„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
Baldur Sigurðarson leigí herbergi á Hótel Íslandi í nokkra daga, ásamt félaga sínum, eftir að áfangaheimilið að Kópavogsbraut var rifið í byrjun mánaðarins. Eftir það sváfu þeir í bíl. Mynd: Golli

Baldur Sigurðarson hefur búið á áfangaheimilum Betra lífs í Fannborg, Ármúla og á Kópavogsbraut. Á meðan hefur hann verið að selja ýmis lyf. „Ég get alveg viðurkennt það. Þessar bætur sem ég er að fá duga mér ekki,“ segir hann og tekur fram að hann fái rúmlega 300 þúsund krónur í bætur mánaðarlega.

Baldur segist hafa lent í slysi fyrir fjölda ára sem hafi leitt til þess að hann skaddaðist alvarlega á sjón. Hann sé lögblindur og öryrki. „Ég þarf að selja lyfin mín til að framfleyta börnunum mínum. Ég næ í eins mikið af lyfjum og ég get og ég sel þau. Ég hef enga aðra leið því ég er lögblindur. Ég get ekki neins staðar fengið vinnu,“ segir Baldur og grætur.

Spurður hvaða lyf hann sé að selja segir hann þetta aðallega vera morfínlyf, svokölluð bensólyf sem eru róandi, og svo örvandi lyf. „Ég get ekki gert neitt annað til að hjálpa börnunum mínum,“ segir hann. 

Fyrsta áfangaheimili Betra lífs sem Baldur bjó á var í Fannborg 4, gömlum skrifstofum velferðarsviðs Kópavogs sem Arnar Gunnar Hjálmtýssin, rekstraraðili Betra lífs, breytti í áfangaheimili. Síðar hafði Baldur fengið að vera nokkra daga í Betra lífi í Ármúla, rétt áður en hann fékk inni á Kópavogsbraut.

„Þegar konur skulda mér pening og ég fer að rukka þær þá fara þær að tala um misnotkun og svona vitleysu. Sem er bara ekki satt. Veistu, það hefur verið ráðist á mig. Ég hef verið laminn út af þessu“

Að sögn Baldurs hefur hann ekki alltaf rukkað strax þegar hann er að selja heldur lánað, sér í lagi konum, og það hafi leitt til vandræða. „Þegar konur skulda mér pening og ég fer að rukka þær þá fara þær að tala um misnotkun og svona vitleysu. Sem er bara ekki satt. Veistu, það hefur verið ráðist á mig. Ég hef verið laminn út af þessu,“ segir Baldur, og vegna þess sem sagt er um hann eigi hann oft undir högg að sækja ef hann reynir að fara á Kaffistofu Samhjálpar eða í neyðarskýli Reykjavíkurborgar.

Spurður um allan þann fjölda kvenna sem eru langt leiddir fíklar og bera hann þessum sökum segir Baldur það skýrast af því að hann hafi bara lánað of mörgum of mikið af lyfjum: „Ef ég lána konu, og lána henni aftur og aftur, og skuldin er komin upp í einhver hundruð þúsund, þá segir hún „Ég ætla ekki að borga honum Baldri því hann er að heimta að ég totti sig.“ Svona kjaftæði. Þetta er bara fokkíngs lygi. Við erum að tala um tólf til fjórtán konur að minnsta kosti, eða stelpur, sem segja að ég hafi verið að misnota þær kynferðislega vegna þess að þær skulda mér og vilja ekki borga mér, og ég er að reyna að rukka þær,“ segir Baldur.  „Ég er bara búinn að lenda í virkilega miklum vandræðum út af þessu,“ segir hann. 

Baldur sýndi blaðamönnum húsnæði áfangaheimilisins á Kópavogsbraut skömmu áður en það var rifið. Pillur og kassar utan af þeim voru víðs vegar í húsinu og í herberginu hans Baldurs, sem hann sjálfur sýndi blaðamönnum, var kassi utan af Contalgini, morfíni.

Á náttborði inn í herbergi Baldurs mátti finna morfínlyfið Contalgin, sleipiefni og stinningarlyf.

Gat ekki spornað við vegna ölvunarsvefns

Ef gælunafni Baldurs, Ofur-Baldur, er slegið upp í leitarvél Google, er það fyrsta sem kemur upp frétt á DV um að hann hafi verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Í greininni, sem birtist árið 2018, er einnig tekið fram að Baldur hafi alls átta sinnum hlotið dóma, þar á meðal fyrir kynferðisbrot.

Árið 1997 var Baldur dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot „með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 15. desember 1996 í svefnherbergi konunnar X í íbúð að …, Reykjavík, haft holdlegt samræði við konuna og notfært sér það að hún svar ölvunarsvefni og gat af þeim sökum ekki spornað við samræðinu,“ eins og segir í dómnum. 

