Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi ráðherra, átti von á þriðja syni sínum á miðju kjörtímabili þegar hún var menntamálaráðherra árið 2010. Gerð var sú krafa að hún viki, en ekki hafði tíðkast að ráðherrar færu í fæðingarorlof. Það varð ekki úr enda á fæðingarorlofsréttur við um ráðherra líkt og aðra.
Þetta kom fram í ítarlegu viðtali Katrínar við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur sem birtist í síðasta tölublaði Heimildarinnar.
Fannst ekki rétt að ef ráðherra yrði barnshafandi þyrfti hann sjálfkrafa að segja af sér
„Enn var allt á heljarþröm í pólitíkinni, þannig að þetta var ekki á dagskrá,“ segir Katrín. „Ég upplýsti mína samstarfsmenn um þetta og það kom strax upp sú krafa að ég ætti að víkja. Það er þannig í stjórnmálum að þegar þú stígur til hliðar eru margir sem hafa áhuga á að koma í þinn stað.“
Á þeim tíma hafði aðeins …
Athugasemdir (1)