Bagg, lumma, ruddi, skro og rjól. Allt eru þetta nöfn sem landsmenn á ýmsum tímum notað yfir einu tóbaksvöruna sem framleidd er hér á landi, grófkorna neftóbak.
Varan er framleidd eftir gamalli uppskrift í lítilli verksmiðju í Stuðlahálsi og seld í dollum og hornum. Innihaldsefninn eru hrátóbak, pottaska, ammoníak, salt og vatn. Enginn hrossaskítur eða glerbrot finnast í vörunni eins gjarnan hefur verið haldið fram samkvæmt svari sem birt var á Vísindavefnum árið 2011.
Á undanförnum árum hefur neysla á tóbaksvörunni dregist ört saman og framtíð íslenska neftóbaksins er um þessar mundir tvísýn.
Sala á neftóbaki dróst saman um 19 prósent í fyrra. Árið 2023 seldust rúmlega tíu tonn af íslensku grófkorna neftóbaki og hefur salan ekki verið minni síðan árið 2000. Þetta er meðal þess kemur fram í nýrri ársskýrslu ÁTVR sem birt var 16. maí síðastliðinn.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við Heimildina …
Athugasemdir (1)