Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

84 ár í dag frá orrustunni við Sedan: Réðust örlög stríðsins á þessum degi?

Þvert of­an í það sem marg­ir halda hafði þýski her­inn hvorki yf­ir­burði í mannafla né tækja­bún­aði ár­ið 1940. Sig­ur Þjóð­verja við Sed­an og þar með fall Frakk­lands var alls ekki óhjá­kvæmi­leg­ur.

84 ár í dag frá orrustunni við Sedan: Réðust örlög stríðsins á þessum degi?
Þýsk vígtól á leið niður úr Ardennafjöllum. Frönsku hershöfðingjarnir drógu lappirnar í ráðaleysi þegar Þjóðverjar létu til skarar skríða.

Í dag, 13. maí, eru rétt 84 ár frá því örlög réðust í einni afdrifaríkustu orrustu síðari heimsstyrjaldar, orrustunni við Sedan í Frakklandi. Hún var hluti af árás þýska hersins í vesturátt og endaði með algjörum sigri Þjóðverja.

Nú munu ýmsir hvá yfir því að þessi orrusta verðskuldi orðalagið „ein afdrifaríkasta orrusta seinni heimsstyrjaldar“. Sjaldan er fjölyrt um þessa orrustu í sögu styrjaldarinnar og hún var reyndar ekki sérlega blóðug, miðað við ýmis önnur hrannvíg í heimsstyrjöldinni. 

Fimm þúsund manns féllu eða særðust úr hvoru liði.

En hví skipti þessi orrusta þá svo miklu máli?

Í maí 1940 hafði stríð Breta og Frakka við Þjóðverja staðið í níu mánuði en á vígstöðvunum á landi hafði í raun fátt gerst.

Það „geisaði“ hið svokallaða „þykjustustríð“.

Frakkar áttu mjög öflugan og fjölmennan her. Í raun stóð hann þýska hernum vel á sporði hvað mannskap og tækjabúnað varðar, nema helst í lofti. Það átti þó eftir að há Frökkunum mjög illilega hve varnarsinnaðir og bölsýnir herforingjar þeirra voru. Þeim virtist fyrirmunað að bregðast hratt við, hvað þá af dirfsku.

Allir vissu hins vegar að Þjóðverjar myndu fyrr eða síðar gera árás í vestur. Frakkar létu sig hafa að bíða bara eftir þeirra árás.

Og flestir þóttust líka vita að árás Hitlers myndi í stórum dráttum fylgja forskrift keisarahersins úr fyrri heimsstyrjöld með mikilli árás gegnum Belgíu til þess að sneiða hjá varnarvirkjum Frakka á landamærum þeirra að Þýskalandi.

En Þjóðverjar höfðu lært sína lexíu af óförum fyrri heimsstyrjaldar þegar Frökkum tókst að stöðva árásina og síðan tóku við hjaðningavíg í skotgröfum í fjögur ár samfleytt.

Þjóðverjar réðust nú vissulega inn í Belgíu með miklu liði þann 10. maí og tóku þá reyndar Holland eins og í leiðinni. En þýska innrásarhernum í Belgíu var í raun ekki ætlað að stefna beint suður til Frakklands. Tilgangur hans var vissulega að ná svæðum í Belgíu en þó fyrst og fremst að lokka franskt og breskt herlið norður á bóginn meðan mestur hluti innrásarliðsins fór um Ardennajöll í Luxemburg og stefndi síðan beint til Sedan.

Fjöllin þau eru ekki há en þau eru nokkuð brött og skógi vaxin og vegakerfið um þau var í þá daga afar snautlegt, sums staðar varla nema mjóir troðningar. Það hafði hreinlega ekki hvarflað að Frökkum að Þjóðverjar myndu í alvöru senda meginher sinn um þessa fjallvegi og því voru varnir þar afar takmarkaðar. 

Og það var að sjálfsögðu ástæðan fyrir því að Þjóðverjar höfðu afráðið að fara þessa leið. 

Fyrstu dægrin eftir að innrásin hófst virtist allt fara eftir gömlum forskriftum. Þýski herinn í Belgíu stefndi í átt til Brussel en franski herinn axlaði sín skinn og lagði af stað norður þangað að hrekja hann brott. Frakkar fréttu náttúrlega brátt að furðu mikið þýskt lið virtist vera að brjótast um fjallvegina í Ardennafjöllum, en þeim þótti svo ótrúlegt að þar gæti verið um mikilvæga hernaðaraðgerð að ræða að þeir brugðust bæði seint og illa við.

Það var vissulega enginn leikur fyrir Þjóðverja að komast þar um. Í nokkur dægur var í fjöllunum „mesta umferðaröngþveiti í heimi“ að sögn Þjóðverja sjálfra. Þeir vissu vel að öflugar loftárásir Frakka á skriðdrekalestirnar og fótgönguliðssveitirnar í fjöllunum hefðu getað endað með algerum ósköpum fyrir innrásarliðið. En Frakkar virtust alveg glórulausir og kunnu ekkert að bregðast við þessum óvæntum tíðindum.

Þann 12. maí fóru þýsku hersveitinar að streyma niður úr Ardennafjöllum og beint til Sedan við ána Meuse. Það var lykilatriði fyrir innrásaráætlanir Þjóðverja að ná borginni og helst brúm yfir ána ósködduðum — en reyndar höfðu þeir meðferðis tæki og tól til að hrófla upp sínum eigin brúm í snatri.

Enn voru Frakkar illa undirbúnir og við Sedan voru litlar varnir. Nokkuð öflugt varnarlið var hins vegar staðsett beggja megin við borgina og ef það hefði brugðist hratt og örugglega við hefði vel getað farið svo að árás Þjóðverja hefði verið hrundið. Og þá hefði tími gefist til að kalla á meira lið til að stöðva ferðir þýska liðsins ofan úr fjöllunum.

13. maí 1940 var dagurinn sem þetta hefði átt að gerast.

Og ef Þjóðverjar hefðu verið reknir aftur frá Sedan eða Frökkum altént tekist að stöðva flutninga þeirra á liði sínu yfir ána, þá er sennilegt að heimsstyrjöldin hefði tekið allt aðra stefnu.

Ef Þjóðverjar hefðu ekki náð Frakklandi sumarið 1940 heldur stríðið þar endað í einhvers konar pattstöðu líkt og 1914, þá er til dæmis mjög ólíklegt að þeir hefðu lagt í árás á Sovétríkin 1941.

En Frakkar gripu ekki gæsina í Ardennafjöllum og ekki við Sedan.

Mikil er þeirra sök.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Indriði Þorláksson
6
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár