Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forsetaembættið sé áhrifaembætti, ekki valdaembætti

For­setafram­bjóð­and­inn Katrín Jak­obs­dótt­ir seg­ir að það sé eðl­isólíkt að vera for­seti og for­sæt­is­ráð­herra. „Ég veit að sum­ir segja að ég sé of metn­að­ar­full, en það er mjög oft sagt um kon­ur að þær séu of metn­að­ar­full­ar og ætli sér of mik­ið.“

Forsetaembættið sé áhrifaembætti, ekki valdaembætti
Í framboði „Forseti talar út frá sinni sýn og hefur annað hlutverk en forsætisráðherra, sem heldur utan um þriggja flokka stjórn.“ Mynd: Golli

„Forsetaembættið er ekki valdaembætti heldur áhrifaembætti, þótt forseti hafi völd á afmörkuð sviði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra. En hún vill meina að það séu eðlisólík embætti að vera forsætisráðherra og forseti.  

Katrín var viðmælandi Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur í síðasta tölublaði Heimildarinnar. 

Gæti hugsað sér að verða aftur valdalaus einstaklingur

Forsetaframbjóðandinn segist skilja þá gagnrýni sem snúist um hvort hún vilji alltaf vera á opinberum vettvangi. „En ég nálgast þetta þannig að mér finnst ég geta gert gagn í þessu embætti. Ég veit að sumir segja að ég sé of metnaðarfull, en það er mjög oft sagt um konur að þær séu of metnaðarfullar og ætli sér of mikið.“

Hún segist þó alveg geta hugsað sér að verða valdalaus einstaklingur í samfélaginu. „Farið aftur að kenna íslensku? Ég get alveg hugsað mér það.“ Katrín segir að sér sé umhugað um áhrif …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MG
    Magnús Guðmundsson skrifaði
    Ótrúlegt hvað skammtíma minni þjóðarinnar er virkt
    0
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    Heimildin er algjörlega heltekin af þessum frambjóðanda, það líður varla sá dagur að þið komið ekki með einhverjar prinsessugreinar um hana það eru fleiri í framboði. Þetta er bara orðið kjánalegt. Ég sé að ég gæti alveg eins verið áskrifandi að Mogganum, hlutleysið er álíka hjá þessum tveimur miðlum. Það greinilega á að gera sitt í að koma K.J. á Bessastaði. Ég er búin að bíða eftir löngu viðtölunum við hina frambjóðendurna en sé að þau koma ekki héðan af. Áskriftinni verður sagt upp enda löngu ljóst að ég er ekki að gera mitt í að styðja vandaða blaðamennsku með henni.
    0
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Þegar hún segir að frumvörp séu samin af fjölda "sérfræðinga", þá held ég að hún meini fjölda sérhagsmuna hópa sem virðast fá frjálsar hendur þegar kemur að því að úthluta hagsmunum þjóðarinnar.
    3
  • BK
    Bjarni Kristjánsson skrifaði
    Heimildin á að lýsa formlega yfir stuðningi við Katrínu. Það er ekki heiðarlegt að segjast hlulaus en vera alltaf að planta inn fréttum af Katrínu.
    Hvernig væri að þið gerðuð rannsókn á því hve mikla umfjöllun hver forsetaframbjóðandi hefur fengið hjá Heimildinni?
    5
    • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
      Sú rannsókn yrði fróðleg, það sem þau hampa þessum frambjóðanda það er fyrir löngu orðið vandræðalegt
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár