Alls eru 45 prósent þeirra stjórnenda sem svöruðu nýlegri stjórnendakönnun Prósents andvígir því að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill íslensku þjóðarinnar. Um 39 prósent sögðust hlynnt því en 16 prósent að þeir væru ekki með mótaða skoðun á málinu.
Þegar svörin eru brotin niður eftir atvinnugreinum kemur í ljós að það voru einungis stjórnendur í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum sem voru í meirihluta hlynntir íslensku krónunni sem gjaldmiðli, þótt þar skeiki ekki miklu. Hjá rekstraraðilum veitinga- og gististaða sögðust 52 prósent vera andvígir því að halda krónunni en 26 prósent voru hlynntir því.
Þegar sami hópur var spurður hversu líklegt hann teldi að íslenska krónan yrði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar kom hins vegar í ljós að 55 prósent töldu það líklegt, og einungis 32 prósent að það væri ólíklegt.
Þrátt fyrir að vilja nýjan gjaldmiðil þá treystir stór hluti þeirra stjórnenda sem svaraði könnuninni Seðlabanka Íslands vel, eða 45 …
Athugasemdir (5)