Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Úlfar: „Við getum haft áhyggjur af innviðum“

Úlf­ar Lúð­víks­son, lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesj­um, seg­ir ástæðu til að hafa áhyggj­ur af inn­við­um ná­lægt Grinda­vík – bæn­um sjálf­um og einkum orku­ver­inu í Svartsengi. Ekk­ert er hægt að gera ann­að en að halda fólki frá og fylgj­ast með at­burð­in­um.

Úlfar: „Við getum haft áhyggjur af innviðum“

„Það er gos í gangi og við getum haft áhyggjur af innviðum,“ þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, spurður út í stöðuna á gosinu sem hófst fyrr í dag. Inntur eftir því hvaða innviði hann eigi við sérstaklega nefnir Úlfar orkuverið inni í Svartsengi.

Hvernig metið þið líkurnar á því að virknin færist inn í Svartsengi?

„Krafturinn í þessu gosi er meiri en í undanförnum gosum á Sundhnúkagígaröðinni. Það er meira hraun að koma upp úr jörðinni og það rennur hratt yfir og nálgast okkar helstu innviði. Hraunið hefur runnið yfir Grindavíkurveg fyrir ofan bæinn og hraun skríður fram með ákveðnum hraða. Þannig að við auðvitað höfum áhyggjur af innviðum á svæðinu,“ segir Úlfar.

Hann vildi þó ekki tjá sig um hve langt gæti verið í það að hraunflæðið næði innviðum. 

Ekkert hægt að gera til að stöðva flæðið

Nú fyrir skemmstu var greint frá því að hraunið rynni að stofnlögnum fyrir bæði heitt vatn og rafmagn við Grindavík. Úlfar segist ekki vita stöðuna á því einmitt núna en viðurkenndi að auðvitað væri ekki gott ef slíkar leiðslur færu í sundur.

Spurður út í það hvort hann hefði áhyggjur af því að hraunið rynni til Grindavíkur sagði hann: „Við getum haft áhyggjur af því.“

Er eitthvað sem þið getið gert til að stöðva þetta?

„Ekki í augnablikinu, nei,“ segir Úlfar. Nú væru viðbragðsaðilar að sjá um að halda fólki frá og fylgjast með atburðunum. Búið væri að rýma svæðið.

Á svipuðum slóðum og fyrra gos

Nú þegar hefur eldgosið, sem hófst um hádegisbil í dag, runnið yfir Grindavíkurveg. Gossprungan er samkvæmt vef Veðurstofu Íslands 3,4 kílómetrar á lengd og er útstreymishraði hrauns áætlaður 1500-2000 rúmmetrar á sekúndu. 

Hraun er komið að varnargörðum vestan við Grindavík, en gossprunan er á svipuðum slóðum og sú sem opnaðist í mars. Neyðarstigi var lýst yfir fyrr í dag.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu