Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

84 ár í dag frá orrustunni við Sedan: Réðust örlög stríðsins á þessum degi?

Þvert of­an í það sem marg­ir halda hafði þýski her­inn hvorki yf­ir­burði í mannafla né tækja­bún­aði ár­ið 1940. Sig­ur Þjóð­verja við Sed­an og þar með fall Frakk­lands var alls ekki óhjá­kvæmi­leg­ur.

84 ár í dag frá orrustunni við Sedan: Réðust örlög stríðsins á þessum degi?
Þýsk vígtól á leið niður úr Ardennafjöllum. Frönsku hershöfðingjarnir drógu lappirnar í ráðaleysi þegar Þjóðverjar létu til skarar skríða.

Í dag, 13. maí, eru rétt 84 ár frá því örlög réðust í einni afdrifaríkustu orrustu síðari heimsstyrjaldar, orrustunni við Sedan í Frakklandi. Hún var hluti af árás þýska hersins í vesturátt og endaði með algjörum sigri Þjóðverja.

Nú munu ýmsir hvá yfir því að þessi orrusta verðskuldi orðalagið „ein afdrifaríkasta orrusta seinni heimsstyrjaldar“. Sjaldan er fjölyrt um þessa orrustu í sögu styrjaldarinnar og hún var reyndar ekki sérlega blóðug, miðað við ýmis önnur hrannvíg í heimsstyrjöldinni. 

Fimm þúsund manns féllu eða særðust úr hvoru liði.

En hví skipti þessi orrusta þá svo miklu máli?

Í maí 1940 hafði stríð Breta og Frakka við Þjóðverja staðið í níu mánuði en á vígstöðvunum á landi hafði í raun fátt gerst.

Það „geisaði“ hið svokallaða „þykjustustríð“.

Frakkar áttu mjög öflugan og fjölmennan her. Í raun stóð hann þýska hernum vel á sporði hvað mannskap og tækjabúnað varðar, nema helst í lofti. Það átti þó eftir að há Frökkunum mjög illilega hve varnarsinnaðir og bölsýnir herforingjar þeirra voru. Þeim virtist fyrirmunað að bregðast hratt við, hvað þá af dirfsku.

Allir vissu hins vegar að Þjóðverjar myndu fyrr eða síðar gera árás í vestur. Frakkar létu sig hafa að bíða bara eftir þeirra árás.

Og flestir þóttust líka vita að árás Hitlers myndi í stórum dráttum fylgja forskrift keisarahersins úr fyrri heimsstyrjöld með mikilli árás gegnum Belgíu til þess að sneiða hjá varnarvirkjum Frakka á landamærum þeirra að Þýskalandi.

En Þjóðverjar höfðu lært sína lexíu af óförum fyrri heimsstyrjaldar þegar Frökkum tókst að stöðva árásina og síðan tóku við hjaðningavíg í skotgröfum í fjögur ár samfleytt.

Þjóðverjar réðust nú vissulega inn í Belgíu með miklu liði þann 10. maí og tóku þá reyndar Holland eins og í leiðinni. En þýska innrásarhernum í Belgíu var í raun ekki ætlað að stefna beint suður til Frakklands. Tilgangur hans var vissulega að ná svæðum í Belgíu en þó fyrst og fremst að lokka franskt og breskt herlið norður á bóginn meðan mestur hluti innrásarliðsins fór um Ardennajöll í Luxemburg og stefndi síðan beint til Sedan.

Fjöllin þau eru ekki há en þau eru nokkuð brött og skógi vaxin og vegakerfið um þau var í þá daga afar snautlegt, sums staðar varla nema mjóir troðningar. Það hafði hreinlega ekki hvarflað að Frökkum að Þjóðverjar myndu í alvöru senda meginher sinn um þessa fjallvegi og því voru varnir þar afar takmarkaðar. 

Og það var að sjálfsögðu ástæðan fyrir því að Þjóðverjar höfðu afráðið að fara þessa leið. 

Fyrstu dægrin eftir að innrásin hófst virtist allt fara eftir gömlum forskriftum. Þýski herinn í Belgíu stefndi í átt til Brussel en franski herinn axlaði sín skinn og lagði af stað norður þangað að hrekja hann brott. Frakkar fréttu náttúrlega brátt að furðu mikið þýskt lið virtist vera að brjótast um fjallvegina í Ardennafjöllum, en þeim þótti svo ótrúlegt að þar gæti verið um mikilvæga hernaðaraðgerð að ræða að þeir brugðust bæði seint og illa við.

Það var vissulega enginn leikur fyrir Þjóðverja að komast þar um. Í nokkur dægur var í fjöllunum „mesta umferðaröngþveiti í heimi“ að sögn Þjóðverja sjálfra. Þeir vissu vel að öflugar loftárásir Frakka á skriðdrekalestirnar og fótgönguliðssveitirnar í fjöllunum hefðu getað endað með algerum ósköpum fyrir innrásarliðið. En Frakkar virtust alveg glórulausir og kunnu ekkert að bregðast við þessum óvæntum tíðindum.

Þann 12. maí fóru þýsku hersveitinar að streyma niður úr Ardennafjöllum og beint til Sedan við ána Meuse. Það var lykilatriði fyrir innrásaráætlanir Þjóðverja að ná borginni og helst brúm yfir ána ósködduðum — en reyndar höfðu þeir meðferðis tæki og tól til að hrófla upp sínum eigin brúm í snatri.

Enn voru Frakkar illa undirbúnir og við Sedan voru litlar varnir. Nokkuð öflugt varnarlið var hins vegar staðsett beggja megin við borgina og ef það hefði brugðist hratt og örugglega við hefði vel getað farið svo að árás Þjóðverja hefði verið hrundið. Og þá hefði tími gefist til að kalla á meira lið til að stöðva ferðir þýska liðsins ofan úr fjöllunum.

13. maí 1940 var dagurinn sem þetta hefði átt að gerast.

Og ef Þjóðverjar hefðu verið reknir aftur frá Sedan eða Frökkum altént tekist að stöðva flutninga þeirra á liði sínu yfir ána, þá er sennilegt að heimsstyrjöldin hefði tekið allt aðra stefnu.

Ef Þjóðverjar hefðu ekki náð Frakklandi sumarið 1940 heldur stríðið þar endað í einhvers konar pattstöðu líkt og 1914, þá er til dæmis mjög ólíklegt að þeir hefðu lagt í árás á Sovétríkin 1941.

En Frakkar gripu ekki gæsina í Ardennafjöllum og ekki við Sedan.

Mikil er þeirra sök.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár