Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Halla Hrund hefur tapað þriðjungi fylgis síns á tveimur vikum

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra hef­ur tek­ið nokk­uð skýra, en þó tæpa, for­ystu í bar­átt­unni um Bessastaði. Ein Halla er á fleygi­ferð upp vin­sældal­ista þjóð­ar­inn­ar en önn­ur Halla hef­ur hrap­að nið­ur hann síð­ustu daga og vik­ur.

Halla Hrund hefur tapað þriðjungi fylgis síns á tveimur vikum
Hratt fall Stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur er nú nær fylgi Baldurs Þórhallssonar en Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Golli

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur bætt lítillega við sig fylgi samkvæmt nýjustu kosningaspá Heimildarinnar og mælist nú með 23,6 prósent. Það tryggir henni forystu í kapphlaupinu á Bessastaði en hinir þrír frambjóðendurnir sem hafa verið að keppa við hana um mest fylgi síðustu vikur hafa allir sigið síðustu daga og vikur. Fylgið sem Katrín er að mælast með er við það minnsta sem hún hefur haft frá því að hún kynnti framboð sitt snemma í april. Það myndi samt sem áður duga henni að óbreyttu til að verða næsti forseti Íslands.

Sá meðbyr sem Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hafði framan af kosningabaráttunni, og náði hámarki í byrjun marsmánaðar, virðist vera kyrfilega yfirstaðinn. Í kosningaspá sem gerð var 6. maí, fyrir um tveimur vikum síðan, mældist Halla Hrund með 31 prósent fylgi og marktæka forystu á Katrínu, sem mældist þá með 25 prósent. Síðan þá hefur Halla Hrund tapað um þriðjungi fylgis síns og mælist  með 20,8 prósent. Hún er nú nær Baldri Þórhallssyni, prófessor í stjórnmálafræði, sem situr í þriðja sæti með 18 prósent fylgi, en hún er Katrínu, sem leiðir baráttuna sem stendur. 

Þrefaldast á tveimur vikum

Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team, er sá frambjóðandi sem er að bæta mestu við sig. Hún er nú komin upp í 15,4 prósent fylgi og hefur rúmlega þrefaldað það á tveimur vikum. Halla er eini frambjóðandinn nú sem bauð sig líka fram 2016, síðast þegar nýr forseti var kosinn, og átti þá mikinn endasprett sem skilaði henni á endanum 27,9 prósent atkvæða á kjördegi. Fylgi hennar nú mælist mun meira en það gerði þegar jafn margir dagar voru í kosningar þá, en árið 2016 var Halla að mælast með tæplega níu prósent fylgi tólf dögum áður en kosið var.

Leikarinn og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, hefur haldið nokkuð stöðugu fylgi í marsmánuði og mælist nú með stuðning 12,3 prósent kjósenda. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður og fyrrverandi dómari, er sá sem mælist vinsælastur þeirra sjö sem ná ekki tveggja stafa fylgi, en alls segjast 5,8 prósent ætla að kjósa hann.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur verið pikkföst í sléttu 1,5 prósent fylgi vikum saman og virðist ekkert ætla að haggast í aðra hvora áttina af þeim stað. Þeir fimm sem eru í framboði en hafa ekki verið nefndir hér mælast svo samanlagt með 2,6 prósent fylgi, eða tæplega helming þess sem Arnar Þór, sá frambjóðandi sem situr í sjötta sæti eins og er, mælist með. 

Allt stefnir því í að næsti forseti Íslands verði kosinn með stuðningi undir fjórðungs þjóðarinnar. Það yrði langminnsta hlutfall atkvæða sem forseti hefur verið kosinn með, en það met á Vigdís Finnbogadóttir sem stendur. Alls kusu 33,8 prósent þeirra sem greiddu atkvæði árið 1980 hana sem nýjan forseta lýðveldisins. 

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspá Heimildarinnar er unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og mun gera það í aðdraganda forsetakosninganna einnig.

Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Unnar Unnarsson skrifaði
    Kjósum Baldur 🇮🇸💪
    0
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    Það væri fróðlegt að sjá Heimildina taka saman kostnað hvers frambjóðanda við framboð, miðað við auglýsingaflóð Katrínar Jakobsdóttir virðist hún hafa aðgang að gríðarlegu fjármagni. Þá eru ótaldar hinar ótal mörgu ókeypis auglýsingar sem hún hefur fengið t.d. hjá Heimildinni í formi gríðarlangs drottningarviðtals sem hún fékk, ég hef ekki séð hina frambjóðendur fá álíka aðstoð.
    3
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna gerir skoðanakönnun ráð fyrir að þú missir eitthvað sem aldrei þú aldrei áttir ? Hver getur ábyrgst það þið eruð að gera sé rétt ?
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Allir fjórir frambjóðendur, sem voru lengst af í efstu fjórum sætunum, hafa tapað fylgi frá því sem mest var. Ástæðan er mikil fylgisaukning Höllu Tómasdóttur sem nú er komin upp fyrir Jón Gnarr.
    Fylgisaukning Höllu T virðist einkum vera á kostnað fylgis Höllu Hrundar. Þannig gætu atkvæði greidd Höllu Tómasdóttur tryggt Katrínu sigur.
    2
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Halla Hrund hefur fjórfaldað fylgi sitt frá 13 apríl á meðan Katrín hefur misst um fjórðung fylgis síns á sama tíma.
    3
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Kjósendur sem vilja annan forseta en Katrínu verða að kjósa praktískt. Búa sér til tvöfalda umferð og raða sér á þann sem kemur næstur á eftir henni í síðustu könnunum ef þær verða samhljóða.
    Það lítur út fyrir að Halla Tómasar ætli sér að endurtaka leikinn frá 2016 þegar hún skautst uppí tæp 28% á lokametrunum. Flestir sem ákváðu sig á kjördag virðast hafa kosið hana. Kannski þeir geri það aftur?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu