Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Halla Hrund og Katrín hnífjafnar en með undir fjórðungs fylgi hvor

Halla Tóm­as­dótt­ir er sá fram­bjóð­andi sem er að bæta hrað­ast við sig fylgi. Nú, 15 dög­um fyr­ir kosn­ing­ar, er hún kom­in á sama stað og hún var níu dög­um fyr­ir kosn­ing­ar 2016. Þá end­aði hún með 27,9 pró­sent at­kvæða sem myndi duga til sig­urs eins og sak­ir standa.

Halla Hrund og Katrín hnífjafnar en með undir fjórðungs fylgi hvor
Bæta við sig Á meðal þeirra frambjóðenda sem mælast nú með tveggja stafa fylgi hafa tveir verið að bæta við sig síðustu tæpu tvær vikurnar. Halla Tómasdóttir er á mikilli siglingu en Jón Gnarr hefur risið lítillega. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team, er kominn með 11,9 prósent fylgi samkvæmt nýjustu kosningaspá Heimildarinnar. Hún hefur næstum þrefaldað fylgi sitt á tíu dögum og er eini frambjóðandinn með umtalsvert fylgi sem er að bæta vel við sig síðustu daga. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri er enn sá frambjóðandi sem mælist með mest fylgi en það er nú komið niður í 24,7 prósent og hefur ekki mælst minna síðan 26. apríl. Fylgi hennar hefur dalað um rúmlega sex prósentustig frá því í byrjun mánaðar og lækkað milli kosningaspáa í fimm skipti í röð. 

Nær enginn munur er nú á Höllu Hrund og Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem mælist með 23,6 prósent fylgi. Katrínu hefur þó tekist að halda sínu fylgi mun stöðugra síðustu daga og vikur en Höllu Hrund. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, er enn í þriðja sæti með 17,8 prósent fylgi en stuðningur við hann hefur dalað í tíu af síðustu ellefu kosningaspám og hefur aldrei mælst minni en nú. Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, er að mælast á mjög svipuðum slóðum og Halla Tómasdóttir með 12,3 prósent fylgi en það örlar þó á upptakti í fylgisþróun hans. 

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður og fyrrverandi dómari, er sjötti með 5,3 prósent fylgi og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona mælist með 1,5 prósent stuðning. Hinir fimm frambjóðendurnir mælast samanlagt með 2,8 prósent fylgi. 

Meiri fylgisaukning en 2016

Sá forseti Íslandssögunnar sem kosinn hefur verið með minnstu hlutfalli atkvæða er Vigdís Finnbogadóttir þegar hún sigraði forsetakosningarnar 1980. Þá fékk hún 33,8 prósent atkvæða. Miðað við stöðu mála í kosningaspánni nú mun næsti forseti að óbreyttu verða kosinn með mun lægra hlutfalli atkvæða, og jafnvel með stuðningi minna en fjórðungs þjóðarinnar. 

Þó verður að taka tillit til þess að fylgið er enn á töluverðri hreyfingu og skoðanakannanir sýna að fjölmargir kjósendur eru enn óákveðnir um hvern þeir ætli að kjósa. Miðað við þá þróun sem varð í kosningunum 2016, þeim síðustu sem haldnar hafa verið þar sem nýr forseti var kosinn, þá er ekki ósennilegt að drjúgur hluti kjósenda sem sér ekki leið fyrir sinn frambjóðanda þegar að kosningunum kemur ákveði að færa atkvæðið á annan frambjóðanda sem á möguleika á sigri og þeim líst betur á en aðra sigurstranglega. 

Sá frambjóðandi sem naut þeirrar sveiflu hvað mest árið 2016 var einmitt Halla Tómasdóttir, sem er eini frambjóðandinn nú sem var líka í framboði þá. Fylgisþróun hennar í ár og fyrir átta árum er raunar með ólíkindum svipuð.

Hún byrjaði bæði skiptin mjög hægt og með ákaflega lítið fylgi. Tæpum þremur vikum fyrir kosningar var hún þá sem nú komin upp í um átta prósent fylgi. Nú, þegar fimmtán dagar eru til stefnu, er fylgið komið upp í tólf prósent en hún náði ekki þeim áfanga fyrr en níu dögum fyrir kosningar árið 2016. Halla er því að bæta hraðar við sig fylgi nú en þá en hún endaði með því að fá 27,9 prósent atkvæða fyrir átta árum og lenda í öðru sæti á eftir Guðna Th. Jóhannessyni.

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspá Heimildarinnar er unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og mun gera það í aðdraganda forsetakosninganna einnig.

Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Nokkuð að marka þessar skoðanakannanir er ekki verið að reyna að hafa áhrif með þessu. Svo er það annað er rétt talið upp úr kössum í kosningum á Íslandi spillingin er slík eins og allir vita að það er örugglega "ekkert mál" að kaupa kosningar á Íslandi. T.t. dæmis dreimdi mig þegar Ólafur Ragnar var síðast í framboði að þá væri Jón Ásgeir að telja upp úr kössunum(heilagur andi lýgur ekki) = þýfi úr hruninu notað til að fá niðurstöðu. Miðað við allt hitt sem hægt er að fá keipt ólöglega hjá ríkinu þá er það bara hreinlega alls ekki fjarlægur möguleiki enda landið eitt það spilltasta í heimi þetta voru jú mörg mörg hundruð milljarðar sem þetta lið stal í hruninu og er m.a. búið að kaupa nokkur sakamál eftir hrun með þýfinu einhver hluti af þessum vitleisingum. Við þurfum forseta sem er á móti spillingu stjórnmálastéttarinnar stjórnmálin eru í rusli á Íslandi sérhagsmunagæsla og klíkuskapur og engin virðing borin fyrir hvorki lögum né kjósendum þegar upp er staðið og ekki borin virðing fyrir lífi almennra borgara heldur. Elítan á Íslandi hefur ekki efni á að hneykslast á aftökum almennra borgar í öðrum ríkjum rannsaka þarf líka samspil elítu og fjölmiðla á íslandi frá Geirfinnsmáli til dagsins í dag áberandi þöggun er í gangi og hefur líklega verið í áratugi bara minnst á sum spiillingarmál en ekki önnur
    -2
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Hef fylgst með Heimildinni að vanda og finnst eins og aðeins sé einn frambjóðandi, en kannski eiga fleiri eftir að fá athygli.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hef áhuga á að Halla Tómasdóttir svari spurningu um afrakstur Þjóðfundurins í Laugardalhöll, því hún notar orð frá þeim fundi sem sín núna í kosningabaráttu til forseta Íslands? Þjóðfundurinn samþykkti skipan stjórnlagaráðs, sem skildi eftir sig drög að stjórnarskrá ? Hvers vegna hefur Halla Tómasdóttir ekki gert neitt í því máli ?
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Samkvæmt spám er útlit fyrir að rúm 30% atkvæða falli dauð. Hver vill greiða dautt atkvæði?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár