Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Eiríkur Ingi Jóhannson segir að Ísland ætti ekki að verja fé í NATO. Að hans mati ætti NATO hins vegar að greiða fyrir uppbyggingu á nýjum alþjóðlegum flugvelli hér á landi.

„Það var ríkjandi ósætti við það að ganga inn í bandalagið og það var meira að segja mikið ósætti á þingi. Samt einhvern veginn snerust hlutirnir við og við vorum komin í NATO. Þetta er náttúrulega hlutur sem þjóðin hefði átt að velja.“ 

Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Eiríks Inga Jóhannssonar, forsetaframbjóðanda og fyrrum sjómanns, í nýjasta þætti Pressu. Ásamt honum ræddu þau Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Viktor Traustason framboð sín og sýn þeirra á embætti og hlutverk forseta Íslands.

Þau voru meðal annars spurð hvaða lög úr fortíðinni þau hefðu neitað skrifa undir og skotið í þjóðaratkvæðagreiðslu, sætu þau í embætti forseta á þeim tíma. Eiríkur Ingi sagði í svari sínu að hann hefði skotið samningi um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu árið 1949 í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eiríkur Ingi benti einnig á inngöngu Íslands inn í EES. Það væri annað dæmi úr sögunni sem velta mætti fyrir sér hvort að hefði átt að rata fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Ég stend í þeirri trú þegar það kemur að einhverjum samningum eða lögum sem hafa mikil áhrif á íbúa landsins, þá eiga þeir náttúrulega að fá að velja það. Það er ekki fyrir okkur ráðamennina að taka algjöra niðurstöðu í þessum málum.“ 

Ísland greiðir of mikið fyrir aðild að NATO

Þá sagði Eiríkur að Ísland greiða of mikið fyrir aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. Að hans mati ættu landsmenn að sækja sér fjármagn og fé frá bandalaginu til þess að reisa mikilvæga innviði.

„Ef við erum föst í þessum samtökum þá eigum við náttúrulega að mjólka kúna og fá meira út úr þessu. Við erum farin að borga meira með NATO heldur en við eigum raunverulega að gera. Það eru í rauninni þeir sem vilja okkur en ekki við sem viljum þá,“ sagði Eiríkur og nefndi í samhengi að bandalagið ætti að taka þátt í fjármögnun á nýjum alþjóðlegum flugvöll.

„Þarna ætti NATO að koma sterklega til að borga brúsann fyrir það en Íslendingar eiga ekki að borga neitt í þessu varnarbandalagi.“ 

Hinir frambjóðendurnir líka reiðubúnir að beita málskotsréttinum

Ásdís Rán og Viktor sögðu bæði að þau myndu neita að skrifa undir lagafrumvarp ef nægilega hátt hlutfall þjóðarinnar lýsti sig andvígt frumvarpinu.

Sagðist Viktor munu neita að skrifa undir lög sem tíu prósent landsmanna mótmæltu, í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs. Ásdís Rán taldi hins vegar rétt að miða við 15 prósent hlutfall landsmanna áður en hún tæki ákvörðun um að undrrita lagafrumvörp.

Þá sagði Ástþór Magnússon að hann hefði neitað að skrifa undir löggjöf um útlendingamál sem samþykkt voru árið 2016. Sagði hann frumvarpið hafa veitt aðkomufólki meiri réttindi en fólk sem væri fætt og uppalið á Íslandi.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár