiðtoga sinn.
Síðan þá, sagði vinkonan, eru þau smeyk við að missa aftur af Vigdísi.
Kannski á það við um fleiri í kosningum. Við viljum ekki missa af Vigdísi, hvort sem Vigdís er hann eða hún, heldur að atkvæði okkar rati til manneskju sem getur lýst upp von um bjarta framtíð.
Manneskju sem býr yfir umbreytingamætti þess eðlis að orð hennar geta styrkt, hvatt og opnað gátt að nýrri hugsun. Þannig að þjóðin treysti henni eða honum í reisunni. Um leið þarf sú manneskja að geta stigið inn í átök og skynjað hjartslátt almennings. Skynjað rétt frá röngu. Ósanngirni frá sanngirni.
Það veist þú
Með heiminn eins innilega í hjartanu og Ísland. Því þótt Ísland sé eyja er það ekki eyland. Við döfnum í samhengi við aðrar þjóðir og þrífumst á innsýn í siði annarra, hugmyndaheima og baráttu fyrir framtíðinni. Þannig þarf þessi manneskja að sjá Íslendinginn í útlendingnum og útlendinginn í Íslendingnum. Virða hverja manneskju, af hvaða uppruna sem er, eins og samlanda sinn, þó að hún gangi erinda Íslands. Og skilja gangverkið hjá öðrum þjóðum. En jafnframt skilja og vernda skilyrði heilbrigðs lýðræðis, reiðubúin til að leggja sig í eldlínu fyrir þrótt þess.
Hver er þín eða þinn Vigdís?
Það veist þú.
Vigdís er draumsýn þín. Sú manneskja í framboði sem kemst næst því að vera tákngervingur gilda þinna og vonar um allt hið hugsanlega besta. Hver forseti er táknmynd tímabils en um leið æviskeið þeirra sem hér búa.
Framtíð og minning í senn.
Ein eða einn á forsetavakt.
Gallup birtir skoðanamyndandi "niðurstöðu" kvöldið fyrir kosningar. Gallup er m.a. í eigu Hugins Freys Þorsteinssonar, sama eiganda og Aston JL auglýsingastofu, og sá eigandi er fulltrúi VG í suðvesturkjördæmi, m.a.s. einn höfunda ICESAVE samninga og einkavinur fv. forsætisráðherra sem aftur réð Aston JL fyrir kosningabaráttuna.
Enginn veit hvernig auglýsingastofan og framboð fv. ráðherra nýtti gögnin sem Gallup safnaði síðustu 8 dagana fyrir kosningar
Mjög strangar reglur gilda hjá Gallup International um tengsl eigenda umboðanna við viðfangsefnið. Hér eru nokkur samningsatriði sem eigandi Gallup á Íslandi hefur brotið:
Gallup International Association (GIA) has guidelines and principles to ensure the integrity and independence of its polling activities, including the ownership of its member organizations and their relationships with political parties. Here are some key points related to this:
Independence from Political Influence: GIA requires that its member organizations maintain independence from political parties and other entities that could influence their polling work. This ensures that the polling data remains unbiased and credible.
Ownership and Governance: Member organizations of GIA are expected to have transparent ownership structures that do not compromise their independence. They should not be owned or controlled by political parties, government bodies, or other organizations that could lead to conflicts of interest.
Ethical Standards: GIA has a code of ethics that member organizations must adhere to. This includes maintaining impartiality and not allowing ownership or political affiliations to influence the polling process.
Disclosure of Affiliations: In cases where there could be perceived conflicts of interest, member organizations are required to disclose any affiliations or relationships that might affect the interpretation of the polling results. This transparency helps maintain trust in the findings.
Quality and Integrity: GIA enforces strict quality control measures to ensure the integrity of the polling data. Member organizations must follow established methodological standards, which include ensuring that their operations are free from external pressures that could bias the results.
https://www.mannlif.is/frettir/innlent/lesendur-mannlifs-hafa-valid-ser-forseta/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR1py2gQhQXtHnL_JH9cyUbLE-FZ1RedSvwIY9_IBjKKzqBHxhoAsmPz9QE_aem_AT6HS6AdLuqIWUe8YHOGNnQQvH3YoiIfeskfjol4dBj9M4XYFI6Vqv64Q98Y-qFOXOm0Vi7pDpj0V817Ylvk18RC