Í skýrslu læknis á bráðamóttöku var ástandi konunnar á meðan skoðun fór fram lýst þannig að hún hafi verið „í hnipri“ hjá móður sinni og fengið hvað eftir annað grátköst. „Svo virðist sem hún hafi aðallega orðið hrædd, þegar hún vaknaði, og hún endurtaki sífellt: „Þetta gerðist heima hjá mér.“ Þá er að auki krossað við, að hún sé í losti, óróleg, óttaslegin, endurlifi árás og sýni kreppuviðbrögð, hroll og vöðvaspennu,“ segir í dómnum sem Heimildin hefur undir höndum. Sálfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði að „fyrstu tveir, þrír mánuðurnir hefðu verið x mjög erfiðir, og taldi, að hún ætti eftir nokkra mánuði til að ná sér“.  

Spurður um kynferðisbrotadóminn frá 1997 segir Baldur: „Ég var dæmdur. Þetta var svo ósanngjarnt, eins og hugsast getur. Ég er ekki kynferðisglæpamaður, það er svo langt því frá. En þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá. Ég get ekkert gert í því. Ég myndi aldrei misbeita konu. Það er þannig,“ segir Baldur.

Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Heimildarinnar um áfangaheimili Betra lífs sem Arnar hefur rekið á nokkrum stöðum síðan 2019.

Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni:

Athugasemdir vegna eiturlyfja og vændis

Arnar opnaði áfangaheimilið í Fannborg árið 2019. Haustið 2020 var hann kallaður á fund Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Á fundinum var Arnari tjáð að húsnæðið væri ekki skráð í samræmi við þá starfsemi sem þar fór fram og að kvartanir hefðu borist frá íbúum. 

Arnar bauð eftirlitinu að koma í heimsókn daginn eftir, sem og þeir gerðu, en hefðbundið er að heilbrigðiseftirlitið fari í óboðnar heimsóknir. Í málaskránni skrifaði fulltrúinn eftir heimsóknina: „Húsnæðið er ekki fullkomið en ekki voru sjáanleg ummerki eftir raka eða myglu, og í raun eina sem hægt var að setja eitthvað út á er umgengni íbúa á salernum sem er afar ábótavant.“

Í málaskránni fylgdi einnig minnisblað og það merkt: „Eiríkur, félagsmálaráðuneyti samtal.“ Þar kemur fram að maður að nafni Eiríkur hafi hringt og spurt út í eftirlit með áfangaheimilinu og að tveir íbúar hefðu rætt við hann varðandi „verulegan óþrifnað, brotnar hurðir, ólöglega starfsemi (eiturlyf, vændi)“. Fulltrúinn frá eftirlitinu sem sá um málið tilkynnti honum að áfangaheimili væru ekki starfsleyfisskyld og íbúar sæju sjálfir um að elda og þrífa. Fulltrúinn benti einnig á að fyrst að það væri verið að fara að rífa húsið væri „spurning hvort eitthvað eigi að vera gert þarna til að laga til“.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brostnar vonir á Betra lífi

„Auðvitað fullkomlega galið“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Auð­vit­að full­kom­lega gal­ið“

Þing­mað­ur Vinstri grænna gagn­rýn­ir að hægt sé að reka áfanga­heim­ili án þess að þurfa til þess leyfi og að ekk­ert eft­ir­lit sé með rekstr­in­um. Hún hef­ur tví­veg­is lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem mið­ar að því að lög um slíkt séu sett. „Það verð­ur auð­vit­að að vera ljóst að all­ir spili eft­ir sömu reglu og það sé hvergi rek­ið nokk­urt úr­ræði þar sem að lífi og heilsu fólks er ógn­að af bara van­rækslu og eft­ir­lits­leysi,“ seg­ir Jó­dís Skúla­dótt­ir.
Brugðust ekki við ábendingum um „ógeðslegar“ aðstæður
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Brugð­ust ekki við ábend­ing­um um „ógeðs­leg­ar“ að­stæð­ur

Árni Dav­íðs­son, deild­ar­stjóri holl­ustu­eft­ir­lits hjá sam­eig­in­legu Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, seg­ir kall­að verði eft­ir breyt­ingu á lög­um til að bæta áfanga­heim­il­um á lista yf­ir eft­ir­lits-og starfs­leyf­is­skylda starf­semi. Auk þess mun eft­ir­lit­ið kalla eft­ir skýr­ari leið­bein­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un er varð­ar að­komu eft­ir­lits­ins að íbúð­ar­hús­næði.
Bæjarfulltrúi í Kópavogi telur áfangaheimili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi tel­ur áfanga­heim­ili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“

Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir kall­ar eft­ir heild­stæðri stefnu­mót­un þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra í Kópa­vogi. Hún seg­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar hafa neit­að að fjár­magna mála­flokk­inn í fjár­hags­áætl­un. Ekk­ert eft­ir­lit er með rekstri svo­nefndra áfanga­heim­ilia og bend­ir Sig­ur­björg Erla á að þau falli á milli kerfa þar sem áfanga­heim­il­in teljst hvorki til heil­brigð­isúr­ræða né gisti­þjón­ustu, þrátt fyr­ir að eiga að vera ein­hvers­kon­ar blanda af hvoru tveggja.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.

Mest lesið

Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
4
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...
Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
6
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
7
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“
Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
8
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
1
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
4
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
5
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
10
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár