Líklegast hefur ekki farið fram hjá neinum að senn líður að forsetakosningum. En nú keppast tólf frambjóðendur um það að verða næsti forseti lýðveldisins. En hvernig upplifun er það að vera forsetaframbjóðandi sem ekki verður forseti?
Heimildin hafði samband við tvo frambjóðendur sem ekki tókst að ná kjöri. Rithöfundinn Andra Snæ Magnason, sem bauð sig fram árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn, og fjölmiðlakonuna Þóru Arnórsdóttur, sem bauð sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni, þá sitjandi forseta, árið 2012. Voru þau spurð út í upplifun sína af því að bjóða sig fram og af hverju þau telji að þau hafi ekki borið sigur úr býtum.
Gerði ekki ráð fyrir því að ná kjöri
Spurð hvernig forsetaframboðið blasi við henni eftir á að hyggja segir Þóra Arnórsdóttir að það hafi verið stórkostleg lífsreynsla. „Þroskandi og eflandi á allan máta. Ef skrápurinn var ekki orðinn nógu þykkur í upphafi, þá …
Athugasemdir