Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Falla í gildruna á Facebook og reyna að kaupa farangur

Von­góð­ir Ís­lend­ing­ar hafa haft sam­band við Kefla­vík­ur­flug­völl í til­raun til að kaupa ósótt­an far­ang­ur á eina evru. Flug­völl­ur­inn fær ekki Face­book til að fjar­lægja svika­síðu.

Falla í gildruna á Facebook og reyna að kaupa farangur
Meintur lagur óskilafarangurs Kynningarmynd svikasíðunnar byggir á vélþýðingu sem er ekki betri en svo að orðið „farangur“ er rangkynjað. Mynd: Facebook

Forsvarsfólk Keflavíkurflugvallar hefur átt erfitt með að fá Facebook til þess að fjarlægja svikasíður. Heimildin greindi frá því í gær að aðilar með tengsl við Mósambík í Afríku kaupi auglýsingar frá Facebook undir merkjum alþjóðaflugvallarins með kostaboðum fyrir þau sem stökkva frekar en að hrökkva. Tilboðið hljóðar upp á að kaupa megi ósóttar töskur á eina evru stykkið, sem feli í sér merkjavörur, myndavélar og fleira sem öllu jafna kostar margfalt meira. Samkvæmt svörum Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll, hefur fólk haft samband við flugvöllinn frá því að auglýsingar byrjuðu að birtast á Facebook, í þeim tilgangi að nálgast töskusöluna.

Þrátt fyrir að Facebook þiggi tekjur af auglýsingakaupum svikahrappanna hefur reynst erfitt að grípa inn í. Meta, móðurfélag Facebook, hagnaðist um 39 milljarða dollara í fyrra, eða sem nemur 5,4 billjónum króna, sem jafngildir 5,4 milljón milljónum og 5,4 þúsund milljörðum króna. Hagnaðurinn stafar fyrst og fremst af auglýsingatekjum, sem stundum koma til vegna fjársvikastarfsemi. Hluti af rekstrarmódeli Facebook er lágt þjónustustig, sjálfvirknivæðing og lítil áhersla á áreiðanleika efnis sem dreift er um miðilinn en þess meiri áhersla á það sem kveikir viðbrögð notenda. 

Sífellt auðveldara verður að falsa ljósmyndir og þýða texta yfir á íslensku, sem gerir almenningi erfiðara að sjá í gegnum svindl, en aðstandendur falska Keflavíkurflugvallar nýta sér þó ekki nýjustu þýðingartækni. Þrátt fyrir það hafa Íslendingar verið í sambandi við hinn raunverulega Keflavíkurflugvöll til þess að grennslast fyrir um tilboðið: Ósóttur farangur á eina evru hver taska.

Guðjón HelgasonHefur átt erfitt með að fá Facebook til að fjarlægja svikasíður, sem bandaríska stórfyrirtækið selur auglýsingar.

„Þegar þetta kom upp í fyrra þá hafði fólk samband við flugvöllinn og spurðist fyrir um þetta en var þá upplýst að um svik væri að ræða,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi opinbera hlutafélagsins Isavia, sem rekur flugvöllinn. „Nú í dag [gær] hafa okkur borist símtöl frá fólki sem er að spyrjast fyrir um töskusöluna og við bendum fólki þá á að um svindl sé að ræða.“

Hann segist ekki hafa beinar upplýsingar um tjónið sem hlýst af því fyrir fólk að falla í gildruna. Í samskiptum Heimildarinnar við aðstandendur svikasíðunnar kom fram að haft yrði samband við væntanlega töskukaupendur þegar þeir hefðu skráð sig á vefsíðuna sem Facebook beinir áhugasömum notendunum á. „Nei, þetta er ekki svik,“ svaraði aðili sem var til forsvars. „Við seljum á þessu verði vegna þess að vöruhúsin okkar eru yfirfull.“

Facebook hefur enn ekki tekið niður fölsku síðuna sem er ætluð í fjársvikastarfsemi og halda auglýsingar áfram að birtast.

„Það er erfitt að ná beinu sambandi við Meta, móðurfyrirtæki Facebook, til að fá síður sem þessar teknar niður og það er einnig reynsla annarra íslenskra fyrirtækja og alþjóðaflugvalla í öðrum löndum sem hafa orðið fyrir svipuðu svindli,“ segir Guðjón. „Eina leiðin er að tilkynna síðuna á Facebook og benda síðan á það opinberlega að um svikasíðu sé að ræða. Við höfum ítrekað tilkynnt síðuna og sagt frá svindlinu í fjölmiðlum. Hve margar tilkynningar þarf til að fá svona síður teknar niður vitum við ekki.“

Nýverið náði forsvarsfólk flugvallarins því í gegn að fá hina réttu Facebook-síðu stimplaða og staðfesta, eða „verified“, að sögn Guðjóns. 

„Um leið og þetta kom upp í nóvember hófum við það ferli að fá Facebook síðu Keflavíkurflugvallar staðfesta af Facebook með bláu merki. Það var ferli sem tók um hálft ár og er nú í höfn. Þannig að ef síðan er ekki merkt með bláa merkinu og lógói flugvallarins þá er um svikasíðu að ræða.“

Ný tækni mun gera svindl auðveldara. Meðal annars er nú þegar til tækni sem falsar raddir einstaklinga. Óttast er að með þeirri tækni muni svikahrappar meðal annars geta hringt símtöl með rödd ættingja og fjölskyldumeðlima hvers sem hefur skilið eftir sig raddsýni opinberlega. Í febrúar var raddfölsun og gervigreind notuð til að hringja sjálfvirk símtöl í þúsundir manns í New Hampshire í Bandaríkjunum með rödd Joe Bidens, þar sem hann beindi því til fólks að sleppa þátttöku í forkosningum. Bresk verkfræðistofa tapaði 3,4 milljörðum króna nýlega þegar fjársvikari djúpfalsaði andlit og rödd fjármálastjóra stofunnar í myndbandssamtali. 

Fyrir þau sem vilja komast í kræsilegan óskilafarangur annarra eru vonbrigðin vís.

„Týndur farangur er ekki undir neinum kringumstæðum seldur,“ segir Guðjón. „Það sem týnist á Keflavíkurflugvelli og ratar í tapað fundið hjá okkur eru smærri munir eins og til dæmis farsímar, spjaldtölvur og leikföng. Hægt er að hafa samband við þjónustuaðila okkar vegna týndra muna í gegnum síma, tölvupóst eða netsíðu og hægt að nálgast muni á skrifstofutíma eða þá fá þá senda á eigin kostnað hvert á land sem er til réttmæts eiganda. Sé þeirra ekki vitjað innan 30 til 60 daga er munum fargað. Vegabréf sem gleymast er ekki fargað heldur fara þau í vörslu lögreglu séu þau ekki sótt innan fárra daga.“

Rétt Facebooksíða Keflavíkurflugvallar hefur slóðina: https://www.facebook.com/kefairport

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár