„Forsetaembættið er ekki valdaembætti heldur áhrifaembætti, þótt forseti hafi völd á afmörkuð sviði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra. En hún vill meina að það séu eðlisólík embætti að vera forsætisráðherra og forseti.
Katrín var viðmælandi Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur í síðasta tölublaði Heimildarinnar.
Gæti hugsað sér að verða aftur valdalaus einstaklingur
Forsetaframbjóðandinn segist skilja þá gagnrýni sem snúist um hvort hún vilji alltaf vera á opinberum vettvangi. „En ég nálgast þetta þannig að mér finnst ég geta gert gagn í þessu embætti. Ég veit að sumir segja að ég sé of metnaðarfull, en það er mjög oft sagt um konur að þær séu of metnaðarfullar og ætli sér of mikið.“
Hún segist þó alveg geta hugsað sér að verða valdalaus einstaklingur í samfélaginu. „Farið aftur að kenna íslensku? Ég get alveg hugsað mér það.“ Katrín segir að sér sé umhugað um áhrif …
Hvernig væri að þið gerðuð rannsókn á því hve mikla umfjöllun hver forsetaframbjóðandi hefur fengið hjá Heimildinni?