Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

84 ár í dag frá orrustunni við Sedan: Réðust örlög stríðsins á þessum degi?

Þvert of­an í það sem marg­ir halda hafði þýski her­inn hvorki yf­ir­burði í mannafla né tækja­bún­aði ár­ið 1940. Sig­ur Þjóð­verja við Sed­an og þar með fall Frakk­lands var alls ekki óhjá­kvæmi­leg­ur.

84 ár í dag frá orrustunni við Sedan: Réðust örlög stríðsins á þessum degi?
Þýsk vígtól á leið niður úr Ardennafjöllum. Frönsku hershöfðingjarnir drógu lappirnar í ráðaleysi þegar Þjóðverjar létu til skarar skríða.

Í dag, 13. maí, eru rétt 84 ár frá því örlög réðust í einni afdrifaríkustu orrustu síðari heimsstyrjaldar, orrustunni við Sedan í Frakklandi. Hún var hluti af árás þýska hersins í vesturátt og endaði með algjörum sigri Þjóðverja.

Nú munu ýmsir hvá yfir því að þessi orrusta verðskuldi orðalagið „ein afdrifaríkasta orrusta seinni heimsstyrjaldar“. Sjaldan er fjölyrt um þessa orrustu í sögu styrjaldarinnar og hún var reyndar ekki sérlega blóðug, miðað við ýmis önnur hrannvíg í heimsstyrjöldinni. 

Fimm þúsund manns féllu eða særðust úr hvoru liði.

En hví skipti þessi orrusta þá svo miklu máli?

Í maí 1940 hafði stríð Breta og Frakka við Þjóðverja staðið í níu mánuði en á vígstöðvunum á landi hafði í raun fátt gerst.

Það „geisaði“ hið svokallaða „þykjustustríð“.

Frakkar áttu mjög öflugan og fjölmennan her. Í raun stóð hann þýska hernum vel á sporði hvað mannskap og tækjabúnað varðar, nema helst í lofti. Það átti þó eftir að há Frökkunum mjög illilega hve varnarsinnaðir og bölsýnir herforingjar þeirra voru. Þeim virtist fyrirmunað að bregðast hratt við, hvað þá af dirfsku.

Allir vissu hins vegar að Þjóðverjar myndu fyrr eða síðar gera árás í vestur. Frakkar létu sig hafa að bíða bara eftir þeirra árás.

Og flestir þóttust líka vita að árás Hitlers myndi í stórum dráttum fylgja forskrift keisarahersins úr fyrri heimsstyrjöld með mikilli árás gegnum Belgíu til þess að sneiða hjá varnarvirkjum Frakka á landamærum þeirra að Þýskalandi.

En Þjóðverjar höfðu lært sína lexíu af óförum fyrri heimsstyrjaldar þegar Frökkum tókst að stöðva árásina og síðan tóku við hjaðningavíg í skotgröfum í fjögur ár samfleytt.

Þjóðverjar réðust nú vissulega inn í Belgíu með miklu liði þann 10. maí og tóku þá reyndar Holland eins og í leiðinni. En þýska innrásarhernum í Belgíu var í raun ekki ætlað að stefna beint suður til Frakklands. Tilgangur hans var vissulega að ná svæðum í Belgíu en þó fyrst og fremst að lokka franskt og breskt herlið norður á bóginn meðan mestur hluti innrásarliðsins fór um Ardennajöll í Luxemburg og stefndi síðan beint til Sedan.

Fjöllin þau eru ekki há en þau eru nokkuð brött og skógi vaxin og vegakerfið um þau var í þá daga afar snautlegt, sums staðar varla nema mjóir troðningar. Það hafði hreinlega ekki hvarflað að Frökkum að Þjóðverjar myndu í alvöru senda meginher sinn um þessa fjallvegi og því voru varnir þar afar takmarkaðar. 

Og það var að sjálfsögðu ástæðan fyrir því að Þjóðverjar höfðu afráðið að fara þessa leið. 

Fyrstu dægrin eftir að innrásin hófst virtist allt fara eftir gömlum forskriftum. Þýski herinn í Belgíu stefndi í átt til Brussel en franski herinn axlaði sín skinn og lagði af stað norður þangað að hrekja hann brott. Frakkar fréttu náttúrlega brátt að furðu mikið þýskt lið virtist vera að brjótast um fjallvegina í Ardennafjöllum, en þeim þótti svo ótrúlegt að þar gæti verið um mikilvæga hernaðaraðgerð að ræða að þeir brugðust bæði seint og illa við.

Það var vissulega enginn leikur fyrir Þjóðverja að komast þar um. Í nokkur dægur var í fjöllunum „mesta umferðaröngþveiti í heimi“ að sögn Þjóðverja sjálfra. Þeir vissu vel að öflugar loftárásir Frakka á skriðdrekalestirnar og fótgönguliðssveitirnar í fjöllunum hefðu getað endað með algerum ósköpum fyrir innrásarliðið. En Frakkar virtust alveg glórulausir og kunnu ekkert að bregðast við þessum óvæntum tíðindum.

Þann 12. maí fóru þýsku hersveitinar að streyma niður úr Ardennafjöllum og beint til Sedan við ána Meuse. Það var lykilatriði fyrir innrásaráætlanir Þjóðverja að ná borginni og helst brúm yfir ána ósködduðum — en reyndar höfðu þeir meðferðis tæki og tól til að hrófla upp sínum eigin brúm í snatri.

Enn voru Frakkar illa undirbúnir og við Sedan voru litlar varnir. Nokkuð öflugt varnarlið var hins vegar staðsett beggja megin við borgina og ef það hefði brugðist hratt og örugglega við hefði vel getað farið svo að árás Þjóðverja hefði verið hrundið. Og þá hefði tími gefist til að kalla á meira lið til að stöðva ferðir þýska liðsins ofan úr fjöllunum.

13. maí 1940 var dagurinn sem þetta hefði átt að gerast.

Og ef Þjóðverjar hefðu verið reknir aftur frá Sedan eða Frökkum altént tekist að stöðva flutninga þeirra á liði sínu yfir ána, þá er sennilegt að heimsstyrjöldin hefði tekið allt aðra stefnu.

Ef Þjóðverjar hefðu ekki náð Frakklandi sumarið 1940 heldur stríðið þar endað í einhvers konar pattstöðu líkt og 1914, þá er til dæmis mjög ólíklegt að þeir hefðu lagt í árás á Sovétríkin 1941.

En Frakkar gripu ekki gæsina í Ardennafjöllum og ekki við Sedan.

Mikil er þeirra sök.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár